Bjarmi - 01.12.1998, Qupperneq 38
Gunnar J. Gunnarsson
Jólahugvekja
Hai tók á sig pjóns mynd
og varfl mönnum lflcur
erið með sama hugaifari sem
Jesús Kristur uar. Hann var í
Guðs mynd. En hannjór ekki
með það semjeng sinn að
uera Guði líkur. Hann svipti
sig öllu, tók á sig þjóns mynd og uarð
mönnum líkur. Hann kom Jram sem mað-
ur, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til
dauða.já, dauðans á krosst
Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið
hann og gefið honum nafnið, sem
hverju nafni er æðra, til þess að fyrir
nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig á
himni, jörðu og undir jörðu og sérhver
tunga játa Guði föður til dýrðar: Jesús
Kristur er Drottinn" (Fil. 2:6-11).
Ekki veit ég hvort það má kalla þenn-
an texta úr Filippíbréfi Páls postula
fyrsta jólasálminn. Vissulega er þetta
sálmur sem Páll hefur fellt inn í bréf sitt
en hann varð þó til löngu áður en menn
fóru að halda heilög jól og syngja jóla-
sálma. Það kemur hins vegar fram í
þessum sálmi að tilefni jóla var kristnum
mönnum ljóst frá upphafi. Um það fjallar
sálmurinn meðal annars og þess vegna
getum við vel kallað hann jólasálm.
„Hann var í Guðs mynd... Hann kom
fram sem maður...“ í þessum orðum er
fólginn leyndardómur og boðskapur
kristinna jóla. Guð gerist maður og gefur
líf sitt fyrir mennina. í nútíma jólasálmi
er sami leyndardómur orðaður svo:
Sá Guð, er ræður himni háum,
hann hvílir nú í dýrastalli lágum,
sá Guð, er öll á himins hnoss,
varð hold á jörð og býr með oss.
Þjónninn
Okkur finnst myndin af Jesúbarninu í
jötunni líklega nokkuð sjálfgefin um hver
jól. Þetta er falleg, dálítið rómantísk
mynd sem yljar um hjartaræturnar í
skammdeginu, kjami jólanna. En í raun-
inni er ekkert sjálfgefið við það að nýfætt
bam í jötu sé Guð sjálfur orðinn maður.
Þessi tíðindi vom að minnsta kosti
ekki sjálfgefnari en svo að Guð
þurfti að senda sérstaka sendiboða
sína til nokkurra hirða á Betlehems-
völlum til að tilkynna hvað um var að
vera. Það voru engir fréttamenn sem
biðu spenntir eftir því að geta verið fyrst-
ir með fréttimar af því sem var að gerast
í Betlehem. Samt hafði fólk vænst komu
Messíasar. Spámenn Guðs höfðu kunn-
gjört löngu áður að hann ætti að koma
og fæðast sem bam. Við þekkjum orðin
úr Jesajabókinni: „Sjá, yngismær verður
þunguð og fæðir son og lætur hann heita
ImmanúeF (7:14). Og síðar í sömu bók:
„Því að bam er oss fætt, sonur er oss gef-
inn. Á hans herðum skal höfðingjadóm-
urinn hvíla“ (9:6). Samt virtist fæðingin í
Betlehem vera yfirmáta hversdagsleg og
vart fréttnæm. Þama var bara á ferð fá-
tæk fjölskylda norðan úr Galíleu, héraði
sem ekki þótti merkilegt í þá daga. Enn
frekar kom það á óvart hver urðu örlög
hans sem fæddist í Betlehem: Algjör nið-
urlæging og aftaka á krossi eins og um
glæpamann væri að ræða. Hvers konar
Messías var það nú sem endaði líf sitt á
krossi? Það gekk ekki upp í huga fólks
og gerir ef til vill ekki enn.
Þó höfðu spámenn Guðs talað um að
svona myndi fara. í síðari hluta Jesaja-
bókarinnar er ekki talað um barn held-
ur þjón, rétt eins og í sálminum í Fil-
ippíbréfinu. I fjórum ljóðum fjallar Jesa-
ja um hinn líðandi þjón Drottins sem
kemur fram af hógværð og gefur líf sitt
mönnunum til frelsunar frá synd
og dauða:
„Sjá þjón minn, sem ég
leiði mér við hönd, minn út-
valda, sem ég hefi þóknun á.
Eg legg anda minn yfir hann, hann
mun boða þjóðunum rétt. Hann kallar
ekki og hefir ekki háreysti og lætur ekki
heyra raust sína á strætunum. Brákað-
an reyrinn brýtur hann ekki sundur, og
dapran hörkveik slökkur hann ekki.
Hann boðar réttinn með trúfesti. Hann
daprast eigi og gefst eigi upp, uns hann
fær komið inn rétti á jörðu, og fjarlægar
landsálfur bíða eftir boðskap hans“
(42.1-4).
Og síðar:
„En vorar þjáningar voru það, sem
hann bar, og vor harmkvæli, er hann á
sig lagði. Vér álitum hann refsaðan,
sleginn af Guði og lítillættan, en hann
var særður vegna vorra synda og kram-
inn vegna vorra misgjörða. Hegningin,
sem vér höfðum til unnið, kom niður á
honum, og fyrir hans benjar urðum vér
heilbrigðir“ (53:4-5).
Erum við ekki komin dálítið langt frá
jólunum og farin að hugleiða boðskap
föstunnar og kyrruviku? Það má vera,
en þó ekki, því myndin og frásagan af
38