Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.05.1998, Side 20

Bjarmi - 01.05.1998, Side 20
hann var maður til að standa upp og segja: „Ég hafði rangt fyrir mér. Ég er búinn að sjá hverjir þeir eru“ - og svo barðist hann gegn þeim. Hann hafði verið í uppáhaldi hjá nasistunum og hefði getað gert allt sem hann vildi en hann sneri við blaðinu. Enda segir hann sjálfur: „Ekkert er eins hættulegt og dauður sannleikur. Maður verður að segja sannleikann þegar hann vitjar manns. Það er ekki hægt að leggja sannleikann i salt þvi þá verður hann hættulegur. Maður verður að segja hann strax.“ Og það gerði Kaj Munk. Hið sama má segja um Jardin. Fyrir honum var það nauðsyn að segja sannleikann. Og þegar við skoðum Biblíuna eru skilaboðin þessi: Veriði þið sjálf. Þið verðið að þora að standa á þvi sem þið eruð. Sannleik- urinn mun gjöra yður frjálsa. Það kemur fram í leikskránni að kross- inn skipi háan sess í leiksýningunnt Já, það er rétt og ef ég má segja sög- una af þessum krossi þá verð ég að fara tíu ár aftur í tímann þegar Kaj Munk var settur upp, en þar var atriði þar sem Kaj Munk segist ekki skilja af hverju Jesús heimsótti aldrei vin sinn Jóhannes í fangelsinu. „Kannski var það,“ sagði Kaj Munk, „af því að Jesús vissi að það er fólgið í eðli sannleikans að hann um stund geri og eigi að gera mann mjög einmana." Um leið og hann sagði þetta litu allir á Kristsmyndina sem er í kapellunni í Hallgrímskirkju,- það er stórt málverk af Kristi á krossin- um. Þetta var óskaplega áhrifaríkt því að fólkið horfði á þessa einmana mann- veru á krossinum og fór að velta fyrir sér þessu með eðli sannleikans, eðli kristindómsins. Um vorið, eftir sýningarnar á Kaj Munk hér heima, var ákveðið að leika Kaj Munk í Kaupmannahöfn. Ég var búin að skoða aðstæður í Vartov-kirkju í Kaupmannahöfn þar sem við áttum að leika. Þetta er gömul kirkja rétt hjá Ráð- hústorginu, alveg yndisleg kirkja, en þar var engin altaristafla. Þar var predik- unarstóllinn yfir altarinu, eins og úti í Viðey. Svo ég hugsaði með mér: Ég sleppi bara þessari setningu um sannleikann og sleppi því að láta leikarana líta upp á Kristsmyndina. Svo hef ég eina æíingu og daginn eftir átti allt dótið okkar að fara með skipi til Kaupmannahafnar. En æfingin án Kristsmyndarinnar var einskis virði. Ég man að ég var alveg eyðilögð og fór niður í fjöru með hund- inn minn um morguninn. Það átti að sækja gáminn klukkan sex um eftirmið- daginn. Og ég fór að biðja og biðja og svo hugsaði ég: Heyrðu, þig vantar Kristsmynd. Þú hlýtur að fá Krists- mynd! Og ég labbaði mér upp í Landa- kotskirkju þar sem tók á móti mér franskur prestur. Ég sagði honum þetta furðulega erindi mitt, að ég þyrfti að fá mynd af Kristi á krossinum. „Já,“ sagði hann, „við verðum að hringja í hann séra Georg.“ Og séra Georg segir við mig: „Já, Guðrún mín, þú komst að skemmta börnum á afmæli kaþólsku kirkjunnar í fyrra. Nú er komið að okk- ur að gera eitthvað fyrir þig.“ Svo var mér fylgt um prestsbústaðinn og franski presturinn sýndi mér ýmsa krúsifixa. Að lokum fór hann með mig inn í kapellu prestanna og þar bar fyrir augu mér sá fegursti krúsifix sem ég hef aug- um litið. Presturinn signdi sig og kraup frammi fyrir myndinni, gekk svo að henni og sagði: „Getur þú notað þessa?" - Síðan hjálpaði hann mér að bera myndina út í bílinn sinn og við keyrðum að gámnum. Ég var með lykla að gámn- um og þegar við erum að koma mynd- inni fyrir segir presturinn: „Það hefur oft verið beðið frammi fyrir þessari mynd. Þetta er elsta altaristafla kaþ- ólsku kirkjunnar á íslandi.“ Þá hljóp ég heim, sótti sængina mína og setti yfir krúsifixinn og lokaði svo gámnum. Dag- inn eftir hringdi ég í framkvæmdastjór- ann, heldur betur roggin: „Jæja, ég er búin að útvega krúsifix.“ - „Hvað seg- irðu?“ - Svo segi ég henni frá Krists- myndinni. „Þú hefur auðvitað látið tryggja hann?“ - „Nei...“ - „Þú hefur auðvitað látið smíða utan um hann kassa?“ - „Nei, ég setti bara sængina mína yfir hann.“ Svo er bara hringt með látum niður á höfn - og þeir segja: „Nei, því miður, gámurinn er kominn niður í skipið." Ég ætla ekki að reyna að lýsa því hvemig mér leið. Ég sá fyrir mér úfinn Ekkert er eins hættulegt og dauður sannleikur. Maður verður að segja sannleikann pegar hann vitjar manns. Það er ekki hægt að leggja sannleikann í salt pví pá verður hann hættulegur. Maður verður að segja hann strax.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.