Vorið - 01.12.1972, Page 32
niður í þessar iiugaanir, að liann lieyrði ekki orð
greifans.
„Prófessor, viljið þér skrifa bréfið til Tom?
Handleggurinn er ekki orðinn jafngóður.“
„Já, með ánægju, með ánægju,“ sagði Paganel.
„Eg er tilbúinn.“
Hann tók upp vasabók sína, reif blað úr henni
og gerði sig líklegan til að skrifa:
„Pyrirskipun til Tom Austin um að létta akk-
erum og sigla „Duncan“ til . . . “ Paganel var
að enda við að skrifa orðið ,,til,“ þegar honimi
varð litið á fréttablað majórsins, „Australie and
New-Zealand“, sem lá við fætur hans. Það var
þannig brotið saman, að síðustu stafirnir í New
Zealand sáust aðeins. Paganel virtist nú gleyma
öllu, bæði Glenvan og bréfinu, sem hann var að
skrifa.
„Jæja, herra prófessor,“ sagði greifinn.
„Ég er heimskingi!“ mælti prófessorinn.
„Hvað eruð þér að segja?“ spurði majórinn.
„Ekki neitt, ekki neitt,“ svaraði prófessorinn,
en tautaði stöðugt fyrir munni sér: „aland,
aland' ‘.
Prófessorinn hafði sprottið upj) úr sæti sínu og
stóð nú með blaðið í hendinni. Hann sneri því
milli handanna sitt á hvað, og það var auðséð,
að hann bjó yfir einhverju, sem hann langaði til
að segja.
Allir horfðu undrandi á þessar aðfarir hans,
en svo var eins og hann áttaði sig, liann settist
aftur niður og spurði: „Ilvað á óg að skrifa?“
Glenvan las fyrir Iionum eftirfarandi bréf:
„Eyrirskipun til Tom Austin um að létta sam-
stundis akkerum og sigla „Duncan' ‘ til austur-
strandar Ástralíu á 37. breiddargráðu."
„Ástralíu?" endurtók Paganel.
Þegar hann hafði lokið við að skrifa bréfið.
rétti hann greifanum það, og er liann hafði ritað
nafn sitt undir, lokaði liann bréfinu, og Paganel
skrifaði utan á það með skjálfandi hendi:
„Til Tom Austin,
skipstjóra á skemmtisnekkjunni „Duncan“,
Melbourne.' ‘
Að þvi búnu gekk hann út úr vagninum, en
tautaði í sífellu: „aland, alaud!“
Næsti kafli heitir:
OF SEINT
ÞEIR áskrifendur og útsölumenn, sem ekki hafa ennþá gert
skil, eru beðnir að athuga, að gjalddaginn var 1. maí.
Gerið skil fyrir áramót!
Með beztu kveðjum
Útgefandi.
32
VORIÐ