Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.1995, Page 14

Bjarmi - 01.10.1995, Page 14
AFMÆLI Hvers vegna gekkst þú í Gídeonfélagiö? Gunnar Þór Pétursson, 26 ára laganemi, gekk í Gídeonfélagið á afmælisárinu 1995 „Eg hafði sjálfur haft góð kynni af félaginu, allt frá því ég íekk mitt Nýja testamenti 10 ára gamall, og langaði til að leggja mitt af mörkum til að fleiri fengju að kynnast orði Guðs á þann hátt sem ég hef fengið að reyna það.“ kringum inntökuskilyrðin. Hver umsókn um inn- göngu er vegin og metin af landsstjórninni, en hingað til hefur afar fáum umsækjendum verið synjað um inngöngu. Við höfum spilað þetta nokkuð eftir eyranu og reynt að taka tillil til þeirra aðstæðna sem við búum við. Island er fiskimanna- þjóðfélag, en Bandaríkin aftur á móti bænda- samfélag. í Bandaríkjunum fá bændur inngöngu í Gídeonfélagið og því þá ekki t.d. íslenskir skip- stjórnarmenn? Við höfum tekið menn inn í félagið sem uppfylla ekki hugmyndir um ströngustu inntökuskilyrði, en að mínu viti hafa margir þeirra reynst vera meðal okkar bestu manna. í langflestum tilfellum er þó reynt að hafa í heiðri þær reglur um inntökuskilyrði sem settar eru af Alþjóðasamtökum Gídeonfélaga, enda uppfylla um 80% félagsmanna hér á landi inntökuskilyrðin. Ymsir vilja núa okkur því um nasir að Gídeon- félagið sé snobbklúbbur, en það er langt í frá. Vissulega eru til Gídeonfélagar sem eru sterkefnaðir, en að megninu til erum við ósköp venjulegir menn og margir jafnvel láglaunaðir. Á Gídeonmóti í Bandaríkjunum kynntist ég þarlendum kennara sem tjáði mér að hann myndi byrja að spara fyrir næsta móti um leið og hann kæmi heim, en slík mót eru haldin einu sinni á ári. Eins og fram hefur komið starfa Gídeonfélög í 172 þjóðlöndum, en af þeim eru um 80-90 með afar lágar þjóðartekjur pr. einstakl- ing. I þessum löndum tekur það marga Gídeon- félaga heilan mánuð að vinna fyrir ársgjaldinu." Stöndum vörö um kjarnaatriöin „Varðandi trúarlega þáttinn er ákveðin klásúla í inntökubeiðni okkar þar sem spurt er hvort um- sækjandi trúi á tilvist „hins óendanlega eldsdíkis fyrir hina ófrelsuðu" og er þar vísað til Opinberunar- bókar Jóhannesar 20:10 og 14-15. Margir hafa hnotið um þessi orð og ekki treyst sér til að skrifa undir þau. Eg get nefnt þér sem dæmi að fyrir örfáuin árum kom upp ágreiningur meðal Gídeonmanna í Þýskalandi um þetta tiltekna atriði í inntöku- beiðninni. Þeim sem ekki gátu fellt sig við stefnu félagsins var gert að fara, en það kostaði að 25% félagsmanna í Þýskalandi sögðu sig úr félaginu. Reyndar eru margir þeirra komnir aftur. Gídeonfélagar trúa að Biblían sé innblásið, óskeik- ult orð Guðs. Allt sem þar er ritað er sannleikur. Vissulega er alltaf hætta á því að einhverjir komist inn í félagið sem meina ekkert með því að játast undir þau trúarlegu inntökuskilyrði sem sett eru. Við því er ekkert að gera, en ég get fullyrt að þeir kemur til okkar eftir kirkjuheimsóknir og greinir okkur frá því að það hafi komist til lifandi trúar af lestri orðsins. Þessir vitnisburðir eru afar uppörv- andi, ekki síst ef maður hugsar til þess að án efa fáum við ekki að heyra um nema brot af þeim ávöxtum sem starfið skilar." - Hverjirfá að ganga ífélagið hér á landi? Kári: „Ef farið er nákvæmlega eftir ritúalinu, þá eru mönnum settar nokkuð þröngar skorður um aðgang. Gídeonhreyfingin er fyrst og fremst félags- skapur kristinna verslunar- og sérmenntunarmanna, með sérmenntun er átt við t.d. lækna og lögfræðinga svo eitthvað sé nefnt. Auk þessa þurfa félagar hafa náð 21 árs aldri. Hérlendis hefur oft verið farið En hvers vegna ættum við að eyða peningum í einhverjar glansútgáfur fyrir Islendinga á sama tíma og mörg önnur Gídeonlönd geta ekki staöið undir eigin dreifingu? 14

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.