Bjarmi - 01.12.2001, Page 26
V'-'f | {5*íQBVí£S:*»« ■
1 i. 1i
f\
var hitasvækja og þungt loft þarna inni.
Hægra megin við stigann, þegar kom-
ió er niður, er gullstjarna í gólfinu. A
hana er ritað á latínu: „Hic virgine Maria
Jesus Christus natus est,“ - „Hér fæddist
Maríu meyjesús Kristur."
Jólaboðskapurinn var lesinn og síðan
var jólasálmurinn, „I Betlehem er barn
oss fætt“, sunginn.
Þessi hljóðláta stund var þrungin af al-
vöru og helgi þess atburðar sem hér átti
sér staó fýrir tvö þúsund árum.
Enginn af þeim sem þarna voru var
ósnortinn á þessu helga augnabliki enda
blikuðu tár í hvers manns auga. Við hlið
mína stóð gamall bóndi. Andlit hans var
rist djúpum rúnum sem myndast höfðu
af erfiði og andstreymi við að yrkja hina
íslensku jörð í misindum hins íslenska
veðurfars. En þegar hann söng sálminn,
„I Betlehem er barn oss fætt“, þá birti
yfir svip hans. Barnsleg gleöi skein úr
andliti hans, hugurinn hvarflaði ef til vi11
til löngu liðinna jóla heima hjá mömmu
og pabba.
Ég sá tár í augum hans og í því bliki
kristallaðist þakklæti til barnsins sem
fæddist hér inn í myrkan heim hins dapra
mannlífs en varpað hefur birtu og kær-
leika inn í lífog á lífsgöngu þeirra er vió
jötuna hafa kropið í trú.
Þegar ég leit augum litlu jötuna, sem
höggvin hafði verið úr köldum stein en
þannig voru allar gripajötur þess tíma,
þá varð mér hugsað til hans sem varð
hold ájörðu og íjötu lagður. Þarna hafði
Jesús Kristur hvílt sem lítið barn, brosað
og rétt sínar hlýju hendur til allra sem við
jötuna krupu og það gerir hann enn í
dag.
Upp í huga minn kom þessi fallegi
sálmur eftir séra Friðrik Friðriksson:
Einu sinni í ættborg Davíðs
ofur hrörlegt fjárhús var,
fátæk móðir litverp lagði
lítió barn í jötu þar,
móðir sú var meyja hrein,
mjúkhent reifum vafði svein.
Fæóingarkirkjan í Betlehem. Hún er talin byggó yfir hellin sem notaóur var sem
fjárhús þegar Jesús fæddist. Lágar kirkjudyrnar eru fyrir mióri mynd. Á myndinni
fyrir ofan er stjarnan í gólfi hellisins þar sem Jesús á aó hafa fæóst.
Kom frá hæóum hingaó niður
hann sem Guð og Drottinn er.
Jatan varð hans vaggan fýrsta,
vesælt skýli kaus hann sér.
Snauðra gekk hann meðal manna,
myrkrið þekkti ei Ijósió sanna.
26