Vorið - 01.12.1965, Blaðsíða 15
upp úr hinu brosandi austjózka þorpi
og íluttur út í liið eyðilega, vestjózka
hérað. Það hefði verið erfitt að halda
lífinu áfram hér meðal manna, sem ekk-
ert hugsuðu um, hvað hann átti erfitt.
Þetta var fyrir honum, eins og þetta fólk
lifði fyrir eittlivað, sem vær.i honum
alveg óviðkomandi.
Hann varð einn að bera sínar áhyggj-
ur. Og það gerði hann.
Fjölskylda frænda hans var góð við
hann. Það var ekki ástæða til að kvarta.
En þau skildu hann ekki. — ■—
Enginn var vondur við hann. Ekki
lieldur drengir frænda hans. Og í skól-
anum var tekið vel á móti honum, þegar
börnin höfðu athugað hann í nokkra
daga. — En það sem að var, var það,
að innra með honum var eitthvert tóm,
sem gerði það að verkum, að hann stóð
utan við allt, bæði starfið og leikina. —
Því var aðeins öðruvísi varið með
Kristínu en hin börnin. Hann leit einu
sinni til hennar í skólanum, og hún
brosti til hans. Ofurlitlu, kyrrlátu brosi.
Og þetta bros festist í huga hans. Það
Ijómaði upp í hugskoti hans í' hvert
skipti og hann hugsaði um það.
Kristín bjó alein með föður sínurn í
útjaðri mýrarinnar. Móðir hennar var
dáin. Ef til vill var það af því. —• —
Jóhann hafði grafið sér fylgsni og
byggt lítinn kofa langt í burtu í einum
heiðarásnum. Hann var svo stór, að
hann gat setið þar inni. Hann hafði velt
þangað inn steini, sem hann notaði fyrir
borð.
Hann fór út í þennan kofa, þegar hann
vildi vera einn.
Dag nokkurn gekk Kristín þar fram
*
VORIÐ 157