Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2001, Side 29

Bjarmi - 01.12.2001, Side 29
ings sem höfundur og ritskýrandi deila. Hann gerir aftur á móti mögulegt að inn- tal< textans skilst. Þetta á við um túlkun á öllum textum. Þess vegna byggir ritskýr- ing ritningarinnar á sömu forsendum og aðrar bókmenntir. Við hana verður að beita reglum málfræðinnar, aó greina byggingu textans, athuga sögulegan bak- grunn o.s.frv. Útleggjandinn á því að koma með allan forskilning og þekkingu að textanum er hann lýkur honum upp.l4! Afgerandi aftur á móti fýrir rétt- an skilning á ritningunni er nauðsyn þess að átta sig á að hún fjallar um stöðu mannsins frammi fýrir Guði. Efni hennar snertir því við innsta kjarna tilveru hvers einstaklings. Persónubundin, huglæg túlkun er því hin hlutlausasta því „ein- ungis ef leitað er svara við spurningunni um eigin tilvist hlustar túlkandinn eftir því sem textinn tjáir“.tsl Bultmann dreg- urfram þennan þátt varðandi þýðingu á textum. An áðurnefndrar þekkingar væri hún ekki möguleg. Ferlið að skilningi skiptir Bultmann einnig miklu máli. Án leiðandi spurningar sem er beint að text- anum fæst ekkert svar. I þessu samhengi ber þó að gæta vel að því hvaða spurn- ingar hæfa. Þær spurningar sem ritningin vill svara snúa ekki aó heimsmynd, vit- neskju um forna sögu, fagurfræði og sál- fræði. Fyrst þegar spurt er um tilvist og tilgang mannlegs líf, um samband Guðs og manns, um synd og náð, þá veitir Biblían svör.t®] Bultmann leitar því í smiðju Heideggers til að orða þær spurn- ingar sem leita ber svara við. Hann er þess fullviss að það sem ritningin orðar með hugtakinu synd eigi við um tilvistar- greiningar Heideggers. Maðuripn lifir óeiginlegri tilveru undirvaldi syndarinnar en ávöxtur hennar er dauðinn. Hann gegnsýrir allt líf og ákvarðar endalega stefnu þess. Andspænis þessari neyð verður spurning um um endurlausn krefj- andi. Og hér stígur Bultmann skrefið sem Heidegger tekur ekki — meó málfari trú- fræðinnar — frá veruleika lögmálsins yfir til fagnaóarerindisins. Samkvæmt Bult- mann grípur Guð inn í tilveru mannsins og breytir stefnu þess með því aó kalla hann til trúar. Afgerandi er að skilja þá djúpu sýn á mannlegan veruleika sem er að finna í textum ritningarinnar. Þar er tekist á vió meginvanda mannsins, áhyggjurnar og einsemdina sem gegnsýra tilveruna hans. Orð ritningarinnar opna og veita manninum nýja sýn á tilveruna sem hann höndlar í trú. Henni má ekki rugla saman vió trúgirni á gamlar sögur eða dauðahald í úrelta heimsmynd um sköpun heimsins á sex dögum, engla, djöfla, meyfæðingu, kraftaverk o.s.frv. Trúin er traust til Guðs sem mætir mann- inum í fýrirgefningarorði fagnaðarerind- isins. Það losar einstaklinginn undan klafa fortíðar og óvissrar framtíðar og gerir nútíóina að vettvangi lífs hans.t7! Kjarninn er að tilveru sína byggir maður- inn ekki á sjálfum sér og tilgang li'f síns finnur hann ekki meó hjálp skynsemi, til- finninga, nátúrunnar o.s.frv., heldur í Guði sem mætir manninum í utanað komandi orði (extra nos) um Jesú Krist. Og það snertir hvern og einn persónu- lega (pro me). Þetta er hneyksli fagnaóar- erindisins en ekki sú heimsmynd sem boóskapur ritningarinnar er klæddur í. Bultmann getur því verió mjög róttækur gagnvart henni og myndmáli ritningar- innar. Hann hefur því verið ásakaður fýr- ir þá tálsýn að hægt sé aó aðgreina á þennan máta formið frá innihald boðun- arinnar. Burtséð frá því þá er tilvistarleg túlkun ritningarinnar, þ.e. áherslan á persónulegt hjálpræði einstaklingsins í Kristi, eini möguleikinn til að brúa gjána sem sagan setur milli atburðanna sem lýst er og okkar. Hún heldur til streitu túlkuninni að atburöirnir sem þar er lýst hafi orðið vegna okkar (extra nos) og séu okkur ætlaðir (pro me). Spurningin er aft- ur á móti hvort nauðsynlegt sé að ganga eins langt í afgoðun á heimsmynd og málfari ritningarinnar og Bultmann gerði til að draga þessa þætti fram.l8! Biblíuleg túlkunarfræði Þýski heimspekingurinn Hans-Georg Gadamert9] greinir það ferli sem hugsun mannsins fýlgir til að öðlast skilning og sýnir fram á aó neikvæð afstaða sögu- 29

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.