Vorið - 01.12.1965, Page 21

Vorið - 01.12.1965, Page 21
PRESTURINN OG HRINGJARINN f J Ævintýraleikur í tveimur þáltum eftir Dagmar Blix. Persónur: Kóngurinn, presturinn og hringjarinn, , , . LeiksviS i fyrsta þætti er stofa lijá hringjaranum, en í öðrum þætti salur í konungshöllinni. 1. þáttur. HRINGJARINN: (Situr og les í bók. Það er drepið á dyr). PRESTURINN: (Hempuklæddur með prestakraga kemur inn með hréf í hendinni). HRINGJARINN: (Stendur á fætur og hneig.ir sig): Gott kvöld. (Þeir heils- ast með handabandi), Er sjálfur prest- urinn á ferð í kvöld PRESTURINN: Já, þannig er því varið. (Hann andvarpar, þurrkar svitann af enninu, sezt og leggur hattinn á borð- ið). Erindið er það, að biðja'þig að gera mér greiða. HRINGJARINN: Einmitt það, prestur minn, Auðvitað vil ég gera það, sem ég get. Hvað v.iltu láta mig gera? PRESTURINN: Ég er kominn í slæma klípu. Ég var á ferð í vagninum mín- um fyrir nokkrum dögum, og eins og venjulega kallaði ég „hálfan veginn“, þegar ég mætti einhverj um. Ég kallaði þetta hátt og greinilega eins og vera ber. En þá .var það sjálfur kóngurinn, sem ég mætti. HRINGJARINN: Já, en presturinn hafði rélt til að kalla „hálfur vegur“. Kóngurinn getur ekki hafa reiðst af því. PRESTURINN: Þegar ég hugsa mig um, þá orðaði ég þetta víst á annan veg. „Ur vegi, úr vegi, hér kemur sjálfur presturinn.“ HRINGJARINN: Þetta er alveg eins og hann pabbi er vanur að segja. PRESTURINN: Er það svo. En það er aðeins í gamni. En kóngurinn er reið- Ö/<3»BtÐ (163

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.