Vorið - 01.06.1959, Síða 25

Vorið - 01.06.1959, Síða 25
VORIÐ 63 sinnar.) Hvers vegna ertu að gráta, heillin mín? (Strýkur hár liennar.) Ég get ekki þolað að sjá elsku konuna mína svona sorg- mædda. FRÚIN: Af hverju varstu svona andstyggilegur við mig, þó að ég ætlaði að gefa þér sætsúpu? ÁLFUR: Sætsúpu! Hún er minn eftirlætisréttur. Og enginn í 511- um heiminum eldar betri sæt- súpu en þú, elsku engillinn minn. FRUIN: Þú veizt, að það er mín mesta ánægja að geta gert þér til hæfis. ÁLFUR (býður henni sæti í stóln- um): Svona, þerraðu nú augun og hvíldu þig andartak. FRÚIN (tekur sönru svipbreyting- um og hin): Hvíla mig? Ætli mér væri vanþörf á því. Það get- ur dregið af gamanið að verða að búa með öðrum eins manni, ef mann skyldi kalla. Sí og æ verð ég að vera á þönum í kringum þig og dekra við þig á allan hátt. Og hvar eru svo launin, mér er spurn? Jú, ég fæ að ganga mér til liúðar. Ef þú færð nógan tíma til að hræra í draslinu þínu, ertu ánægður. En þér getur aldrei dottið í hug, að okkur Júlíu kunni að langa til að lyfta okkur pínulítið upp stöku sinnum. Hvenær ferðu nreð okkur á skemmtigöngu. . . . eða í leikhús- ið? Aldrei, — kemur það ekki einu sinni til hugar. Skríður bara í skel þína með þessar „uppgötv- anir“ .... þessar líka „dásanr- legu“ uppgötvanir- Aldrei getur jni talað við okkur mæðgurnar í einlægni. Og hverjar eru svo af- leiðingarnar? .... Afleiðingarn- ar eru þær, að við förum á bak við þig, þegar við getum. Já, þú ert svei mér skemmtilegur eigin- maður, eða hitt þó heldur. ÁLFUR (í bænarrómi): Þetta máttu ekki segja, elskan mín. JÚLÍA (grátandi): Hættu nú, mamma! ELLA (hrín): Eru allir á heimilinu orðnir snarvitlausir? FRÚIN: En nú skal jressu brátt verða lokið. Ég skil við þig. . . . ef Jrú skánar ekki. JÚLÍA: Pabbi. . . . Höfum við öll hér á heimilinu orðið fyrir gjörn- ingum, eða 'hvað? ÁLFUR: Það er þessi rækalls sann- leiksstóll, þessi dásamlega upp- götvun mín, sem hefur sett allt á annau endann. En nú er hann búinn að koma nógu illu til leið- ar. Hann hefur hrakið vinnukori- una mína í burtu.... og traust dóttur minnar hef ég misst. Bezta vin minn hef ég rekið á dyr. Og nú er konan mín á för- unr frá mér! Nei, þess konar sannleik kæri ég mig ekki um að heyra. (Rífur stólinn í sundur og lrendir stykkjunum sínu í liverja áttina.) Hana! Nú vona ég, að við

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.