Vorið - 01.12.1965, Side 4

Vorið - 01.12.1965, Side 4
hann nái eyrurn barnanna. Af bókum hans má nefna „Riddarana sjö,“ sem er byggð á gömlum sögnum, og „Dísu á Grænalæk“ í 4 heftum. Síðasta bók hans er „Ævintýraleiðir.“ Gerist sii bók á Kanaríeyjum, en þar dvaldi Kári um tíma á síðastliðnu ári. Úr bókinni er birtur kafli hér á eftir. En Kári hefur ekki aðeins ritað barnabækur, hann er einnig Ijóðskáld og hefur sent frá sér þrjár Ijóðabækur. Tvö af kvæðum hans birtast hér á eftir, en mörg kvæði hans eru Ijóðræn og hugnæm. Kári hefur borið gæfu til að festa á pappír margar þær sögur, sem hann segir börnunum í skólanum. Margar þeirra eru í œvintýralegu formi og aðgengilegar fyrir börn. Jafnframt eru þær allar fallegar og stuðla að fögr- um og siðrænum hugsunarhætti barnanna. En það er mikilvœgt að eignast slíkar bækur við þeirra hœfi. Vorið þakkar vináttu Kára fyrr og síðar og birtingarleyfi á sögukafla þeim og Ijóðum, sem fara hér á eftir. E. Sig. Á ÆVINTÝRALEIÐUM BÓKARKAFLI EFTIR KÁRA TRYGGVASON í dag er milt og gott veður, en ofur- lítil þoka hvílir í hlíðum fjallanna. Klukkan tíu árdegis leggur Róbert Kall- ing1 af stað í hringferð um eyna með börnin hans Pablos og Normu litlu, dóttur Manuels garðyrkjumanns. Fyrst er ferðinni heitið upp í háhlíð- ar eldfjallsins Teide, og þaðan áleiðis til suðurstrandarinnar. Kalling ekur ró- 1 Englendingur á ferSalagi, sem tekið hefur óstfóstri við börnin. lega inn á veginn, sem liggur upp í Oro- tavadalinn. Vegurinn er þröngur, en mjög haglega gerður. A báðar hliðar eru háir steingarðar eða sundurklofnir bergveggir, en gróskumikil pálmatré og annar suðrænn gróður prýðir umhverf- ið. Fyrr en varir breytir landið um svip. Og Orotavadalurinn blasir við augum. Hann er víður og mikill yfir að líta. Og í raun og veru er hann einn sam- felldur bananaakur hlíða á milii. 146 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.