Bjarmi - 01.12.1998, Side 28
Margrét Jóhannesdóttir
Hann dró mig upp úr glötunargröfinni,
upp úr hinni botnlausu leðju,
og veitti mérJótfestu á kletti,
gjörði mig styrkan í gangi.
í þessu versi úr 40. Davíðssálmi finn ég
góða lýsingu á eigin reynslu. Það eru
margir sálmar sem hafa talað sterkt inn í
mínar aðstæður á ólíkum tímum á lífs-
leiðinni en það að fá „fótfestu á kletti“
hefur verið hvað afdrifaríkast fyrir líf mitt.
Ég ólst upp á kristnu heimili og hef
alltaf talið mig vera í hópi kristinna en
samt fannst mér ég vera í „hinni botn-
lausu leðju“ og að því komin að sökkva.
Það var ekkert eitt sem olli því. Ég var í
basli með trú mína, bæði hvað hug-
myndir og líferni varðar. Kröfur til
sjálfrar mín gat ég ekki uppfyllt og at-
burðir úr bernsku héldu mér hlekkjaðri.
Það var enginn einn atburður sem
breytti lífi minu heldur átti breytingin
sér stað á löngum tíma. Engu að síður
var það kraftaverk að mér var veitt fót-
festa og ég gjörð styrk í gangi. Fyrstu
versin í sálminum fjalla einmitt um inn-
grip Guðs í líf einstaklings sem setur
alla von sína á Drottin, einstaklings sem
hefur ekkert annað fram að færa fyrir
skapara sinn en andvarp og hljóðan
grát. „Hann laut niður að mér og heyrði
kvein mitt.“ í staðinn fyrir kröfur mætir
Guð aumingjanum með náð.
Það veitir hvíld að vita að það er ekki
ástundun helgisiða, stórkostlegar trúar-
upplifanir eða frábærar fómir í kristilegu
starfi sem hreyfir hjarta Guðs. Skilyrðis-
laus elska Guðs til sköpunar sinnar er
eina ástæðan fyrir því að Guð grípur
inn. Enda segir í sálminum: „Á slátur-
fórnum og matfórnum hefir þú enga
þóknun, - þú hefur gefið mér opin eym
- brennifómir og syndafómir heimtar þú
eigi. Þá mælti ég: Sjá ég kem.“
í bréfinu til Hebrea í 10. kafla er sagt
að Kristur segi þessi orð þegar hann
kemur í heiminn. Guð heyrir og huggar,
ekki með því að klappa okkur á kollinn.
Hann kemur til okkar. Sjálfur stígur
hann niður í hina botnlausu leðju, í
glötunargröfina, og fórnar lífi sínu.
Hann afmáir hið brotna og gefur okkur
hlutdeild í sínu fullkomna lífi. Sigur
Margrét Jóhannesdóttir
Jesú yfir synd og dauða verður sigur
okkar, kletturinn sem veitir líf, von og
stöðugleika.
Sá sem hefur enga von nema Guð er
ömggur. Margir halda að sá sem leitar
öryggis hjá Guði í staðinn fyrir að trúa á
sjálfan sig og treysta eigin styrkleik sé
að glata sjálfum sér. En í sálminum er
hinu gagnstæða haldið fram. Sá er sæll,
hamingjusamur og heill sem gjörir
Drottin að athvarfi sínu. Sá finnur sjálf-
an sig sem lætur af eigin stolti og treyst-
ir Drottni. Það er fyrst þegar einstakling-
ur er kominn í lífssamfélag við skapara
sinn að líf hans nær tilgangi sínum og
hann getur lifað heilsteyptu lífi.
Sálmurinn minnir okkur á að lífið með
Guði er ekki átak og fóm heldur mótast
það af þakklæti til Guðs. Sjálfur gefur
Guð lofsönginn. „Hann lagði mér ný ljóð
í munn, lofsöng um Guð vorn.“ Gleðin
og fögnuðurinn sprettur fram af lífssam-
félaginu við Guð. I staðinn fyrir að meta
allt út frá sjálfum sér, þá verður viðmið-
unin hver Guð er og hvað hann hefur
gert og þannig gjörbreytast viðhorf og
gildismat. Þakklæti fyrir dásemdarverk
Guðs brýst út í játningu með orðum,
annars vegar sem lofgjörð til Guðs og
hins vegar með því að kunngjöra öðrum
hjálpræðið. Og það er ekki bara með
munninum sem Guð er játaður heldur
með öllu lífinu. „Að gjöra vilja þinn, Guð
minn, er mér yndi, og lögmál þitt er hið
innra í mér.“ Það var dásamleg uppgötv-
un fyrir mig að skilja að lífsreglurnar
sem Guð gaf okkur eiga ekki að koma í
veg fyrir að við njótum lífsins heldur
mynda þau ramma sem gefur frelsi, leið-
beiningar fyrir líf í hamingju og fullnæg-
ingu. Fyrir utan rammann er ekkert
frelsi því að þar erum við komin út fyrir
áform skaparans með mannlegt líf. Það
er með auðmýkt og hlýðni við vilja Guðs
sem við viðurkennum og vegsömum
skaparann sem Drottin.
Þrátt fyrir frelsun Guðs og allar gjafir
hans okkur til handa til að lifa lífinu í
samfélagi við hann, þá er raunveruleik-
inn oft eins og sálmaskáldið lýsir því í
lok sálmsins: „Því að ótal hættur um-
kringja mig, misgjörðir mínar hafa náð
mér, svo að ég má eigi sjá, þær eru fleiri
en hárin á höfði mér, mér fellst hugur.“
Hann finnur að hann hefur sjálfur ekk-
ert fram yfir þann sem er í glötunargröf-
inni sér til bjargar, hann er hijáður og
snauður. Nú sem fyrr er öll von hans á
Drottni, að Guð taki ekki miskunn sína
frá honum. Sálminn endar með fullvissu
um að Guð er öruggt athvarf því að
Drottinn ber umhyggju. „Þú ert fulltingi
mitt og frelsari, tef eigi, Guð minn!“