Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1998, Page 15

Bjarmi - 01.12.1998, Page 15
Hafið dynur o% hefur hátt. Það er Guð sem æsir hafið svo að bylgjurnar gnýja. Þær eru pannig tákn um mátt Guðs (Sálm. 96,11; fes. 51,15). Guð lætur hafið lofa sig með drunum pess og brimgný (Sálm 148,7). 17,12). Þetta kemur líka fram í því hverntg Guð sýnlr mátt slnn í krafta- verkum sem hann gerir á eða í sjónum: Hann klauf hafið og opnaði undan- komuleið fyrir ísraelsmenn. Hann æsti hafið vegna Jónasar og lét stórfiskinn gleypa hann og bjarga á land. (2. Mós. 14-15; Sálm. 77,16; Jónas 1-2). Þetta sama vald kemur fram hjá Jesú. Dæmi um það eru fiskidrátturinn mikli, ganga hans á vatninu og þegar hann stillti vind og sjó með einu orði (Mt. 14,24-33; Mk. 4,39). Um leið er þetta allt tákn- rænt fyrir vald Guðs yfir hinu illa. Hafið dynur og hefur hátt. Það er Guð sem æsir hafið svo að bylgjumar gnýja. Þær eru þannig tákn um mátt Guðs (Sálm. 96,11; Jes. 51,15). Guð lætur hafið lofa sig með drunum þess og brim- gný (Sálm 148,7). Keikó og öll hin sjávardýrin Hafið er fullt af dýrum sem Guð skap- aði; „Þar er hafið, mikið og vítt á alla vegu, þar er óteljandi grúi, smá dýr og stór. Þar fara skipin um og Levjatan, er þú hefir skapað til að leika sér þar“ (Sálm. 104,25-26). Sæskrímslið mikla er hér orðið eins og hver annar Keikó sem ætlað er að leika sér í sjónum. Guð skapaði fiskana og allar auðlindir hafsins og viðheldur þeim og lætur haf- ið gefa af sér fæðu manninum til góðs, honum til blessunar (1. Mós. 49,25; 5. Mós. 33,13). Gyðingar máttu aðeins eta hrein lagardýr. Fiskarnir voru ekki allir álitnir hreinir, heldur þeir einir sem höfðu ugga og hreistur. Hafið hverfur Á síðustu tímum fyrir endurkomu Jesú munu menn verða ráðalausir við dunur hafsins og brimgný og kvíða því sem koma mun yfir heimsbyggðina (Lk. 21,25). Opinberunarbókin segir að miklu fjalli verði varpað í hafið svo að þriðjungur allra lífvera í því deyr (Op. 8,8). Síðar er hellt úr skál reiðinnar í hafið sem breytist í blóð og allt í hafinu mun deyja (Op. 16,3). „Vei sé hafinu og jörðinni, því að djöfullinn er stiginn nið- ur til yðar í miklum móð, því að hann veit að hann hefur naumann tíma.“ (Op. 12,12). Dýrið, sem afvegaleiðir alla menn, stígur upp af hafinu (Op. 13,1). í Op. 15,3 er söngur sigurvegara dýrsins. Hann er að vissu leyti hliðstæða söngs- ins sem ísraelsmenn sungu eftir að þeir komust óhultir gegn um Rauðahafið í 2. Mós. 15,lnn. í lok tímanna skapar Guð nýjan him- in og nýja jörð. Opinberunarbókin talar um að í lokasigri Guðs gegn hinu illa muni sjórinn hverfa úr sögunni. Á himnum verður ekkert haf eins og við þekkjum það. „Og ég sá nýjan himin og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið er ekki framar til“ (Op 21,1). Þar verður ekkert sem stendur sem tákn óvinarins og andstæðra afla Guðs. Hins vegar tal- ar Opinberunarbókin um glerhaf á himni. Því er lýst sem tæru og glitrandi hreinu og jafnvel eins og eldi blandað (Op 4,6 og 15,2). Líta má á það sem tákn um hreinleika Guðs, og eldinn sem merki um heilagleika hans. Þeir sem elska hafið þurfa því ekki að ör- vænta og hugsa sem svo að þeir muni sakna hafsins. Heimildir Biblían, Heilög ritning, Hið íslenska Biblíufélag 1981. Douglas, J.D. (ed.): The lllustrated Bible Dictionary, Leicester 1980. Gilbrant, Th. (red.): Illustrert Bibelleksikon, Osló 1987. Sundemo, H.: Biblíuhandbókin þín, Reykjavík 1974. Leynimerkið „fiskur" Strax á fyrstu árum frumkirkjunn- ar hófust ofsóknir á hendur kristn- um mönnum um allt rómverska ríkið. Kristnir menn voru fangelsað- ir, teknir af lífi eða varpað fyrir ljón og villidýr á opinberum leikvöngum Rómverjum til skemmtunar. Það gat verið hættulegt fyrir kristna menn að tala um á opinberum stöðum að þeir tilheyrðu Jesú. En þeir höfðu þörf fyrir samfélag og uppörvun annarra trúsystkina sinna. Þá var gott að geta gefið til kynna með einhverju „hlutlausu“ tákni að þeir tilheyrðu Jesú, án þess að menn, sem ekki þekktu til þess, skildu það. Kristnir menn fundu upp leynitákn með þetta fyrir augum. Fiskurinn er eitt elsta tákn krist- inna manna um Krist eða trúna á hann. Það var notað miklu fyrr en krossinn. Fiskur á grísku er ritað lyöiJCT eða með upphafsstöfum IX0YS, „ikþys”. Fyrstu bókstafirnir í játningu kirkjunnar á grísku (sem þá var alheimstungumál) á því hver Jesús er mynda þetta nafn: nncruí XPLCTTÍ 0€OU TJlo£ CTCOTTIP (IeSOUS Kristos Þeou hYios Soter) = Jesús Kristur Guðs sonur frelsari. Kristn- ir menn notuðu þetta tákn með því að teikna fisk í sandinn með tveim einföldum, bogadregnum strikum sem mynduðu kross í annan end- ann. Segja má að fiskurinn hafi verið fyrsta grafíska/myndræna trúarjátning kristinna manna. Mörg dæmi eru um ikþys-merkið í katakombunum í Róm, grafhvelf- ingunum sem kristnir menn urðu að leita skjóls í undan ofsóknum Nerós keisara. Þær hófust eftir að trú Rómverja var gerð að ríkistrú og allir urðu að tilbiðja goð og gyðjur þeirra. Keisarinn lét ávarpa sig sem „Dominus et Deus“, þ.e. Drottinn og Guð. Enn í dag er ikþys merkið vinsælt tákn meðal kristinna manna til að gefa til kynna að þeir trúi á Jesú.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.