Bjarmi - 01.12.1998, Qupperneq 13
val en að vera fremst og mest áberandi.
Hins vegar hafði ég þjónað í lofgjörðinni
í Orði lífsins í eitt ár, þá söng ég og spil-
aði á píanó og var stundum ein. Eg sjó-
aðist mjög mikið þar í píanóleik og söng.
Tónlistin, sem er flutt á kristilegum
samkomum, er tvenns konar: Lofgjörð
þar sem fólk gleðst í Drottni, og svo eru
tilbeiðslulögin sem eru oft rólegri. Á
plötunni minni eru fleiri tilbeiðslulög,
þar eru einnig lög sem eru hreinn og
klár vitnisburður. Tónlist getur hjálpað
fólki mjög mikið og lofgjörðartónlist nær
til fólks og opnar fyrir sem mælt orð get-
ur ekki. Múrar hrynja við lofgjörð.
Drottinn býr í lofgjörð barna sinna,
stendur víða í Sálmunum. Eitthvað ger-
ist í lofgjörð og tilbeiðslu sem maður
skilur ekki nema að upplifa það sjálfur.
Venjulega eru tíu til ellefu lög á plötum
með nýju efni en á þessari eru fimmtán
frumsamin lög auk Amazing Grace sem
Gísli flautar með Þóri Baldurssyni sem
þar leikur með á kirkjuorgel.
Það kom mér verulega á óvart þegar
allt fór að flæða í tónlist hjá mér. Ég
vissi allan tímann að þetta voru gjafir
vegna þess að lögin voru betri en þau
lög sem ég hef samið áður. Ég gef Guði
dýrðina vegna þess að hann gaf mér allt
þetta mjög örlátlega. Mér finnst ég ekki
eiga þetta heldur vera ráðsmaður yfir
þessu. Mér fannst þetta vera yndisleg
vinna, allt annar andi var yfir stúdíóinu
við vinnslu á þessari plötu en þegar ég
vann plötur áður vegna þess að við vor-
um að vinna með Guðs orð.
Það var frábært hvernig Drottinn
leiddi mig í þessu máli. Löngu áður en
ég var farin að hugsa til þess að gera
plötu kom trúbróðir til mín og sagði:
„Herdís, hvenær ætlar þú í stúdíó? Ég
vil fá að gera umslagið." Og það varð
þannig og hönnun hans er frábær. Aðrir
fóru að koma og hvetja mig og þegar
vinnslan var farin í gang gekk allt ótrú-
lega vel. Allt gekk upp. Við fengum að
vera meira en mánuð í kirkju Oháða
safnaðarins að taka upp. Það er stæsta
stúdíó sem ég hef unnið í! Og þegar
platan kom út kom t.d. Eiríkur á
Omega að máli við mig og sagði að þeir
vildu gera allt sem þeir gætu fyrir mig.
Mike og Sheila á Lindinni hafa líka verið
frábær. Og enn fæ ég hvatningu úr öll-
um áttum.
Svipaðar sögur hef ég heyrt fleiri
segja. Faðir okkar á himnum er nefni-
lega líka mjög praktískur og fer fyrir
þegar við förum út á akurinn. Þess
vegna er alveg óhætt að hlýða þegar
hann kallar, því hann hefur lofað að
ekki bara fara fyrir okkur, heldur að sjá
um okkur líka. Ég hef ekki fengið betri
plötusamning annars staðar!
Heldur þú að önnur plata komi bráðum
út þar sem þú átt meira ejni?
Mér finnst ekki ólíklegt að svo verði
einhvern tímann en núna fer tíminn í
að kynna og selja þessa plötu til þess að
ná endum saman. Allur ágóði af plöt-
unni upp að 3500 eintökum fer til
Daufblindrafélags íslands og helmingur
ágóða eftir það, en nú er söluátak í
gangi með þeim. Þeir sem kaupa plöt-
una slá tvær flugur í einu höggi: Fá að
heyra uppbyggilega tóniist með textum
beint upp úr Biblíunni og styðja gott
máiefni. Daufbiindir eru mjög einangr-
aðir. í bígerð er að kaupa tölvur með
blindraletursskjá, en með slíkum tækj-
um opnast nýr heimur fyrir daufblind-
um, því að þá geta þeir haft samband
við aðra í gegnum síma og á netinu og
t.d. lesið Morgunblaðið og íslenskar og
erlendar bækur.
Platan fæst í flestum hljómplötuversl-
unum og í kristilegu búðunum, en
einnig er hægt að panta hana í gegnum
síma. Númerið er 520 4022 og er opið
alla virka daga til kl. 22. Laugardaga
má hringja í síma 862 1545.
Ég mun aldrei aftur vera
það sem ég var,
ég mun aldrei aftur bera
það sem ég bar.
Þú léttir því af mér
og gafst mér
alveg nýtt líf,
Faðir.
Ég lofsyng mínum Drottni,
lofa þig á hverjum morgni.
Tigna þig allan daginn,
lausnari minn.
Tónlistin, sem erflutt á kristilegum samkomum, er
tvenns konar: Lofgjörð par semfólk gleðst í Drottni,
og svo eru tilbeiðslulögin sem eru oft rólegri.