Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1998, Side 22

Bjarmi - 01.12.1998, Side 22
„Jesús hefur aldrei brugðistmér“=— Björgvin Jörgensson þekkja margir lesendur Bjarma, einkum þeir sem eldri eru. Hann var um árabil í far- arbroddi starfs KFUM og K á Akureyri, stofnaði Barnakór Borgar- ness og Bamakór Akureyrar og var auk þess virkur í starfi Gideonfélagsins. Björvin hefur fengið að reyna margt í lífinu og þegið af Guði sinn skammt af gleði og af þjáningu. En þrátt fyrir að vindarnir hafi oft geisað um hann gram- ir hafa þeir aldrei haggað bjargfastri trú hans á Jesú Krist, frelsara sinn. Útsendari Bjarma heimsótti Björgvin þar sem dvelur nú á elliheimilinu Sæ- borg á Skagaströnd og bað hann að rekja helstu atriði ævi sinnar. Hann var tregur til að veita viðtal í fyrstu en lét til leiðast ef ske kynni að viðtalið gæti orð- ið öðrum til blessunar. Við gefum Björgvini orðið. Ég fæddist á Akranesi 21. júlí 1915, fjórði í röð sex systkina. Foreldrar mínir voru Jörgen Hansson og Sigurbjörg Halldórsdóttir. Þegar foreldrar mínir kynntust fyrst var móðir mín vinnukona hjá ríkum hjónum í Reykjavík. Þau íluttust síðar til Akraness og bjuggu þar eftir það. Meðan móðir mín dvaldist í Reykjavík kynntist hún starfi KFUK, gekk í félagið og eignaðist trú á frelsar- ann Jesúm Krist sem entist henni til dauðadags. Faðir minn vildi hins vegar ekkert hafa með kristna trú að gera og því varð hún að láta lítið bera á trú sinni á heimilinu. Hún bað þó með okk- ur börnunum og söng með okkur söngva úr Söngbók KFUM og K. Köllunin Hvenær heldurðu að þú hafir vaknað til vítundar um og trúar á Guð? Það er löng saga að segja frá því en ég get nefnt ákveðin tilvik á ævinni sem mér finnst hafa haft afgerandi áhrif á trúarlíf mitt. Þegar ég var sjö ára kom sr. Friðrik til Akraness ásamt hópi drengja úr Reykjavík og hélt þar fund fyrir yngri drengi. Ég fór á fundinn og var afskap- lega hrifinn og þá einkum af sr. Friðrik. Ég hafði svo ekkert meira af KFUM að segja fyrr en mörgum árum seinna en sjálfsagt hef ég orðið fyrir áhrifum þar sem urðu mér til góðs síðarmeir. Sumarið þegar ég var 11 ára komu fé- lagar úr skátafélaginu „Væringjar" í Reykjavík til Akraness. Gestunum var skipt niður á heimili þar sem þeir fengu að gista en tveir þeirra voru hjá okkur. Annar þeirra var fullorðinn maður, Guðmundur Magnússon, klæðskeri í Reykjavík, hinn var drengur á mínu reki, Þórður Möller, síðar geðlæknir. í þessari heimsókn skapaðist mikil vin- átta með okkur, einkum mér og Þórði, og hélst sú vinátta æ síðan. Haustið þegar ég var 12 ára fór ég á samkomu á Akranesi hjá Ólafi Ólafssyni kristniboða og varð fyrir miklum trúar- legum áhrifum, einkum varð ég mjög upptekinn af kristniboðskölluninni. Skömmu síðar gerðist nokkuð merki- legt. Einn bekkjarfélagi minn var illa innrættur, ofbeldishneigður og mikið fyrir að sýna kraftana. Dag einn réðst hann á mig upp úr þurru og greip mig kverkataki. Hann hafði mig niður og hélt mér í góða stund með fingurna klemmda undir kverkina. Þegar hann sleppti mér var ég mjög sár og er heim kom var ég orðinn bólginn á hálsinum og kominn með hita. Læknir skoðaði mig og sagði að drengurinn hlyti að hafa klemmt saman eitil og hann stíflast. Ekki væri um annað að gera en að láta Einn bekkjarfélagi minn var illa innrættur, ofbeld- ishneigður og mikið fyrir að sýna kraftana. Dag einn réðst hann á mig upp úr purru og greip mig kverkataki.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.