Bjarmi - 01.12.1998, Síða 32
Gunnar J. Gunnarsson
Við megum ekki fljdta inn í
nýja öld með dljds markmið
Rætt við Sigurbjörn Þorkelsson nýráðinn
framkvæmclcistjórci KFUM og KFUK í ReyUJavík
Nýlega réðu KFUM og KFUK í
Reykjavík nýjan fram-
kvæmdastjóra í stað Ragnars
Gunnarssonar sem nú er
horfinn til kristniboðsstarfa í
Kenýu. Bjarmi hafði samband við Sig-
urbjöm Þorkelsson til að heyra hvernig
nýtt starf og krefjandi legst í hann og
hvað er helst framundan hjá KFUM og
KFUK í Reykjavík.
Hvernig líst þér á að starja semjram-
kvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavik?
Satt að segja þá leist mér nú ekkert á
það þegar ég fékk boð um starfið þann
24. apríl sl. En að lokinni langri um-
hugsun, viðræðum við vini og fjölskyldu
og baráttu við sjálfan mig og Guð ákvað
ég að slá til.
Mér hefur verið ákaflega hlýlega tekið
og er ég mjög þakklátur fyrir það. Nú er
bara að sinna starfinu sem ég var kallað-
ur til með Guðs hjálp. Ef hann vill nota
mig í þetta starf í einhvem tíma þá er ég
hér og mun reyna að leggja mig fram.
Nú er í mörg horn að líta í starjijélag-
anna. Á hvað vilt þú helst leggja áherslu
í starfmu?
Ég vil leggja áherslu á að tengja sam-
an hina ýmsu þætti starfsins þannig að
við bæði áttum okkur betur á umfang-
inu og finnum okkur sem eina heild,
limi á einum líkama, þótt starfsstöðvar
séu margar og starfsemin margvísleg.
Einfalda þarf reksturinn með markviss-
um aðgerðum. Fjármál félaganna og
fjáröflun þarf að vera sýnilegri þannig að
við getum með einföldum hætti sýnt
fram á hvað við söfnum miklu fé og í
hvað það fer. Fjármálin þurfa að vera
skýr og sannfærandi og jafnframt öll
önnur málefni og framsetning félaganna.
Ég á mér draum um þéttsetinn sal á
samkomum okkar á sunnudögum. Ég á
mér þann draum að félagsfólki jafnt sem
öðrum finnist spennandi, eftirsóknarvert
og gott að sækja samkomur okkar þar
sem kröftugur söngur er sunginn við
vandaðan hljóðfæraleik. Metnaðarfull og
vönduð dagskrá verði í boði þar sem
starfsgreinar okkar verði kynntar út frá
margvíslegu sjónarhomi, menningarvið-
burðir fari fram, auk vitnisburða og
uppbyggjandi orða út frá Guðs orði í
Biblíunni. Að dagskránni komi fyrst og
fremst félagsfólk en þó einnig utanað
komandi gestir á stundum. Að fólk
þyrsti í að koma og vilji ekki fyrir
nokkum mun missa af því sem fram fer.
Öll með sama hug þótt ólík séum, kær-
leikurinn, umhyggjan og samstaðan
blómstri þannig að tekið verði eftir.
Annars legg ég að sjálfsögðu mesta
áherslu á að KFUM og KFUK séu æsku-
lýðsfélög sem séu köllun sinni trú. Verk-
efnin eru óþrjótandi og síst minni þörf á
starfi KFUM og KFUK á meðal bama og
unglinga nú. Tilboðin eru bara íleiri nú
og því verðum við að vanda okkur enn
betur en áður til þess að verða ekki und-
ir í samkeppninni. Við þurfum því að
standa fyrir markvissri leiðtogaþjálfun
því að ef leiðtogana vantar verður ekkert
starf, það segir sig sjálft.
KFUM og KFUK eru félög. Þau eiga að
vera félög biðjandi liðsmanna sem láta
sig æskuna varða, komandi kynslóð. Öfl-
ug, biðjandi félög karla og kvenna sem
standa saman að stórkostlegri hugsjón.
Annars getum við bara gleymt þessu.
Haja stjórnir Jélaganna markað stejnuna
í starjinu á komandi árum, nú þegar
stutt er í aldamótin?
Það er sameiginlegur vilji stjórnanna
að skerpa línurnar. Átta sig á hvar við
stöndum. Sameina og draga saman þar
sem við á og leggja aukinn þunga þar
sem við sjáum sóknarfæri. Til að geta
markað stefnu þarf ákveðin hagræðing
og ákveðnir hlutir að eiga sér stað. Árið
1999 þegar KFUM og KFUK verða 100
ára ræður miklu um framhaldið. Það
reynir á samstöðu fólks. Hver er félags-
kenndin? Hvaða mannafla höfum við?
Eru menn tilbúnir að standa saman?
Ef við treystum undirstöðurnar bæði
félagslega, fjárhagslega og andlega og
skerpum hugsjónirnar og þá þætti sem
við viljum leggja mesta áherslu á á nýrri
öld, þá er ég þess fullviss að KFUM og
KFUK eiga mikið erindi í framtíðinni
sem ómissandi félög í samfélaginu, félög
sem kenna börnum, unglingum og full-