Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1993, Page 19

Bjarmi - 01.12.1993, Page 19
Okkur mömmu tókst aö flýja inn í skóginn. Við vorum slypp og snauð, höfðum engan eld, ekkert. Okkur var kalt á nóttunni og höfðum ekki maníok að drekka. Hungrið svarf að okk- ur og mýflugurnar voru að gera út af við okkur. En við flýðum öll þessi vígaferli og vorunt ein unt tveggja ára skeið. Manndrápin tvístruðu okkur öllum. Þannig var hegðun okkar fyrrum. Þeir eru mannætur Ég var sífellt hræddur um að kóvodar (þeir sem koma utan að, útlendingar) kæmu og skytu mig. Kóvodar eru allir mannætur. Mamma hafði varað mig við því að láta fótspor sjást eft- ir mig við ána, þá myndu þeir hafa uppi á mér. Ef við rákumst á kóvoda felldum við þá af ótta við að þeir kæmu fleiri saman til að drepa okkur og ræna börnum okkar með leynd. Mojpa var okkar verstur í manndrápunum. Kóvodi einn drap nokkra ættingja hans og Mojpa lét reiði sína bitna á okkur öllum. Við lögðum á flótta. Svo felldi hann kóvodann og eftir' það gekk hann berserksgang og varð ólæknandi manndrápari. íteka bernskuvinur minn batt trúss sitt við hann og þeir fóru um og úthelltu blóði. Við urðum að flýja undan íteka og Mojpa. Þeir myrtu systur mína og sátu um líf mitt. Við forðuðum okkur langt í burtu, byggðum okkur hús, felldum tré og tókunt að rækta garð. Þetta voru maníok, bananar, hnetur og sætar kartöfl- ur. Blóðhefnd Einn daginn var mér sagt að íma, banamað- ur föður míns, væri kominn. Ég fylltist heift. Ég hafði alltaf vonast til að geta stytt honum aldur vegna föður míns. Ég sagði að við yrðum að drepa hann, annars yrði hann fyrri til. Við lögðum af stað og fundum Ima og hóp- AÐ UTAN Geketa er eiiut þeirra sem réÖust á kristni- boðana fimm og felldu þá með spjótum sínum ífrurnskógum Ekvadors 1956. Nú er hann orðinn kristinn. Hér segir hann sögu sína. Það hlýtur að vera kærleik- ur sem knýr þá til að gefa okkur þetta. Okkur var Ijóst að þeir ætluðu ekki að gera okkur mein.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.