Vorið - 01.12.1965, Side 40

Vorið - 01.12.1965, Side 40
dagur. einnig hjá Lata-Hans. En á mánu- daginn íór hann aftur til vinnu. Enn fékk hann vinnu hjá bónda einum og fékk asna að launum. Það gekk ekki greiðlega að koma asn- anum upp á bakið, það tókst þó að lok- um. Svo þrammaði hann af stað með hina þungu byrði sína. Nú hagaði svo til að hann varð að fara fram hjá bæ einum, þar sem ríkur bóndi bjó með dóttur sinni. Hann átti bara þessa einu dóltur og hún var bæði heyrnarlaus og mállaus. Hún hafði aldrei á ævi sinni hlegið og læknarnir sögðu, að hún myndi aldrei geta talað fyrr en einhver hefði komið henni til að hlæja. Þegar Lati-Hans kom heim og sagði frá þessum óförum, sagði móðir hans: „Ja, þvílíkur dauðans vesalingur. Þú hefðir átt að setja band á köttinn og teyma hann á eftir þér.“ „Þetta skal ég gera næst,“ sagði Lati- Hans. Laugardaginn fékk hann vinnu hjá slátrara einum og fékk stórt kjötstykki að launum. Og Lati-Hans gerði nú eins og móðir hans hafði sagt honum. Hann setti band um kjötstykkið og dró það á eftir sér á forugum og ósléttum vegin- um. „Þú ert nú meiri hálfvitinn,“ sagði móðir hans. „Þú áttir að vera svo viti borinn að hera heldur kjötið á bakinu.“ „Það skal ég gera í næstu ferð,“ sagði Lati-Hans. Sunnudagurinn var auðv.itað hvíldar- 182 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.