Vorið - 01.12.1972, Page 6
Honum ofbjóða aðfarirnar og fer heim
að sofa, en við og við vaknar hann, því
söngurinn gerist æ háværari eftir því sem
á nóttina líður.
Brátt verður nauðsyn að senda ein-
hverja af eldri drengjum amtmannsins til
náms í Danmörku, því að enginn latínu-
eða menntaskóli er þá í Pæreyjum. Aðeins
14 ára varð náttúrubarnið frá Færeyjum
að fara á heimavistarskóla í Danmörku, að
Herlufsholm. Niels virðist ekki liafa unað
sér sérlega vel þarna. Honum gekk námið
heldur stirðlega, því að undirbúningurinn
frá Færeyjum var engan veginn sambæri-
legur við þá kennslu, sem Kaupmanna-
hafnardrengirnir höfðu notið, enda sat
hann eftir í bekk, og skólastjórinn skrifar
um hann: „Niels Finsen er elskulegur
drengur, en hæfileikarnir eru takmarkaðir
og svo skortir hann algerlega allan dugnað.
Og hálfu öðru ári síðar, þegar hann er
fluttur í Reykjavíkurskóla, segir rektor-
inn þar: „Ég er hræddur um það, Niels,
að það verði aldrei maður úr þér.“ En
þar fékk hann þó fyrst áhuga fyrir nátt-
úrufræði og löngunin til þess að verða
læknir lét þar fyrst á sér bæra.
Hann er fermdur í Færeyjum af hinum
nafnkimna Hammershaime, sem er vinur
f j ölskyldunnar.
Um þessar mundir skrifar hann Ólafi
bróður sínum bréf: „Kæri Ólafur bróðir.
Þakka bréfin þín. Vilhjálmur frændi var
hér í gær og sagði, að ég ætti 11. ágúst að
fara með „Díönu“ til Færeyja og þann
16. þaðan með „Arcturus“ frá Kaup-
mannahöfn til íslands. Ég á að búa þar
hjá ömmu og skólagjöld eru engin.“ Og í
október 1876 tekur María amma hans á
móti honum. Hún hefur verið ekkja í 4 ár.
Þeim lyndir vel saman, ömmunni og
drengnum, sem verður brátt augasteinn
hennar.
Skólagangan í Reykjavík verður honum
fyrst í stað dálítið erfiður reynslutími.
Bekkjarbræðurnir eru misjafnir að aldri
og þroska, sumir eru þrítugir. Sjálfur er
hann aðeins sextán ára. Og svo tefur mál-
ið fyrir honum.
Hann skrifar Ólafi 17. 10. 1876 smá lýs-
ingu á nokkrum kennaranna: „Rektor er
gamall maður, sem ekki hefur mikið að
segja. . . er feitlaginn maður, sem þykii'
sopinn góður. . . S. G. kennir okkur trúar-
brögðin (mjög feitur og elskulegur) . . .
P. M. kennari í sögu (mjög gamaldags og
viðfelldinn)“ — Þetta lagast þó allt fljót-
lega, og 2. des. 1876 skrifar hann Ólafi aft-
ur: „Þetta, sem ég skrifaði síðast um kenn-
arana eru ýkjur, mér falla þeir nú vel í
geð. Námið gengur betur. Síðast var ég
14., en nú fimmti. Ég tala enn ekki ís-
lenzku, en er farinn að skilja málið.“ Og
svo lýsir hann skólahaldinu: „Ég fer á
fætur kl. 8,30 og á að vera mættur í skól-
anum kl. 7,50. Hann hefst með bæn, þ.e.a.s.
fyrst er sunginn sálmur og því næst tónar
einhver piltanna, svo les annar piltur bæn,
og þá er sunginn sálmur. Þessi andakt tek-
ur 12 mínútur. Allir piltar nefnast skóla-
piltar. — Sama andakt er endurtekin á
kvöldin kl. 10.“ Niels býr ekki nema 5—6
mínútna gang frá skólanum. En á óstund-
vísi er tekið stranglqga. Honum fellur vel
jafnréttisandinn í skólanum: „Fúxinn og
dúxinn njóta jafnréttis meðal skólafélag-
anna.“ Fer á „rall“ í skólanum og stöku
sinnum í útreiðartúra. Hann eignast ís-
lenzka vini, m.a. Sveinbjörn Sveinbjörns-
son, síðar yfirkennara í Árósum, og Jón
Helgason, síðar biskup, og kynnist frænd-
um sínum, landfógetasonunum Hannesi og
6
VORlíJ