Bjarmi - 01.12.1998, Qupperneq 24
Allt í einu opnaðist petta fyrir mér og ég bað fesú
að taka við mér. A sömu stundu fór um mig gleði-
straumur og allt breyttist. Þegar ég las í Biblíunni
skildi ég allt í einu pað sem ég hafði áður lesið en
ekki skilið.
holdsins, nema það að Jesús hafi risið
upp frá dauðum.“
Magnús sagðist gjarna vilja ræða
þessi mál við mig undir fjögur augu og
bauð mér að heimsækja sig síðar sem
ég og þáði. I heimsókninni ræddum við
Magnús um trúna og margt af þvi sem
hann sagði mér opnaði augu mín fyrir
því sem mér var áður hulið og ég fann
að verulega var tekið að molna undan
þeim skoðunum sem ég áður hafði á
Satan og upprisu holdsins. Skömmu
síðar fór ég á Biblíulestur hjá Magnúsi
sem varð þess valdandi að mig langaði
til að eignast þessa trú sem mennirnir í
KFUM áttu og gaf þeim þann frið sem
mig skorti.
Vorið sem ég var í 3. bekk Kennara-
skólans dó Inga systir mín. Hún var
mér afar kær enda hafði ég verið hug-
fanginn af henni frá því að hún fæddist,
en hún var yngri en ég. Hún lést á Víf-
ilsstaðaspítala og því féll það í minn
hlut að gera fystu ráðstafanir varðandi
jarðarför. í kistulagningunni flutti ég
bæn áður en lokið var sett yfir kistuna.
Ég var þá ekki enn kominn til lifandi
trúar en Guð gaf mér styrk til þessarar
bænar.
Þáttaskil
Haustið eftir að ég lauk prófi fékk ég
starf við Miðbæjarskólann, einkum í
forfallakennslu. Ég kenndi þar tvo vet-
ur. Fyrri veturinn sótti ég samkomur
KFUM vel. Á einni samkomunni talaði
Ástráður Sigursteindórsson út frá texta
í Gamla testamentinu sem mér fannst
hafa lítinn boðskap að flytja. Ástráður
lagði á það áherslu í ræðunni að fyrst
yrðu menn að gefast Kristi, þá gæfi
hann þeim skilning á Guðs orði, bæði
Nýja og Gamla testamentinu. Allt í einu
opnaðist þetta fyrir mér og ég bað Jesú
að taka við mér. Á sömu stundu fór um
mig gleðistraumur og allt breyttist. Þeg-
ar ég las í Biblíunni skildi ég allt í einu
það sem ég hafði áður lesið en ekki skil-
ið. Ég hætti líka að blóta upp frá þeirri
stundu. Það sem mér fannst einna erf-
iðast var að segja foreldrum mínum að
ég væri orðinn trúaður. Móðir mín varð
afar glöð en faðir minn var greinilega
ekki hrifinn en sagði fátt. Mér létti mjög
þegar ég hafði sagt þeim hvað gerst
hafði með mig.
Eftir vetuma tvo í Miðbæjarskólanum
ákvað ég að kenna úti á landi og fékk
stöðu í Borgamesi. Fyrsta veturinn stofn-
aði ég bamakór þar sem söng þríraddað
en í honum voru um 30 börn. Einnig
setti ég á fót vísi að KFUM-starfi þar.
Annan veturinn í Borgarnesi fór ég á
námskeið fyrir söngkennara sem haldið
var í Reykjavík. Þar kynntist ég stúlku
sem var 8 árum yngri en ég, Bryndísi
Böðvarsdóttur. Ég heimsótti hana í
páskaleyfi mínu seinna um veturinn og
þá trúlofuðum við okkur. Mér var sæmi-
lega vel tekið af fólkinu hennar þó þar
hafi gætt nokkurrar tortryggni í minn
garð því KFUM-stefnan var ekki hátt
skrifuð á því heimili, enda var faðir
hennar, sr. Böðvar Bjarnason, nýguð-
fræðingur. Hann gaf okkur saman
haustið eftir í kapellunni í KFUM-hús-
inu. Brúðkaupsveisla var haldin heima
hjá foreldrum Bryndísar. Þar mætti
ekkert af mínu fólki en Þórður Möller
var svaramaður minn.
Bryndís ílutti með mér til Borgamess
þar sem við bjuggum saman í einn ve'tur.
Bryndís var yndisleg kona og náðum við
vel saman. Hún var lifandi trúuð, brenn-
andi fyrir framgangi fagnaðarerindisins
og eftir því dugleg í starfinu í Guðs ríki.
Eftir fyrsta sokkabandsárið í Borgar-
nesi fluttum við til Akureyrar þar sem
ég fékk kennarastarf. Þetta var haustið
1946. Ég kom Yd-KFUM starfi á fót þar
nyrðra um veturinn. Þetta ár fæddist