Vorið - 01.12.1965, Side 8
GLEÐI, SEM ENDAR MEÐ SORG
Heiða iitla var komin í annan bekk,
og bráðum var hún 9 ára. Hún bafði
hugsað sér að bjóða nokkrum vinkon-
um sínum úr bekknum í afmælisveizl-
una og nú var þessi mikli dagur að
renna upp. Það var sunnudagur, svo
að hún þurfti ekki að sinna skólanum
þennan dag. Mamnia hennar var búin
að baka heilmikið, svo að nóg var nú á
veizluborðið.
Klukkan 3 komu fyrstu gestirnir. Það
var Magga Jóns og Þóra Sveinsdóttir.
Þær komu auðvitað með sínar afmælis-
gjafir, því að afmælisgjafirnar setja nú
mestan hátíðarsvipinn á alla afmælis-
daga. Næst kornu þær Fríða Geirs og
Aðalbjörg Jónsdóttir. Þær komu auð-
vitað með sínar afmælisgjafir. Síðast
komu svo Erna Bjarnadóttir, Gerður
Pálsdóttir og Svava Svavars. Alls voru
telpurnar 7, allar úr bekk Heiðu litlu.
Svava kom síðast inn úr dyrunum og
um leið og hún gekk inn gólfið rétti
hún Heiðu dálítinn kassa. Það leit alveg
éins út og skókassi, og Heiðu datt strax
í hug, að í honum væru inniskór. Því
að venjulegir skór voru svo dýrir. Hejða
lagði hann á borðið og forvitni hennar
var svo mikil, að vita hvað í kassan-
um væri, að hún gekk þegar að því að
leysa bandið utan af honum. En mikil
var undrun hennar og gleði, þegar hún
/ sá, að í kassanum var stálpaður kettl-
ingur, sem varð frelsinu feginn og stökk
þegar út á stofuborðið.
„Almáttugur! Lítill kettlingur!“ hróp-
aði Heiða og allar telpurnar snerust í
kringum þessa óvenjulegu afmælisgjöf.
„0, er hann ekki indæll?“ spurði
Fríða Geirs. „En hvernig er hann eigin-
lega litur?“ spurði Gerður.
„Ja, hann er einhvern veginn gul-
brúnn með hvíta bringu,“ sagði Svava,
sem komið hafði með þetta metfé.
„En máttu hafa hann, Heiða?“ spurði
Erna. „Já, hún má hafa hann,“ sagði
Svava. „Mamma mín spurði mömmu
hennar, hvort hún mætti gefa lienni kettl-
ing og hún sagði, að ég mætti það.“
Allar hinar afmælisgjafirnar hurfu í
skuggann fyrir þessari einu, og það var
varla litið á þær. Það var ekki laust við
að gefendurnir yrðu fyr.ir dálitlum von-
brigðum, en þau gleymdust fljótt, þeg-
ar sezt var við veizluborðið og farið
var að drekka súkkulaðið og borða kök-
urnar. Telpurnar léku sér svo dálítið
ó eftir, en síðan fór hver heim til sín.
Það er nú af kettlingnum að segja,
að hann óx og dafnaði og varð með
hverjum deginum skemmtilegri og snið-
ugri. Heiða hafði svo gaman að þess-
um litla, fallega kettling, að hún þreytt-
ist aldrei á að skoða hann og leika við
hann. Henni var líka farið að þykja svo
vænt urn hann, að hún mátti helzt aldrei
af honum sjá. Hana langaði til að láta
hann sofa hjá sér á nóttunni, en það
vildi mamma hennar ekki. En hún var
með hann undir vanganum heilu tím-
150 VORIÐ