Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.2001, Page 34

Bjarmi - 01.12.2001, Page 34
Syndir eru svo smáar í augum hans Ur ræðusafni Richards Wurmbrands Richard Wurmbrand flytur erindi í útvarpi. Elskuðu bræóur og systur. Það er hyldýpi synda í sérhverju okkar, fjóshaugur kynslóóanna. Sunnudag nokkurn hafói ég prédikaó tvisvar og um kvöldiö var ég oróinn þreyttur og hvíldar þurfi. En ég fann sterka þörf hjá mértil þess aö fara á bar- inn sem var hinum megin vió götuna. Þegarég sagói konu minni þaó mótmælti hún harólega. „Þú hefur talað tvisvar í dag gegn drykkju, og nú munu allir nágrannamir sjá þig fara á barinn til þess aó fá þér í glas. Þú getur ekki gert slíkt. Þú veróur baktalaóur." „Komdu með mér,“ sagði ég, „þá munu þeir baktala okkur bæði.“ Þegarvið komum inn á krána, skildi ég hvers vegna ég hafói verió sendur þang- aó. Þar stóó maðurvió barinn, rússnesk- ur kafteinn, meö fingur á gikknum á byssu sem hann otaói að fólkinu og hót- aði aó skjóta alla. Hann var drukkinn og hafói beóiö um meira aó drekka. Honum hafói verió neitað um þaó og brugóist hinn versti vió. Fólkið hafði falið sig und- ir borðum og stólum. Enginn gat talaó vió hann af því aó enginn kunni rúss- nesku. Eg talaði rússnesku. Þegar ég spurói hann hvaó um væri aó vera, róaðist hann dálítió og skýrói kröfu sína. Eg lofaói honum aó ég skyldi bjarga málinu, ef hann aóeins yrói rólegur. Eg gekk til kráareigandans og lofaöi honum aó vió hjónin mundum sitja meó kaftein- inum, svo aó ekki hlytist meira ónæói af. „Láttu hann fá eina flösku í vióbót.“ Kráareigandinn varö svo glaður aö hann hrópaói upp yfirsig: „Prestur minn, þú hefur bjargaó lífi mínu! Eg verð þér ævinlega þakklátur. Héðan af skaltu fá aó drekka frítt eins mikió og þú vilt.“ Rússneski kafteinninn, konan mín og ég settumst nióur vió boró. Komið var með flösku af víni og þrjú glös. Hann fýllti glösin. Konan mín drekkur ekki og ekki heldur ég, en hann vildi vera kurteis. Hann drakk úr öllum glösunum. Hann var drukkinn, en vanur drykkjumaóur. Hann gat rökrætt og skilió. Meóan hann var að drekka, sagói ég honum því hina eldgömlu sögu um son Guós sem kom af himni, sem var fæddur af meyju og lagóur í jötu, kenndi aö elska, lifói þjáningafullu lífi ogvarað lok- um krossfestur fyrir syndir okkar en síóan reistur upp frá dauðum, steig upp til himna og undirbýr þar fyrir sérhvern iör- andi syndara, sem leggur traust sitt á hann, eilífa dvöl í sælu. Maðurinn hlust- aði afathygli meóan hann drakk. Þegar ég hafói lokiö máli mínu sagói hann: „Þar sem þú ert búinn aó segja mér hver þú ert, skal ég segja þér hver ég er. Eg er prestur í rétttrúnaóarkirkjunni. Þegar Stalín lét drepa 80.000 presta, varó ég skelfingu lostinn. Ég tók því tilboói komm- únista um aó veróa kennari í guóleysi. Þó að ég tryði á Guö samþykkti ég að fara bæ úr bæ, þorp úr þorpi, til aó sann- færa fólk um aö enginn Guó væri til, ekki heldur Kristur og ekkert eilíft líf. Ég hef eyóilagt trú margra, þar á meðal margra sóknarbarna minna. En ég gat ekki sigr- ast á óttanum. Refsing Guðs hefur verið sú að með þessari hendi, sem ég notaði áóur til þess aó útdeila heilögu sakra- menti, hef ég þurft aó skjóta kristið fólk sem neitaói aó fara í Rauóa herinn. Og nú drekk ég og drekk til þess aó reyna aó gleyma því sem ég hef gert, en ég get ekki gleymt. Þjónn, komdu með aðra flösku." í hljóói tignaði ég heilagan anda, sem leióir okkur á rétta staöi á réttum tíma. Ég spurði kafteininn: „Kanntu trúarjátn- inguna ennþá?" Hann rámaði eitthvaó í hana. Þaó voru mörg ár síðan hann hafði fariö meö hana síóast. 34

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.