Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 27
Þegar við yfirgáfum fæðingarhell- inn þá gekk samhliða mér aldraði bóndinn sem ég minntist áður á. Hvorki hann né ég vildum rjúfa strax þá helgi sem í huganum var eftir dvölina vió jötuna. Að lokum rauf hann þögnina og sagói: „Oft hef ég sungió þennan jólasálm, „I Betlehem er barn oss fætt“, á þeim rúmlega fjörtíu árum sem ég hef sungið í kirkjukórnum heima í minni sveit en slíka stund eins og þá, sem ég átti við jötuna áðan, hef ég aldrei átt áður enda söng ég með rödd hjartans, tilfinn- inganna og táranna. Eg mun aldrei gleyma þessari stund á meðan ég lífsanda dreg.“ í raun var þetta samnefnari þeirra orða er við öll vildum sagt hafa. Mér varð litió út á Betlehemsvell- ina þar sem hiróarnir höfðu verið nóttina helgu og gætt hjarðar sinn- ar. Þeir höfðu heyrt bergmál hins mikla hávaóa frá borginni. Ekki er ósennilegt að einhvern þeirra hafi langað til þess að fara og slást í hóp hinna glaðværu. En þeir fóru ekki. Trúlega hafa þeir ekki séð eftir því. Þeir fengu nefni- lega að sjá stórmerki Guðs. Þegar englarnir sögðu: „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum sem hann hef- ur velþóknun á,“ þá fóru þeir með skyndi og fundu bæði Maríu og Jósefog barnið liggjandi íjötu. Jesús kom í heiminn sem lítið barn. Krossinn og upprisan beið hans. Hann kom til þess að vera vinur minn og bróðir í syndugum og gjörspilltum heimi. Til þess að fá að bera mínar og þínar byróar. Hann tók á sig okkar syndir. Hann vill fá að ganga inn í kjör okkar í amstri daganna. Hann vill vera frelsari okkar. Helgi Elíasson er fýrrverandi bankaátibástjóri. Halldóra Lára Ásgeirsdóttir Uppáhalds jólasálmurinn minn Þegar ég stend frammi fyrir því að velja einn jólasálm, þá finnst mér það ekki létt verk, því þeir eru allir mér kærir, hver á sinn hátt. Eg hef líka aila tíð verið ósátt við þegar dansað er kring um jólatré og sungnir eru hákristilegir sálmar. Margir okkar ástsælustu jólasálmar eru þannig að þeir færa okkur nær Jesú. Svo eru lögin vió marga sálmana þannig að þeir opna hjarta manns fyrir nærveru Guðs. Kannski er það bernskuminningin sem gerir þá svona áhrifaríka. Sálmurinn Ó, hve dýrleg er að sjá er einn þeirra. Sálmurinn fjallar um stjörnuna sem lýsti upp Betlehemsvell- ina, svo allar aðrar stjörnur huldust og birta þessarar einu stjörnu var sem af sól. Vitringarnir þrír lögðu af stað til að veita Jesúbarninu lotning. Af því aó þeir fylgdu stjörnunni fundu þeir sveininn fri'ða. Það sem er svo frábært er að eins og stjarnan vísaði vitringunum leió er þessi stjarna okkur einnig veitt, ef við viljum fylgja henni. Þessi stjarna er orð Guðs svo þaó væri okkur leiðarljós. Halldóra Lára Asgeirsdóttir er hásmóöir í Caröabœ. Ó, hve dýrleg er aö sjá alstirnd himinfesting blá, par sem Ijósin gullnu glitra, glöðu leika brosi og titra og oss benda upp til sín. Nóttin helga hálfnuð var, huldust nærfellt stjörnurnar, pá frá himinboga að bragði birtu afstjörnu, um jörðu lagði Ijómann hennar sem afsól. Þegar stjarna á himni hátt hauður lýsir miðja um nátt sögðu fornar sagnir víða sá mun fœðast meðal lýða konunga sem ceðstur er. Stjarna skær peim lýsti leið, leiðin pannig varð peim greið uns peir sveininn fundu fríða, fátæk móðir vafði hinn bli'ða helgri í sælu að hjarta sér. Stjarna veitt oss einnig er og efhenni jýlgjum vér hennar leiðarljósið bjarta leiða um jarðar húmið svarta oss mun loks til lausnarans. Villustig sú aldrei á undrastjarnan leiðir há, orðið Guðs hún er hið skæra oss er Drottinn virtist færa svo hún væri oss leiðarljós. Vitringar úr austurátt Crundtvig-Stef. Thor. ei pvídvöldu en fóru brátt pess hins komna kóngs að leita kóngi lotning peim að veita mestur sem að alinn er.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.