Vorið - 01.12.1965, Qupperneq 43

Vorið - 01.12.1965, Qupperneq 43
DRENGLYNDI „Þarna fór þetta. Alltaf er ég jafn heppinn,“ sagði Bjarni. Hann var aS taka til í leirvörubúð, þar sem hann var vikadrengur, og eitthvað af leirvöru datt niður og brotnaði. Húsbóndi hans hafði heyrt brothljóöiö og kom til hans, ekki sem blíðastur á svipinn. „Hvernig stóð á því, að þetta brotn- aði?“ spurði hann með þjósti. „Ég hef líklega sett það of tæpt á hilluna,“ svaraði Bjarni. „Mér þykir mjög fyrir því.“ „Hvað gagnar það? Ekki verður það, sem brotið er, heilt aftur, þó gð þér þyki fyrir því,“ svaraði húsbóndi hans. „Þetta er nú í fimmta sinn, sem þú mölvar fyr.ir mér á þessum eina mánuði, sem þú hefur verið hér.“ „Já, það er satt,“ sagði Bjarni rauna- lega. „Ég get ekki þolað það,“ sagði kaup- maðurinn. „Það var lán, að þetta skyldi vera ódýrt, en það hefði eins getað verið dýrt postulín. Það er bezt fyrir þig að leita þér að, vinnu annars staðar.“ Þetta þótti Bjarna slæmt, því að hann var hræddur um, að það myndi reynast erfitt að fá aðra vist. Og það reyndist líka svo, hvernig, sem hann leitaði fyrir sér, gat hann enga vinnu fengið. Einn dag nokkru síðar varð honum gengið framhjá búðinni, sem hann hafði áður unnið í, og þá sá hann, að kaupmaðurinn var að sýna konu postu- lín, sem var til sýnis í einum glugganum. Nokkra stund gekk hann áfram hugsi. Svo sneri hann við og gekk inn í búð- ina. „Ég kom til að láta yður vita,“ sagði hann, „að tveir postulínsbollar þarna í glugganum eru dálítið sprungnir. Það ber ekki á því, nema vandlega sé aðgætt. Mér varð það einu sinni á að slá þeim saman, þegar ég var að flytja þá til.“ Kaupmaður.inn horfði á hann þegj- andi nokkra stund. Svo sagði hann: „Hvernig stendur á því, að þú kemur til að segja mér frá þessu?“ „Ég ætlaði mér í fyrstu ekki að gera það,“ svaraði Bjarni. „Ég hugsaði, að það myndi ekki gera mikiö til, því að sennilega tæki enginn eftir sprungunni. En þegar ég fór að hugsa betur um það, fann ég, að ég mátti ekki leyna því. Faðir minn talaði oft við mig um ráð- vendni. Hann sagði mér, að sá hefði alltaf verra af rangindum, sem þau gerð.i en hinn, sem fyrir þeim yrði. Mér datt í hug, að einhver kynni að kaupa þessa bolla og taka eftir sprungunum og saka yður svo um svik, eða annar piltur kynni að fá vinnu hjá yður og honurn yrði svo saklausum kennt um þetta. Mér fannst því réttara að segja yður hrein- skilnislega frá þessu. Þegar mér tekst að fá vinnu skal ég borga yður skaðann eins fljótt og ég get. Bjarni áleit nú, að erindinu væri lokið og bjóst til að fara út. „Bíddu ofurlítið,“ sagði kaupmaður- VORIÐ 185

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.