Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 7
„Sköpun, líf og ljós,“ var heiti sýningar Benedikts Gunnarssonar í Hallgrímskirkju. Vílcjum nú að sýningunni á verlcum ejtir þig í anddyri Hallgrímskirkju þar sem þú sýnirjyrst ogjremst trúarleg verk. Hvert er íhugunarejnið á sýningunni? Á sýningunni skarast raunverulega nokkrir þættir. Ég kalla hana Sköpun, líf og ljós. Það eru sköpun, líf, trú og vísindi, einkum vísindalegar rannsóknir í eðlis- og geimvísindum, sem eru kveikja verkanna þannig að í þeim skar- ast trúin, listin og vísindin. Þetta hefur verið mér hugstætt lengi þegar ég hef verið að vinna að því sem við getum kallað nýsköpun myndmáls þar sem trúin er megininntak. Verkin byggja á Biblíunni, bæði Gamla og Nýja testa- mentinu. Ég tengi saman sköpunarsög- una, upphaf Biblíunnar og þessa sí- „Kraftaverkið - unglingarnir í eldsofninum" eftir Benedikt Gunnarsson, iistmálara. felldu leit mannsins út í geiminn, leit- inni miklu í óræðuin víddum að nýjum uppgötvunum og nýrri sýn á sköpunar- verkið mikla sem verður aldrei full- kannað. Verkin vísa til þeirrar leitar og það má segja að und- irrótin sé trúin. Nú er eitt verkanna þar aj Jesú i Get- semane og ég hej annars staðar séð sama viðfangsefni á mynd ejtir þig. Er Getsema- neglíma Jesú þér hugleikin? Já, ég hef gert margar myndir af Jesú í Getsemane. Þetta viðfangsefni kemur upp aftur og aftur þegar maður hugsar um sjálfan sig og eigin glímu, lífsglímuna og bar- áttu einstaklings- ins. Þetta fjallar líka um traust, um örvæntinguna, ótt- ann, sársaukann og vonbrigðin. Þá er spurningin stóra þessi: Stenst ég álagið og hvað er til hjálpar manni í neyð? „Hvaðan kemur mér hjálp?" stendur í helgri bók. Þar er svar- að: „Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.“ Það er þessi angist sem mér finnst ögrandi að takast á við, hvort ég geti túlkað hana. Ég hef yfirleitt sýnt Krist einan á þess- um myndum og ekki opnað sýn til ann- arra persóna, hvorki lærisveinanna þar sem þeir sváfu eða her- mannanna sem komu til að handtaka hann. Á sýningunni túlka ég engilinn - birtuna og hjálpina - í mesta ljósstyrk myndar. Myndin byggist á andstæðum ljóss og skugga, myrkri og birtu. Þar sem birtan er í hámarki sé ég fyrir mér á bak við hana eða innbyggt í hana engil- inn sem kom og veitti huggun og styrk á stund angistarinnar. Getsemaneglíma Jesú er mér þannig mjög hugstæð. Ég er ekki einn um það að hafa staðið frammi fyrir miklum ótta og skelfingu þótt það sé ekkert sambærilegt við þessa miklu angist Krists. Mesta angist, sorg og sárs- auki sem ég hef mætt var vegna sonar- missis. Þá fannst mér ég vera eins og einn úti á víðavangi, einn í mínum eigin Getsemanegarði og bar fram þessa spum: Hvaðan kemur mér hjálp? Annað verlc á sýningunni í Hallgríms- lcirkju vekur athygli en það er sótt í þriðja kajla Daníelsbókar og Viðauka við Daní- elsbók í Apokryfum bókum Gamla testa- mentisins, þ.e. sagan af ungmennunum sem sungu Drottni loj í eldsojninum og björguðust úr eldinum Jyrir kraftaverk. Hvað geturðu sagt okkur um þetla verk? Fyrir rúmum 30 árum gerði ég fyrst myndir sem byggðust á þessum texta Apokryfu bókanna. Þá var ég að gera til- lögu að myndum um kjarnorkuárásina á Hiroshima og Nagasaki í Japan. Ég man vel eftir þessum blóðugu stríðsá- tökum „þegar borgir stóðu í báli og beitt var eitri og stáli“ eins og segir í kvæði Steins Steinars. Myndirnar um kjarn- orkuárásina fullgerði ég aldrei en texti Daníelsbókar um unglingana í eldsofn-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.