Vorið - 01.12.1965, Side 38
„Eg hef mikla bón íram aft íæra, yÖar
hát,ign.“
„Komdu bara með hana,“ sagði kon-
ungurinn. Hann var strax orðinn hrif-
inn af þessari litlu, saklausu stúlku.
„Þá ætla ég að biðja yður um, að
fósturföður mínum verði hleypt úr fang-
elsinu,“ sagði hún um leið og hún kast-
aði sér á kné íyrir framan konunginn.
Konungurinn varð hrærður og spurði,
hvernig hún þekkti v.iðarhöggsmanninn,
og þá sagði hún honum frá því, að hann
hefð fundið hana í skóginum og hefði
ávallt verið henni svo góður.
Konungurinn gaf skipun um, að við-
arhöggsmaðurinn skyldi látinn laus, og
bað einnig um, að fá að tala við hann.
„Segið mér, var ekki eitthvert merki
eða tákn á iitlu stúlkunni, sem þér fund-
uð í skóginum?“ spurði hann, þegar
viðarhöggsmaðurinn var kominn.
„Jú, yðar hátign, um hálsinn hafði
hún silkisnúru og í henni hékk messing-
hnairpur. Eg hef ávallt varðveitt hann
vel, þó að hann sé ef til vill ekki mikils
virði.“
„Látið mig sjá hann,“ mælti kon-
ungur, og viðarhöggsmaðurinn dró
hann upp úr vasa sínum.
Konungurinn virti hnappinn fyrir sér
stundarkorn, en mælti síðan:
„Hann er úr dýrasta gulli og var í
eigu bróður míns, sem var konungur
hér í næsta ríki. Hann og drottning hans
höfðu verið í heimsókn hér hjá okkur
með litla dóttur sína. A heimleiðinni
réðust ræningjar á þau, sem tóku þau
og drápu. En þessari litlu dóttur þeirra
hafa ræningjarnir þó gefið líf. og það
er engin önnur en hún Gulisól, sem þú
bjargaðir. Hún er raunveruleg prins-
essa og erfingi að öllu nágrannaríkinu.“
Þá varð viðarhöggsmaðurinn svo
glaður, að hann vissi ekki í hvorn fótinn
hann átti að stíga, og Gullsól sjálf var
gráti nær af gleði, þegar hún heyrði, að
hún var raunveruleg prinsessa.
Konungurinn launaði viðarhöggs-
manninum og öllum sonum hans og
Gullsól bjó í höllinni, þangað til hún
fluttist til síns eigin ríkis. Hún var ekki
alls kostar ánægð með það, en hún kom
fljótlega aftur, þar sem prinsinn vildi
giftast henni. Það var haldið brúðkaup
og mikil veizla, og þegar konungurinn
dó, urðu Gullsól og prinsinn drottning
og konungur yfir báðum ríkjunum.
Þýtt úr norsku
Sigríður J. Hannesdóttir.
Kennarinn: — Ilvað er mænan?
Drengurinn: — Það er dálítið, sem geng- ■
ur [ivcrl í gegnum fólk. Á öðrum enda
hennar er höfuðiö — og á hinum erum
við!
180 VORIÐ