Vorið - 01.12.1965, Side 48

Vorið - 01.12.1965, Side 48
ORÐSENDING TIL LESENDA i Kœri lesandi. Þessum árgangi Vorsins er hér með lokið. Þrjú börn, sem unnið hafa verðlaun Vorsins og Flugfélags íslands fyrir ritgerðir, haja ferðast með flugvélum um loftin blá á árinu, eitt til Lundúna, en hinn innan lands. Ferðasögur þeirra með myndum birtast í nœsta árgangi. Sennilega fáið þið, lesendur góðir, tœkifœri til að keppa um svipuð verðlaun á nœsta ári. Hver ykkar skyldu þá hljóta verðlaunin? Svo langar mig til að biðja ykkur um að reynast Vorinu vel. Það laun- ar ykkur það með því að verða fjölbreyttara og skemmtilegra. Það er þrennt, sem ég vil biðja ylckur um. Það er þetta: í fyrsta lagi að greiða Vorið skilvíslega, bœði til útsölumanna og þeg- ar ykkur er send póstkrafa fyrir árgjaldinu. Það er ekki heiðarlegt að endursenda póstkröfur eftir að vera búinn að taka á móti tveimur eða þremur heftum árgangsins. í öðru lagi að útvega því nýja kaupendur og senda nöfn þeirra til af- greiðslunnar. Ef hver kaupandi útvegaði einn nýjan áskrifanda, gæti Vorið stœkkað mikið. í þriðja lagi að senda Vorinu efni til birtingar. Ég veit, að mörg ykkar geta sagt frá mörgum skemmtilegum og atliyglisverðum atburðum. Gott er að myndir fylgi frásögnunum. Segið einnig álit ykkar á blaðinu. Svo langar Vorið að lokum að biðja útsölumenn að senda Vorinu myndir aj sér og nokkrar upplýsingar, t. d. um aldur og upplýsingar um störf eða nám. Utanáskriftin er: V 0 R I Ð Pósthólf 177, Alcureyri. 190 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.