Bjarmi - 01.12.1998, Side 31
hinir dauðu upp rísa óforgengilegir, og
vér munum umbreytast” (15:52).
Greinilegt er af því sem Páll segir að
við sem persónur munum hvert og eitt
ganga í gegnum dauðann og verða köll-
uð fram á svipstundu aftur sem sömu
persónur og við vorum áður, en þá í
vegsemd og laus undan valdi syndar,
þjáningar og dauða. Meira en það, við
munum eignast nýjan líkama, andlegan
líkama. Og nú spyrjum við: Hvemig er
þessi andlegi líkami? í ritningunni segir
að við verðum englum lík. En nú er
þeim ekkert lýst þannig að það eitt
hjálpar lítið. En eins og alltaf þegar okk-
ur skortir svar þá er best að leita til
Krists sjálfs. Guð gerðist maður í Jesú
frá Nasaret og við vitum að hann var
sannur maður með hold og blóð. Krist-
ur gefur okkur fyrirheit um að allt hans
sé okkar. Af því leiðir að hinn andlegi
líkami sem við fáum í upprisunni er
eins og sá líkami er Kristur birtist í. Það
er greinilegt af frásögum guðspjallanna
að Jesús Kristur sem hinn upprisni er
hvorki andi né draugur. Hann býður
lærisveinunum að snerta hendur sínar
og síðusár og þeir þekkja hann. Sem sé,
svipmótið og persónan er hin sama. Við
verðum því að álykta sem svo að upp-
risulíkaminn sé áþreifanlegt hold.
En hann er greinilega ekki eins og
það hold sem við erum í núna því hinn
upprisni Jesús er hvorki háður tíma
í Gamla testamentinu er
ítrekað að blessun Guðs
hvílir yfir Jesúsalem og
íbúum hennar. Styrkur
Guðs er styrkur Jerúsal-
em. Hann veitir borginni
og íbúum hennar öryggi,
kraft og stöðuleika. Vemd
Jerúsalem fær þannig trú-
arlega dýpt. Jerúsalem er
því nefnd brúður, drottn-
ing og kona Guðs og móðir
borgarbúa. Þessi staða gaf
íbúum henar vissa sigur-
vissu sem breytist oft í
hroka í hennar löngu sögu
og varð henni loks að
falli, þrátt fyrir viðvaranir
spámanna. Samt predik-
uðu þeir áfram von og
boðuðu að Jerúsalem
myndi á ný eignast börn
eða stað ne þeim afmörkunum sem
efnisheimurinn setur manninum.
Þannig getur Jesús eins og gengið í
gegnum læstar dyr, horfið sjónum
manna og jafnvel verið á mörgum stöð-
um í einu. Hann er hvorki háður tíma
né rúmi. Því segir hann við ræningjann
á krossinum: „í dag skaltu vera með
mér í Paradís“ (Lúk. 23:43), og talar
samt um upprisu allra í lok tímanna.
Við erum hér greinlega komin inn á
svið sem er handan okkar skilnings og
það á líka við um myndina af hinni
nýju Jerúsalem.
Hin nýja Jer-
úsalem
A
Miiyy _I Opinberunarbók Jó-
hannesar (21. kafla)
stendur: „Og ég sá nýjan
himinn og nýja jörð. ... Og ég sá borgina
helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af
himni frá Guði, búna sem brúði, er
skartar fyrir manni sínum. ... Ljómi
hennar var líkur dýrasta steini. ... Hann
mældi borgina með stafnum, tólf þús-
und skeið. Lengd hennar og breidd og
hæð eru jafnar. ... Múr hennar var
byggður af jaspis og borgin af skíra gulli
sem skært gler væri.“ Þetta er illskiljan-
leg mynd, bara stærð borgarinnar virkar
fáránleg, 2400 ferkílómetrar. En reyn-
um að skilja það sem myndin af hina
himnesku Jerúsalem merkir.
»*» < ,
,\ *“ ‘*u»*
.ruuM, ,ntmv m. rt4fc
I !*• — ZTV
wr»r. Hj
*•• i*wu, riitrp $., I
' *■• riivp aw,
•'*** *“**••« V rn«. unul
iu irMU4 ,
JíS Nv* VN *|4J uru
■“"““‘MS mnJtNv
TÍT**" k'*u* <rwwi ••»•>
i* H u mMi
•** *••
..............■».••■,;
rlriN.'MWH 'IV •-••■»»»
•••mi |U» rtauil ir«»i|i"«lM
'pi'm w«*mí »»««i i»r H v*
*VV»M»» *•» •»•*•» »IW WMM. <I«|N
»«»m»li ••**»•
•nw*.| ilu iu"W nj »■• »»H
* »|Hu »k4< 1»
•ilirui miJm • »H * «Kfirí*»|»i
»HI » . *.» ,|H» • »<*«*N »«MMÉ*
»«MuH *•» H H«U| |«H|,MU«rul
**4 V* f«<U ««»■ *H <<»„ »**4 *•>
»H*U mp H H|*T» ••» tJ'Jiirv u4
»* »T»\ •» whiukI wi»s»«1T 1» »»»j *••
»•■4 »nn*»m iv* »w*N *•» ru^
i««y»« »|ii »■«* «*4 1» mp«M| • mi>4
H ►*»>» *• *On V*»u» *.»
**4 *w >* ww *» *•» vn »»»v« «wx i*4
*•• ww'IH **l' •»** rturi H Mj\ MK<f>
»U»».Hf1l«<wl*Íou MUni|«.,.uU»UH|
“ff’ÍH "•» »>H V»»m wu4 mij mwfij
»H ••%•*•« ri*< uir.i,
og yrði tignarlegri en nokkurn tíma og
þjóðirnar myndu streyma til hennar.
Þeir líta hér til hinnar komandi Jerúsal-
em sem umvafin er himneskri dýrð.
Til þessarar myndar vísar Jesús. Guð
sótti hina jarðnesku Jerúsalem heim
sem brúði sína í Jesú frá Nasaret. En
Jerúsalem þekkti ekki sinn vitjunartíma
og tók brúðguma sinn og leiddi hann til
sætis fyrir utan borgina á hæð sem kall-
ast Golgata. Þetta vissi Kristur og grét
yfir borginni því hjarta mannsins er
hart. En samt gerir Kristur hjarta
mannsins að musteri sínu þar til hann
kemur með ríki sitt. Hann segir: „í húsi
föður míns eru margar vistarverur. Væri
ekki svo, hefði ég þá sagt yður að ég
færi burt að búa yður stað? Þegar ég er
farinn burt og hef búið yður stað, kem
ég aftur og tekyður til míri' (Jóh. 14:3).
Hér talar Kristur um hina himnesku
Jerúsalem sem hann færir okkur. Þar
munu menn og Guð búa saman um ei-
lífð. Maðurinn mun þar lifa í skýrleika
Guðs sem veitir honum frið og gleði til
starfa. Við getum vart greint útlit og til-
veru þess nú en í Opinberunarbókinni
er gerð tilraun til að sýna okkur Guðs-
ríkið með mjög mögnuðum myndum.
Það sem er afgerandi er að við þekkj-
úm og reynum eðli þessa ríkis nú þegar
því Guð segir við Jóhannes í sýninni:
„Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mann-
anna. ... Hann mun þerra hvert tár af
augum þeirra. Og dauðinn mun ekki
framar vera til, hvorki harmur, né vein,
né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið"
(Op. 21:3-4). Til þessa veruleika stefnir
heimurinn og vitundin um hann gerir
okkur mögulegt að þerra tár okkar,
hugga þá sem eru sorgbitnir og draga
úr kvöl þeirra og okkar sjálfra. Því þó að
dauðinn setji lífi okkar greinileg mörk
þá er hann ekki drottinn þessa heims.
Af ofangreindu er ljóst að ritningin
kennir að við munum rísa upp í líkama
sem er líkur upprisulíkama Krists og
búa í veruleika sem er alfarið mótaður
af nærveru Guðs, Guðs sem segir við
okkur í Kristi: „Barnið mitt, syndir þín-
ar eru fyrirgefnar," Því er mikilvægt að
virða þær myndir sem Biblían dregur
upp af handantilverunni og okkur ber
skylda til að nema huggunarboðskap
þeirra áður en við byrjum að umtúlka
þær og jafnvel hafna.
*• HITM
•HW
*•*«