Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2001, Síða 22

Bjarmi - 01.12.2001, Síða 22
Hljómar kynna: Mary Mary og Point of Grace og fóru í kirkju hvern sunnu- dag með sjö dætur og einn son. Þegar stúlkurnar höfðu aldur til þá sungu þær allar í kórnum og voru uppistaða sópranraddanna og þar fengu Mary Mary þjálfun í einsöng. Þær ólust upp vió gospelsöng því á heimili þeirra var einungis spiluð tónlist frá The Winans, Shirley Caesar, Hezekiah Walker og önnur svipuó gospeltónlist. Arið 1995 gengu þær til liðs við Michael Matthews gospelhópinn og ferðuðust með hópnum í rúmlega eitt ár. Eftir það tók vió tímabil þar sem þær unnu við annað en tónlist, Erica var þjónustufull- trúi hjá Boyd’s Market og Tina var förð- unardama. Ekki hættu þær að syngja því þær komu fram sitt í hvoru lagi, Erica með Brian McNight og Brandy og Tina m.a. meó Kirk Frankin. 1996 hittu þær upptökustjórann Warryn Campbell (sjálfur er hann kirkjumaður) sem vinnur m.a. fyrir Brandy, Boys II Men, í framhaldi af því var dúettinn Mary Mary stofnaður. Camp- bell gerði demo meó þeim og sendi til EMI Music og þaó skilaói strax árangri því aó lag þeirra „Dance“ var sett á geisladiskinn „Dr. Dolittle" og einnig voru þær með lag á „Price of Egypt“ disknum. I framhaldi af þessu fékk Yol- anda Adams tvö lög hjá þeim og setti á diskinn „Mountain High Valley Low“ sem hún fékk Grammy verðlaun fyrir. Nú var komið aó því að gera plötu- samning við eitthvað fyrirtæki og þær völdu að skrifa undir hjá Columbia Records og voru þær fyrsta gospel- hljómsveitin til að fá samning hjá þeim. Þær hafa gert einn disk, diskinn „Thank- ful“ sem var mjög vel tekið og innheldur vinsæla lagið „Shackles“. I byrjun næsta árs kemur nýr diskur frá þeim sem gefin er út af Sony. Það verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni. Point of Grace Point of Grace saman stendur af fjórum stelpum, Heathe, Denise, Shelly og Terry, sem á stuttum tíma hafa náó ótrúlegum árangri. Þær hafa þekkst lengi og stofnuðu hóp árið 1991 og hófu aó syngja saman. Síðastliðin 6 ár hafa þær starfað saman sem Point of Umfjöllun Hljóma að þessu sinni er um tvö ólík efni. Annars vegar dúett og hins vegar jóladisk frá kvennakvartett. Þetta eru systurnar í Mary Mary og jóladiskurinn „A Christmas Story“ með Point of Grace. Þaer eiga fátt sameiginlegt nema aó vera bandarískar konur og flytja kristi- legan boðskap en tónlist þeirra er mjög ólík. Mary Mary Mary Mary er bandarískur dúett sem samanstendur af systrunum Erica og Tina Atkins. Nafnió kemur úr Biblíunni frá Maríu Magdalenu og Maríu móður Jesú. Þær höfðu báðar mikil áhrif ájesú og þjónustu hans. En eins og Erica seg- ir sjálf þá er eini tilgangur þessa dúetts að segja frájesú og kærleika hans. Þær ólust upp í Inglewood Kaliforníu, foreldrar þeirra voru kristnir 22

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.