Vorið - 01.12.1965, Síða 35
AXEL: Heldur þú, aÖ hann geri það?
Svo heimskur er hann varla.
KARL: Ef bekkurinn segir honum, að
liann verSi að gera það, þá getur hann
varla komizt hjá því. En skemmtilegt
verður það ekki fyrir hann.
BÚI: Þetta er líklega nokkuð góð til-
laga, drengir. Stígur verður þá
ekki grunaður lengur, og við sleppum
við að vera samsekir Runa.
DAVÍÐ: Eru allir með því, að við töl-
um alverlega við Runa um þetta? Það
væri gaman að fá allt þetta upplýst.
Það hreinsar andrúmsloftið.
AXEL: En ef Runi vill nú ekki?
KARL: Ef við gefum Runa tækifæri og
hann notar það ekki, þá sýnist mér
rétt, að við segjum hver það er, sem
★
VÍÐA
SJÁST
MANNA-
MYNDIR
í
KLETTUM.
HÉR
ER
EIN
ÞEIRRA.
tók peningana, ef kennarinn spyr. En
fyrst skulum við sjá til, hvort Runi
vill ekki segja það sjáifur?
AXEL: Þegar ég fer að hugsa um þetta,
sé ég, að þetta er ekki svo vitlaus hug-
mynd. Við hjálpum kannski Runa
með þessu til að verða heiðarlegur
drengur.
DAVÍÐ: Heyrið þið, drengir, það ligg-
ur í augum uppi að maður á að koma
heiðarlega fram við félaga sína og
taka á sig hluta af þeirra ábyrgð. En
nú höfum við séð, að það er hægt að
gera rangt í skjóli þessarar sam-
ábyrgðar. En getum við nú ekki orðið
sannnála um að nota okkur það vald,
sem því fylgir að halda hópinn til þess
að gera aðeins það sem rétt er?
Þýtt úr sœnsku. — H. ]. M.
VORIÐ 177