Vorið - 01.12.1965, Síða 27

Vorið - 01.12.1965, Síða 27
lij á þér. En þací get ég sagt þér, að þegar ég sé mér nokkurt færi þá strýk ég úr vistinn,i.“ „Það geturðu nú ekki á meðan þú hefur galdraskóna,“ sagði dvergurinn og brosti. Aumingja Villi! Hann var látinn byrja á starfi sínu samstundis. Dvergur- inn vafði gulum umbúðum utan um ein- kennilegt blátt blóm og sagði v,ið Villa, að hann ætti að fara með það til tröll- kerlingarinnar Gurru, sem átti heima á efsta tindi fjallsins. Fætur hans lögðu strax af stað, eða öllu heldur rauðu skórnir, og Villi komst loksins upp á tindinn másandi og hvásandi. Þar sá hann lítið hús kom- ið að hruni. Grænan reyk lagði upp um strompinn og að innan heyrði hann ráma raust, sem virtist vera að söngla eitthvað. Það var tröllkerlingin, sem söng eins konar tröllasöng, og þegar Villi hafði drepið á dyrnar, kallaði hún: „Kom inn!“ Hann gekk inn og sá Gurru sitja íbogna yfir svörtum potti, sem kraum- aði í yfir eldinum. Hún söng trölla- söngva og Villi stóð kyrr gapandi af undrun og horfði á hana. „Hvaða heimskur labbakúlur stendur þarna og glápir,“ sagði tröllkerlingin önug. Hvað vilt þú?“ „Eg verð að segja það, að tröllkerl- ingar og dvergar bjóða ekki verulega góðan þokka af sér,“ sagði Villi. „En ég hef aldrei séð sjóðandi vatn, sem sendir frá sér græna gufu.“ „Nei, ekki það? En það er vegna þess, að þú ert svo heimskur patti,“ sagði tröllkerling.in og rétti trésleif, sem hún hélt á í hendinni, ógnandi í áttina til hans. „En hvers vegna ertu kominn hingað? Segðu mér það.“ „Ég kem frá dvergnum hérna neðar í fjallinu,“ svaraði Villi. „Hann sendi mig með þetta til þín.“ „Ha-ha-ha. — Það er þá tröllajurtin, sem hann sendir mér. Það var nú fínt. Berðu kveðju mína til dvergsins Trimma með kæru þakklæti og segðu honum, að honum sé velkomið að koma hingað á föstudag og drekka hjá mér kaffisopa.“ Villi hefði ekki haft neitt á móti því að setjast niður og hvíla sig lítið eitt, en galdraskórnir ráku hann af stað, út úr kofanum og niður fjallið. Dvergur- inn beið hans og hafði hjá sér nokkra smáböggla, sem Villi átti að fara með. „Heyrðu mig,“ sagði Villi. „Ég get ekki komizt með allt þetta. Ég þarf að hvíla mig svolitla stund.“ „Þú verður nú að vera án þeirrar hvíldar,“ svaraði dvergurinn. „Ég þarf að koma þessum bögglum til viðtak- enda. Hlustaðu nú vel á: Þennan böggul VORIÐ 169

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.