Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1998, Page 14

Bjarmi - 01.12.1998, Page 14
Guðlaugur Gunnarsson Golfstraumumn lofar Guð Hafið í Biblíunni Hafið er okkur íslending- um mikilvægt. Úr því sækjum við dýrmætan fiskinn sem er undir- staða efnahagslífsins. Núna er ár hafsins og menn velta fyrir sér hafinu frá öllum sjónarhornum. í þessarri grein munum við skoða hvað Biblían segir okkur um hafið. Á blöðum hennar er talað um hafið í mjög mörg- um myndum og til þess skírskotað á margan hátt. Þessi grein mun aðeins gefa stutt yfirgrip yfir helstu hliðar sem fram koma í orði Guðs. Orðið sem notað er um hafið í Gamla testamentinu skírskotar til Miðjarðar- hafsins. Það er nefnt „hafið mikla" (Jós. 1,4) eða „vesturhafið“ (5. Mós. 11,24). (Hebreska orðið fyrir haf, yam, þýðir einnig vestur). Nokkur önnur höf eru nafngreind eins og Rauðahafið (orðrétt „sefhafið“, 2. Mós.13,18) og Dauðahafið („saltisjór", 1. Mós. 14,3). Svipuð notkun er á orðinu haf í Nýja testamentinu. Prestarnir og hafið í forgarði musterisins var mikil laug sem kölluð var „hafið“ (1. Kon. 7,23). Laugin var búin til úr eir og var kringlótt, 2,5 metrar á dýpt og 5 metrar í þvermál. Áttu prestamir að lauga sig í henni áður enn þeir gengu í musteri Guðs (2. Kron. 4,6). Þessi laug kom í stað eirkersins sem hafði verið í tjald- búðinni. Engan skyldi því furða að prestum þyki gott að sitja í heitu pott- unum. Ekki er gott að segja hvers vegna laugin var kölluð hafið. Tvennt kann að búa þar að baki: Annars vegar stærð hennar og hins vegar táknrænt gildi hennar sem hreinsunarlaugar. Spá- dómsbók Míka 7,19 talar um að Guð muni varpa öllum syndum manna í djúp hafsins. Við tölum í því sambandi stundum um gleymskunnar haf. Guð afmáir syndir okkar algjörlega. Hafið og hafdjúpið tortímir og eyðir. Guð notaði það til að eyða óvinum ísraelsmanna, hermönnum Faraós, við förina yfir Rauðahafið. Hann mun afmá syndir okkar og varpa þeim í djúp hafsins fyrir fullt og allt. Þá er gott að vita að sjórinn verður aldrei fullur (Préd. 1,7). Hafstraumar og sjóskrímsli ísraelsmenn höfðu lítinn áhuga á sjón- um. Líkast til stóð þeim stuggur af hon- um. Það var gömul trú meðal semíta að hafdjúpið persónugerði hin illu öíl sem berjast gegn Guði. í hafinu býr Levjat- an, sjóskrímslið. Levjatan er nafn á dreka eða skrímsli í fornum sköpunar- sögum og er oft merki um óskapnaðinn sem Guð sigraði er hann skapaði heim- inn. Sköpunarsagan og Sálmur 104,5-9 lýsa því hvernig Guð réði niðurlögum óreiðunnar, sem birtist í óbeisluðu haf- inu, og vatnsflóðinu, sem huldi alla jörðina í upphafi, með því að safna því saman og setja því skorður. Síðar í þessum sálmi er talað um að Guð hafi skapað Levjatan ásamt öðrum sjó- skrímslum. Þess vegna hefur Guð fullt vald yfir þeim og þau eiga að lofa hann: „Lofið Drottin af jörðu, þér sjóskrímsl og allir hafstraumar" (Sálm. 148,7). Golf- straumurinn er okkur íslendingum að góðu kunnur og lofsöngur hans birtist okkur í ylnum sem gerir landið okkar lífvænlegra og byggilegt. Levjatan er táknrænn fyrir ógnina, sem stafar af dauða og tortímingu, og er eiginlega tákn tortímingaraflanna, afla andstæðra Guði. Stundum er nafn Levjatans notað sem mynd af heims- veldum sem snerust gegn Guði, t.d. Eg- yptum. Sjá Sálm. 74,13-14. Guð mun að lokum sigrast á öllu illu og granda Levjatan á dómsdegi. (Sjá Jesaja 27,1: „Á þeim degi mun Drottinn með hinu harða, mikla og sterka sverði sínu hegna Levjatan, hinum ílughraða dreka, Levjatan, hinum bugðótta dreka, og bana sjóskrímslinu"). Hafið er oft notað í Biblíunni á mynd- rænan hátt eða skírskotað til þess í lík- ingamáli, t.d. um friðleysi hinna óguð- legu. Sífelld ólga og iða hafsins er notuð til að lýsa óróleika og ógn óguðlegra manna: „En hinir óguðlegu eru sem ólgusjór, því að hann getur ekki verið kyrr og bylgjur hans róta upp aur og leðju. Hinum óguðlegu, segir Guð minn, er enginn friður búinn" (Jes. 57,20, sjá líka Jer. 49,23). Vald Guðs yfir hafinu I augum ísraelsmanna ræður Guð yfir hafinu vegna þess að hann er skapari þess (1. Mós. l,9n; Sálm. 104,7-9; Post. 4,24). Hann beislar það og temur (Jes. íhafinu býr Levjatan, sjóskrímslið. Levjatan er nafn á dreka eða skrímsli ífornum sköpunarsögum og er oft merki um óskajmaðinn sem Guð sigraði er hann skapaði heiminn. r

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.