Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2001, Side 31

Bjarmi - 01.12.2001, Side 31
sé Guðs oró og aó Jesús Kristur sé mönd- ullinn sem allt snýst um innan hennar. Fjöldi guðfræðinga tengist þessari stefnu og er nær að tala um hreyfingu. Gefió er út merkt tímarit sem er tileinkað henni og það gefur að skilja að áherslur fræði- manna eru mismunandi innan henn- ar.l16! Innan nýjatestamentisfræðinnar hafa komið fram tvö mikil ritverk - annað eftir Peter Stuhlmacher og hitt eftir Hans Hubnerl17] - sem ganga út frá þessari áherslu. Rétt er að geta þeirra og hvernig höfundar þeirra svara spurningunni um einingu ritningarinnar eða hvaó geri Gt og Nt að einu riti, Biblíunni. Peter Stuhlmacher gengur út frá því að þegar vitnisburóur ritningarinnar er rannsakaður beri ritskýringunni að fylgja forsendum sögulegrar gagnrýni. En sam- hliða því á að gera grein fyrir þeirri sann- leikskröfu sem kemur fram í textum Bibl- íunnar. Til að svo megi verða grípur Stuhlmacher til forsendu sem hann nefn- ir „Vernehmen" eða það að meðtaka boóskapinn, sem er aó vera opinn fyrir sannleikskröfu ritningarinnar. Auk þess ber að taka tillit til játningar kirkjunnar en umfram allt að röksemdarfærsla sé augljós og að hún sé prófanleg.l18! Þegar hugað er að innbyróis tengslum testamentanna (Gt og Nt), vísar Stuhlmacher á þá sögulegu staóreynd að Jesús, postularnir og Páll voru allir gyð- ingar. Það eitt tryggir gildi Gt fyrir það nýja og kristnina. Við þetta bætist hin flókna tilurð ritningarinnar, jafnt her- breska og gríska Gt (LXX) og Nt. Þetta ferli er mótað af samfelldri hefð útlegg- ingar og einingu játningarinnar. Þær samræmast kjarna ritningarinnar sem er vitnisburóurinn um hjálpræðisverk Guðs fyrir gyóinga og heiðingja í Jesú Kristi. Þessi vitnisburður á djúpar rætur bæði í Gt og Nt. Hann er óaðskiljanlegur frá Guði sem skapaði heiminn, útvaldi Israel sér til eignar og opinberaði sig í Krist sem hjálpræði heimsins.l19! Hans Hubner skilgreinir einingu testa- mentanna í Ijósi notkunar höfunda Nt á Gt. Viðfangsefnið er því ekki Gt sem slíkt, heldur hvernig Gt er skilió í Nt. Kjarni túlkunarinnar er að Guð Israels er faðir Jesú Krists. Hvernig beri að útfæra þessa staðreynd kemur í Ijós við athugun á hverjum höfundi rita Nt fyrir sig. Þegar það er athugað kemur í Ijós aó: „Allt stendur og fellur meó því að Guð opin- berar sig. Hann stígur fram í ávarpi sínu til mannsins. Guðfræðilegt inntak þess fer ekki eftir því hver er ávarpaður [þ.e.a.s. maðurinn], heldur eftir því hver ávarpar [þ.e.a.s. Guð]. Hjálpræðislegt hlutverk Israels er því ekki miðlægt [hjá höfundum Nt] þar sem Guð kallar og réttlætir jafnt Israel og þjóðirnar" í sögu Israels ogjesú Kristi.l20! Samhengió á milli Gt og Nt ber því al- farið aó greina út frá Guði, verki hans og að hann opinberar sitt innsta eðli í Jesú Kristi. Nióurstaóa Ef litið eryfirtúlkunarsögu ritningarinnar er Ijóst að einingu hennar og rétta túlkun er einungis hægt að tryggja meó kristsmiðlœgri Cuð-frcsði og Guðmiðlœgri Kristsfrcsði. Kristsmiólæg Cuð-frceði þýðir að starf og fýrirheit Guðs í Gt rætast í Kristi. Guð-miðlæg Kristsfræói þýðir að opinberun Guðs ÍJesú Kristi staðfestir að Guö er sá sem hefur þegar opinberað sig í Gt.l21! Þar meó erum við aftur komin á slóðir Emmausfaranna. Við látumjesú Kristum að leggja út ritninguna. Kristur dregur fram hvernig Gt vitnar um hann og Nt greinir síðan frá því hvernig fyrirheitin rætast í honum. Kristur er möndullinn sem allt snýst um í ritningunni og mæli- kvaróinn sem hún lýtur. LeiÓin til Emmaus var löng og líklega hefur Jesú gripið til allmargra túlkunaraðferða en þá ætíð til að varpa Ijósi á sannleikann sem erJesús Kristur, boðun hans og verk, sem eru ætluð okkur mönnum. [1] Manfred Oeming, Biblische Hermeneutik, Darmstadt 1998, 17-18. Peter Stuhlmacher, Vom Verstehen des Neuen Testamensts Eine Hermeneutik, Göttingen 1979, 22-24 [2] Martin Heidegger, Sein und Zeit , 17. útg. Túbingen 1993, 114-180. [3] Rudolf Bultmann, Glauben und Verstehen Bd. I, 8. útg. Tubingen 1980, 136. 305- 312. Gerhard Gloege, Mythologie und Luthertum. Recht und Grenze der Entmyt- hologisierung, 3. útg., Göttingen 1963, 23-26, 152. Eberhard Hauschild, Rudolf Bultmanns Predigten, Marburg 1989, 132- 137. [4] Rudolf Bultmann, „Das Problem der Hermeneutik", 230-231. [5] Rudolf Bultmann, „Das Problem der Hermeneutik", 230. [6] Rudolf Bultmann, „Das Problem der Hermeneutik", 232. [7] Rudolf Bultmann, „Die Bedeutung des Alt- en Testamenst fúr den christlichen Glauben", Glauben und Verstehen Bd. I, 324. [8] Peter Stuhlmacher, Vom Verstehen des Neuen Testaments Eine Hermeneutik, 181- 182. [9] Hans-Georg Gadamer, Wahrheit und Met- hode, 4. útg. TUbingen 1975, XXVII. [10] Hans-Georg Gadamer, Wahrheit und Met- hode, 271, 282. Manfred Oeming, Biblische Hermeneutik, 23. Peter Stuhlmacher, Vom Verstehen des Neuen Testaments Eine Hermeneutik, 197-199. Klaus Berger Hermeneutik des Neuen Testaments, Tubingen 1999, 25. [11] Hans-Georg Gadamer, Wahrheit und Met- hode, 289. [12] Dæmi um það er t.d. ritskýringarröðin Evangelisch-Kathlische Kommentar zum Neuen Testament (EKK), nægir hér til að sjá gildi þessarar áhersla að skoða hin um- fangsmiklu skýringarrit Ulrich Luz Das Evangelium nach Mattheus EKK 1/1 - 3, Neukirchen 1984-1997, ogWolfgang Schrage Der erste Brief an die Korinther EKKVII/1-4, Neukirchen 1991-2001. [13] Brevard S. Child, DieTheologie dereinen Bibel, Band 1: Grundstrukturen, Freiburg 1994, 86-91. [14] Brevard S. Child, Die Theologie der einen Bibel, Band 1: Hauptthemen, Freiburg 1996, 444-452. [15] Manfred Oeming, Biblische Hermeneutik, 77. [16] Henni tilheyra m.a. B. S. ChildsJ. A. Sanders, F.-L. Hossfeld, K. Koenen, N. Lohfink, O. H. Steck, E. Zenger, K. Koch, T. Rentorff, O. Hofius, B. Janowoski, U. Wilckens, E. Herms, M. Oeming, P. Stuhlmacher, H. Hubner. Tímaritið nefnist Jahrbuch fur Biblische Theologie (JBTh). [17] P. Stuhlmacher, Biblische Theologie des Neuen Testaments, Band 1, Grundlegung Von Jesus zu Paulus, Göttingen 2. útg. 1997; Biblische Theologie des Neuen Testaments, Band 2, Von der Paulusschule bis zur Johannesoffenbarung, Göttingen 2. útg. 1999. Hans Hubner, Biblische Theologie des Neuen Testaments, Band 1, Prolegomena, Göttingen, 1990. Biblische Theologie des Neuen Testaments, Band 2, Die Theologie des Paulus, Göttingen, 1993; Biblische Theologie des Neuen Testaments, Band 3, Hebráerbrief, Evang- elien und Offenbarung Epilegomena, Gött- ingen, 1995. [18] P. Stuhlmacher, Biblische Theologie des Neuen Testaments, Band 1,11. [19] P. Stuhlmacher, „Biblische Theologie des Neuen Testaments - Ein Skizze", tilvitnun fenginn í Udo Schelle, Einfúhrung in die neutestamentliche Exegese, 5. útg (völling neubearbeitete Auflage), Göttingen 2000, 185. P. Stuhlmacher, Biblische Theologie des Neuen Testaments Band 1,3-12. [20] Hans Húbner, Biblische Theologie Bd. II, 344. [21] Udo Schelle, EinfUhrung in die neutesta- mentliche Exegese, 186. Sigurjón Árni Eyjólfsson er héraðsprestur í Reykjavík. L 31

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.