Vorið - 01.12.1965, Síða 42

Vorið - 01.12.1965, Síða 42
burt. Þeir ferðuðust bæði nótt og dag og loks komu þeir að næsta kóngsríki. A bekk í garðinum sat falleg prins- essa í Ijósbláum kjól og kórónu á höfði. Hundurinn fór til hennar og sagði: — Eg er svangur og þyrstur, vof-vof, getur þú gefið mér ofurlítinn mat og vatn? Þá varð hún ennþá reiðari en hin prinsessan og sagði: Burt með þig, hundur. Þú ert svo ljótur, að ég vil ekki hafa þig í garðinum mínum. Og hún rak hann burt. En prinsinn beið fyrir utan og hafði fylgzt með öllu. Hann varð nú enn hryggari en í fyrra skiptið. Nú var að- eins eitt konungsríki eftir. Ef til vill fæ ég enga drottn.ingu, hugsaði hann. Svo borðuðu þeir og héldu ferðinni áfram. Þeir ferðuðusl bæði dag og nótt og þegar þeir komu að þriðju höllinni, var Iitli hundurinn svo þreyttur og solt- inn, að hann gat varla gengið. Prinsinn vísaði hönum inn um hallarbliðið og hann fetaði sig hægt upp að bekknum, þar sem prinsessan sat. Hún var ennþá laglegri en hinar prinsessurnar. Hund- urinn leit til hennar biðjandi augum og sagði: — Eg er þyrstur og svangur vov- vov, viltu vera svo góð að gefa mér svolítið að éta og drekka? — Nei, hvað þú erl snotur, sagði pr.insessan og brosti vingjarnlega. — Komdu með mér og þá skaltu fá eins mikið að borða og drekka eins og þú vilt. Auminginn litli, fylgdu mér. Svo fóru þau inn í stóra eldhúsið og þar fékk hann bæði mjólk og fiskibollur, kjötbollur og margt fleira, sem hún fann í skápnum. — Borðaðu eins og þú getur, sagði prinsessan og brosti vingjarnlega. — Nam, nam, sagði hundurinn. Og hann át eins mikið og hann þoldi. Aldrei hafði honum þótt neinn matur eins góður. — Vov, sagði hann og sleikti út um. Það merkti: Þökk fyrir matinn. Og svo fylgdi hann prinsessunni eftir út í fallega garðinn, þar sem voru mjóir stígar, fagrir grasfletir og mikið var af blómum og fa'llegur gosbrunnur. Þar stóð pr.insinn. Og hann var ham- ingjusamur, Því að nú hafði liann fund- ið drottningarefnið sitt. Ráðningar á gömlu gátunum á bls 189: 1. Ungbarn, fullorðinn, gamalmenni. 2. Sæbjörg. 3. Stjörnurnar. 4. Selurinn. 5. Sendibréf. 6. Blekbytta. 7. Höfuðfatið. 8. Skórnir, 184 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.