Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1998, Page 34

Bjarmi - 01.12.1998, Page 34
Dr. Sigurbjörn Einarsson svarar spurningunni: Hvað á Jesús við með orðum um glötun og eilífan eld? hins vegar að vara okkur á að koma ekki þannig fram að við virðumst hrokafull og þykjumst vita allt og eiga svör við öllum gátum lífsins, það Ieiðir aðeins til þess að við fælum menn frá Kristi og því sem hann vill gefa öllum mönnum. Við glímum við lífið og spurningar þess með Jesú Krist, frelsarann okkar, okkur við hlið. Við hvílum í honum, treystum honum og njótum leiðsagnar hans. Áttu þér einhverja sérstaka drauma varðandi starjfélaganna? Já, að fólki beri gæfu og náð til þess að vera umburðarlynt hvert við annað og standi saman af kærleika. Mig dreymir um öfluga, vel þjálfaða og fúsa leiðtoga með hugsjónir, fólk sem raun- verulega lætur sig börn og unglinga varða og framtíð okkar dýrmætu þjóðar. Félögin þarfnast lifandi liðsmanna sem standa saman og sýna hverjir öðr- um áhuga enda þótt starfsvettvangur- inn sé ekki alveg sá sami og þótt ein- staklingarnir séu ólíkir með misjafnar þarfir og jafnvel ekki nákvæmlega sömu áherslur í öllum málum. Félögin þurfa á fólki að halda sem tekur þátt í starfinu með beinum hætti eða óbeinum og sækir trúfastlega fundi okkar og samkomur. Ég sé fyrir mér biðjandi hjörð sem er starfsfús og tilbúin að fórna af tíma sínum, fé og hæfileikum til þjónustu við Krist og náungann eins og Guð kallar okkur til. Hjörð sem kemur saman til að biðja, lofsyngja Guði og uppbyggjast í samfélaginu, þjónust- unni og orði Guðs. Ég á mér draum um lifandi leik- mannahreyfingu sem getur ausið úr lindum hjálpræðisins þjóðinni til bless- unar. Ómetanleg félög sem tekið er mark á vegna trúverðugleika þeirra verka og aðferða sem þau nálgast börn og unglinga með. Opin félög þar sem fólki finnst gott að koma og vera, þannig að það segi þakklátt og stolt frá félögunum og fái fleiri til liðs við þau. Skömmumst okkar ekki fyrir hin 100 ára gömlu æskulýðsfélög KFUM og KFUK. Það er ekki ástæða til þess. Jesús lifir og við fyrirverðum okkur ekki fyrir hann, er það? Öll sem eitt í honum. Árni Helgason í Stykkishólmi sendi bréf með spurningu til Sigurbjörns Einarssonar, biskups. Ámi segir m.a. í bréfinu: „Ég hefi mikið velt fyrir mér ýmsu sem Jesús segir, bæði Fjallræðunni og öðru í guðspjöllunum. Mér finnst að Jesús tali til okkar tæpitungu- laust. Hann varar við öllu því sem til óheilla horfir fyrir manninn og segir: Gangið inn um þrönga hliðið o.s.frv. Og hann talar um glötun og í Matt. 25,41 talar hann um helvíti og allt sem bíður þar, svo sem hinn eilífi eldur, og þangað fari meirihluti mannkyns, ef ég skil þetta rétt. Hvað meinar Jesús með þessum orðum? Hvað felst í glötuninni sem Jesús tal- ar svo oft um og varar við?“ Svar: Ég þakka Árna Helgasyni, ötulum vökumanni, fyrir bréf hans og spurn- ingar. Sannarlega er ég sammála því, að Jesús talar tæpitungulaust. Hann kennir eins og sá, sem valdið hefur (Mark. 1,22). Hann, sonur Guðs, tal- ar í umboði og krafti þeirrar visku, valds og gæsku, sem er sjálfur Guð. Þess vegna get ég byggt allt mitt traust og alla von á honum, varpað allri áhyggju á hann, falið honum öll afdrif mín og annarra, sáluhjálp mína og hverrar mannveru. Þetta get ég því heldur sem hann hefur stað- fest kenningu sína, vitnisburð sinn um sjálfan sig og öll sín orð með blóði sínu á krossi og upprisu sinni frá dauðum. Þannig stendur hann fyrir augum mínum með sitt mikla tilboð: Komið til mín allir. Ég er kom- inn til að leita hins týnda og frelsa það. Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Það er ekki vilji yðar himneska föður, að nokkur þessara smælingja glatist (Matt. 11,28, Lúk. 19,10, Jóh. 3,16, Matt. 18,14). Hvar heldur hann þvl fram, að „meirihluti mannkyns" fari til hel- vítis? Ég finn það ekki. Með orðum sínum um hið þrönga hlið og mjóa veg, sem fáir velja, og víðu dyrnar og breiða veginn, er hann ekki að segja til um hinstu úrslit mannkynssög- unnar, hann er að benda á stað- reynd, sem blasir við í öllum áttum: Þeir eru færri, sem sækja á brattann, leggja sig fram sér til þroska og öðr- um til hjálpar, fórna tíma og kröftum I þágu annarra. Eða hvað finnst áhugafólki um bindindismál og önn- ur hugsjónamál?

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.