Vorið - 01.12.1965, Qupperneq 22
ur og hefur sent mér bréf — og boðar
mig á sinn fund.
HRINGJARINN: Má ég fá að sjá bréf-
ið? (Tekur við bréfinu og les það).
Hér stendur aðeins, að þú eigir að
mæta í höllinni á morgun klukkan 12.
Það er ekkert að óttast.
PRESTURINN: Jú, því að kóngurinn
er vanur að spyrja strangt og láta
menn ráða gátur. Hann getur ef til
vill spurt um eitthvað, sem ég get ekki
svarað. Og þá missi ég hempuna og
kragann. Af því að þú ert svo dug-
legur að svara, gætir þú ekki svarað
fyrir mig? Þú skalt fá lánaða bæði
hempuna og kragann.
HRINGJARINN: Það er nú svona og
svona að gabba sjálfan kónginn.
PRESTURINN: Það fær hann aldrei
að vita.
HRINGJARINN: Þetta er hættulaust
fyrir mig. Ég skal mæta fyrir þig, ef
þú vilt.
PRESTURINN (glaður); Þakka þér
kærlega fyrir. Þú ert ágætur. Vertu
sæll og gangi þér vel. (Þeir kveðjast
með handabandi, hann tekur hattinn
af borðinu og fer).
2. þáttur.
(Kóngurinn situr í hástól sínum með
kórónu á höfði og veldissprota í hendi.
Hann er í rauðri skikkju með hvítum
köntum. Hringjarinn stendur fyrir fram-
an hann í hempu með prestakraga.
KÓNGURINN: Jæja, þá ertu kominn.
HRINGJARINN: Já, ég er kominn.
KÓNGURINN: Þú, sem ert svo dugleg-
ur að kalla og slá um þig á vegum úti,
þú ert eflaust einnig duglegur að
svara spurningum.
HRINGJARINN: Það veit ég ekki. En
ég get reynt.
KÓNGURINN: Geturðu sagt mér, hve
langt er frá austri til vesturs?
164 VORIÐ