Vorið - 01.12.1965, Síða 36
STÚLKAN, SEM VISSI EKKI.
AÐ HÚN VAR PRINSESSA
Það var einu sinni fátækur viðar-
höggsmaður, sem fann litla stúlku úti
í skógi. Hún var svo fríð og hafði svo
fagra, gyllta lokka, að hann tók hana
með sér og fór með hana heim til konu
sinnar og sona sinna sex. Þau kölluðu
hana Gullsól og öllum þótti vænt um
hana, og hún ólst þarna upp sem dóttir
viðarhöggsmannsins.
Hún varð mjög fögur, og þegar syn-
irnir fóru að fara að heiman einn af
öðrum út í heiminn og konan dó, var
Gullsól það eina, sem hann hafði til að
lifa fyrir. Hún hélt öllu í röð og reglu
í húsinu, og öllum líkaði vel við hana.
Dag nokkurn, þegar prinsinn reið þar
fram hjá, kastaði hann vingjarnlegri
kveðju á þessa fallegu, ungu stúlku.
Gullsól hrosti á móti og frá þeim degi
gætti hún þess ætíð, að standa í dyrun-
um, þegar hann reiö fram hjá. Það gerði
hann næstum hvern einasta dag, og þeg-
ar hann var neyddur til að fara aðra
leiÖ, var Gullsól svo óhamingjusöm, að
hún grét.
Dag nokkurn, þegar hún var að baka
brauö, átti gömul kona leið þarna fram-
hjá, og hún bað Gullsól um að gefa sér
eitthvað að borða. Gullsól lagði til hlið-
ar brauðið, sem viðarhöggsmaðurinn
átti að fá, en gaf konunni helminginn
af hinu. í sama vetfangi kom svartur
köttur hlaupandi. Hann nuddaði sér upp
að gömlu konunni, og þá mælti hún:
„Vesalingurinn litli, hann er greini-
lega svangur!“
Þá tók Gullsól hinn helminginn af
brauðinu og gaf kettinum. Hann var
ekki seinn á sér að eta það. Gullsól gaf
honum líka fulla mjólkurskál, því að
hún var mikill dýravinur.
Konan spurði hana, hvernig henni
liði, og hún sagði henni frá því, að hún
væri alltaf óhamingjusöm þá daga, sem
prinsinn riði ekki framhjá.
Það sem eftir var dagsins beið Gull-
sól árangurslaust eftir viðarhöggsmann-
inum, og að lokum fékk hún að vita, að
konungurinn hafði látiö varpa honum
í fangelsi, af því aö hann hafði höggvið
nokkur tré, sem hann hafði ekki leyfi til
að fella.
Gullsól varð mjög sorgmædd, því að
hún vissi ekki, hvernig hún gat hjálpað
honum, en þá átti gamla konan leiö
framhjá aftur. Hún mælti á þessa leið:
„Þú varst góð við mig og köttinn í
gær og nú skal ég gera þér greiöa í stað-
inn. Farðu upp að konungshöllinni og
segðu, að þú ætlir að gera við glugga-
tjöld, sem eru inni í höllinni. Þjónninn
mun þá fylgja þér inn í herbergi, þar
sem fögur silkigluggatjöld hanga fyrir
gluggum, en á einum stað á þeim er rifa.
178 VORIÐ