Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.05.1998, Side 22

Bjarmi - 01.05.1998, Side 22
Kjartan Jónsson Verður fslenska kirkjan áhorfandi eða þátttakandi í kristniboði alheimskirkjunnar á næstu öld? r. Torbj0rn Lied, aðalfram- kvæmdastjóri Santalmis- jonen í Noregi, átti skamma ______ dvöl hér á landi á dögun- um. Santalmisjonen er þriðja stærsta kristniboðshreyfing Nor- egs og hefur um 80 kristniboða í þrem- ur heimsálfum auk þess sem umfangs- mikið starf er rekið í Noregi. Santalmisjonen hefur í samstarfi við norsku þjóðkirkjuna þreifað sig áfram með leiðir til að gera kristniboð að eðli- legum hluta safnaðarlífs norskra safn- aða. Eitt af því sem hefur geflst vel eru gagnkvæm bænasambönd á milli safn- aða í Noregi og í kristniboðslöndunum. Söfnuður í Noregi og söfnuður í kristni- boðslandi skuldbinda sig til að biðja reglulega hvor fyrir öðrum en skiptast einnig á fréttum og upplýsingum. Um 50 slíkum samböndum hefur verið komið á með mjög góðum árangri. Víða Árið 1910 hafði helm- ingur jarðarbúa ekki haft nein kynni afkristin- dómnum en nú er talið að aðeins 18% jarðarbúa hafi ekki kynnst honum. Sr. Torbjorn Lied. hefur aukið bænastarf leitt til trúarlegs vaxtar og blessunar. Þrjár ráðstefnur Torbjorn er mjög vel að sér um málefni kristni og kristniboðs á alþjóðavettvangi og fjallaði um nýjustu strauma varðandi stöðu og útbreiðslu trúarinnar á meðal mótmælenda um þessar mundir í erindi sem hann flutti í heimsókn sinni hér á landi. Edinborg 1910 Hann hóf mál sitt á að vitna til hinnar miklu kristniboðsráðstefnu sem haldin var í Edinborg árið 1910. Hún markaði tímamót í kirkjusögunni. Þá komu um 2.000 leiðtogar frá ílestum heimshorn- um og íjölluðu um hvernig ná mætti heimsbyggðinni með fagnaðarerindi Jesú Krists. Meiri hluti þátttakenda kom frá Vestur-Evrópu og Norður-Am- eríku. í lok ráðstefnunnar var eftirfar- andi yfirlýsing gefin: „Flytjum heims- byggðinni fagnaðarerindið i okkar kyn- slóð. Tökum til hendinni, hvaða fórnir sem það kann að kosta okkur, þannig að bæði líf okkar og dauði sé helgað því að ná heimsbyggðinni með fagnaðarer- indið - í okkar kynslóð.“ Mönnum varð ekki að ósk sinni. Þeg- ar ráðstefnan var haldin voru um 33% mannkyns í kristnum kirkjum. Nú í lok aldarinnar eru kristnir menn enn að- eins 33% af mannkyninu. Munurinn er sá að nú eru kristnir menn miklu íleiri, eða um tveir milljarðar, enda er mann- kynið miklu fjölmennara. Árið 1910 hafði helmingur jarðarbúa ekki haft nein kynni af kristindómnum en nú er talið að aðeins 18% jarðarbúa hafi ekki kynnst honum. Torbjom bar saman tvær alþjóðaráð- stefnur um kristniboð, í Salvador í Brasilíu árið 1996 og Pretoriu 1997. Salvador 1996 Ráðstefnan í Salvador var haldin á veg- um Alkirkjuráðsins og bar yfirskriftina: „Fagnaðarerindið og menningin." Þátt- takendur vom 600 frá um 100 löndum. Þar vom margir góðir íyrirlestrar haldn- ir og áhersla lögð á mikilvægi þess að sérhver kristinn söfnuður taki hlutverk

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.