Vorið - 01.12.1965, Page 12
konan að heiman — og talaði við konu
kennarans. Auðséð var, að hún hafð.i
grátið.
„Jóhann, þú átt að koma með mér
heim,“ sagði hún.
„Hvers vegna? Hvað er að?“
Lovísa þagði. Hún kom ekki upp
nokkru orði, en sneri upp á svuntuhorn-
ið sitt og leit vandræðalega til kennar-
ans.
„Drengur minn,“ sagði Friðriksen,
„við erum öll svo hrygg. En við verðum
að segja þér það. Móðir þín er dáin.“
Jóhann varð aftur var við, að kenn-
arinn lagði handlegginn yfir herðar
honum. Louisa grét aftur.
„Þú ert svo góður drengur,“ sagði
kennarinn umhugsunarlaust. Jóhann
stóð og horfði út í garðinn. Einhver
þungi lagðist yfir huga hans og hann
fann, hvernig einhver skuggi óx þar
inn.i fyrir. Hægt og hægt breiddi hann
úr sér.
Hann heyrði til barnanna á leikvang-
inum. Úti í gerðinu flögruðu nokkrir
grátittlingar fram og aftur.
Hann beygði höfuðið. Skugginn í
huga hans jókst. Þunginn varð meiri,
en enn fann hann þó ekki til sársauka.
En skyndileg sorg þarf nokkurn tíma
til að hrjótast inn. Fyrst eftir nokkurn
tíma verður hún að vissu. —
En með sorginni kemur allt, sem hún
geymir: Sársauki, söknuður, einmana-
kennd. Allt breyttist hjá Jóhanni. Hann
hafði séð móður sína í kistunni, föla
og gagntekna kyrrð. Lífið missti liti
sína, og aðeins eitt var eftir sem sárs-
aukakenndur raunveruleiki: mamma
hans var dáin.
Þegar hann vaknaði morguninn eftir
í litla herberginu inn af eldhúsi Louisu,
og hann heyrði hana og mann hennar
tala saman í liálfum hljóðum, meðan
þau borðuðu, gat hann ekki skilið, að
raddir þeirra voru óbreyttar. Maðurinn
var að fara til vinnu sinnar. Hvernig
gat hann haft áhuga á því í dag?
Gegnum gluggann heyrði hann há-
vaða fráj nágrannabænum. Tveir af
vinnumönnunum voru að spenna hesta
fyrir vagn. Nú hlógu þeir. Hátt og
hljómmikið.
Litlu síðar heyrði hann manninn
taka hjólhestinn fram og hjóla burt frá
húsinu. Lovísa kom og opnaði dyrnar
gætilega inn til Jóhanns. Hann lá graf-
kyrr með lokuð augu. Hann heyrði Lov-
ísu andvarpa og loka dyrunum aftur.
Jóhann grét.
„Góði guð! Láttu það vera draum!
Láttu mig vakna af draumnum og vera
heima hjá mömmu aftur! Láttu mömmu
vera lifandi! Þú vilt ekki taka mömmu
frá mér!“
Það kom einhver inn til Lovísu. Það
var Maríanna, kona smiðsins. Þó að
þær töluðu í hálfum hljóðum, gat hann
heyrt, hvað þær töluðu um.
„Útför hennar verður virðuleg,“
sagði Lovísa.
„En hvað verður um Jóhann?“
spurði Maríanna.
„Æ, já, aumingja drengurinn! Ég
hef skrifað móðurbróður hans í dag.“
„LTm aðra er ekki að ræða?“
„Nei, það var ekki neitt gott á milli
þeirra. Móðurbróðirinn er efnaður, en
154 VORIÐ