Vorið - 01.12.1972, Page 24

Vorið - 01.12.1972, Page 24
Enn var komin jólanótt. Á borðinu stóð grenitréð, og á því loguðu svo mörg ljós, eins og himininn hefði hengt í það allar stjörnur sínar. 1 herberginu voru þrjú börn, Hans, Gréta og vöggubarn. Hans hafði verið gef- inn sleði, Grétu brúða og vöggubarninu fallegir litlir skór; við þá hafði það reyndar ekkert að gera, því að það var enn ekki farið að ganga, en það hafði ekki augun af hinni leiftrandi stjörnu á greni- trénu. Gréta tók brúðuna sína, setti hana á gólfið og hafði gaman af, að hún gat dansað. Hans skoðaði sleðann sinn að aft- an og framan, ofan og neðan, utan og innan, og þegar því var lokið, sagði liann: „Þetta er alls ekki minn sleði.“ „Hvers vegna ekki?“ spurði faðir hans. „Þessi sleði er rauður að innan og blár að utan, ég hafði viljað eignast sleða, sem væri blár að innan og rauður að utan. Þú hefur sjálfsagt beðið um skakkan sleða, pabbi.‘ ‘ „Iivernig getur þú ætlað honum pabba þínum slíkt?“ sagði mamma Hans. „Hann hefur beðið um réttan sleða, en það hafa orðið einhver misgrip hjá jólabarninu.“ Það hélt Hans að væri óhugsandi um jólabarnið. Hann skyldi fara til þess, ef hann rataði, og spyrja það, hvernig á þessu stæði. Á þessu var hann að stagast allt kvöldið. En svo urðu börnin syfjuð, og móðir þeirra kom þeim í rúmið. „Mamma,“ sagði drengurinn í svefnrof- unum, „hvar kom jólabarnið hingað inn?“ „Um framdyrnar reið það inn á gólfið.“ „Og hvar fór það út?“ „Um liliðardyrnar.“ „En þær eru of lágar fyrir ríðandi mann.“ „Það fór af baki drengur.“ „Og fór það svo á bak aftur fyrir utan dyrnar? Og hvað er orðið af því?“ Jesúbarnið þeysir fyrst um þöglan greniskóg, um þéttan, undurfagran vetrarskóg, napur bítur kuldinn, og kristall prýðir snjó, kristall skein mót tunglinu og hló. BarniS spurSi krumma tvo, sem krunkuSu viS ský: „Er himnahliSiS gullna opiS, vinir góSir?“ Þeir sögSu: „ÞaS er lokað, en lýkst upp brátt á ný“. „Þá held ég“, segir barniS, „áfram ferS um f jallaslóðir' ‘ • Um Álfavatns glitrandi ísahjarn ríður á jólanótt Jesúbarn, það bindur fák sinn i friSsæla lág og gengur á öræfi grett og há. Ef þú tindsins efsta klífur hjarnið án þess nokkru sinni að hverfa frá, mundu finna blessað Jesúbarnið, sem bíður þín í næstu dalalág. Svo mælti móðirin og slökkti með liægð 24 VO RIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.