Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 6
2 Heima er bezt Nr. 1 Heima er bezt Kemur út mánaðarlega, 32 síður. Ritstjóri: Vilhj. S. Vilhjálmsson. Utgefandi: Bókaútgáfan. Norðri.. Sími, 3987. Pósthólf 101. Prentsmiðjan Edda h.f. Stefna og tilgangur HEIMA ER BEZT vill leggja megináherzlu á að segja frá lífs- baráttu fólksins í landinu, til sjávar og sveita, fyrrum og nú. Jafnframt vill ritið segja frá hugðarefnum þess, tómstunda- iðkunum og andlegum íþróttum. — Það mun ekki ganga troðna slóð annarra rita, sem gefin hafa verið út og flutt glæpasög- ur og kitlandi ástasögur, þýdd- ar úr erlendum málum. Hinsveg- ar mun það flytja erlent efni, en ekki mikið, og þá fyrst og fremst sannar frásagnir um líf og starf fólksins, afrek þess í verklegum og andlegum efnum, svo og sannar sagnir um afburðamenn á ýmsum sviðum. Ritstjóra og útgefanda er það vel ljóst, að því aðeins getur HEIMA er bezt staðið við þá á- kvörðun sína að flytja fyrst og fremst innlent efni, og þá ekki sízt frá hinum dreifðu byggð- um, að það njóti vinsemdar og aðstoðar manna um land allt, sem þykir gaman að því að færa í letur frásagnir manna um líf og starf fólksins. Vill ritið því skora á alla slíka að snúa sér til ritstjórans með ritverk sín. Mun ritið taka til birtingar greinar um menn og konur nú og fyrr- um, viðtöl og frásagnir af af- reksverkum og lífsstarfi, ferða- sögur, lýsingar á sveitum, kaup- túnum og kaupstöðum, atvinnu- tækjum og framkvæmdum, svo og kveðskap, sagnir af dýrum og sambúð manna við þau, enn- fremur sögulegt efni, sem marg- ir alþýðumenn hugsa mikið um og rannsaka eftir eigin leiðum. — Ritið mun og, að minnsta kosti við og við, birta smásögur, Úr hvaða bókum eru eftirfarandi kaflar? I. Ketill blundr ok Geirr, sonr hans, kómu til Islands ok váru með Skalla-Grími inn fyrsta vetr. Þá fekk Geirr Þórunnar, dótt- ur Skalla-Gríms. II. Ekki létu menn skírast af þeirra orðum í Vestfirðingafjórðungi, svá at menn viti þat, en í Norðlendingafjórðungi höfnuðu margir menn blótum ok brutu skurðgoð sín, en sumir vildu eigi gjalda hoftolla. III. Svá gera þeir ok taka land undir ein- hverju nesi at kveldi dags, ok var þar bátr á nesinu. En þar bjó Herjólfr, faðir Bjarna, helzt innlendar, en þó einstaka sinnum úrvals smásögur eftir erlenda höfunda. Nafn ritsins felur og að nokkru í sér stefnu þess. Það vill byggja tilveru sína og framtíð á þjóðlegu efni, og verður að fara sem vill um það, hvort það tekst, en það veltur ekki að litlu leyti á því, hverrar aðstoðar það nýt- ur hjá ritfærum mönnum um land allt. Að sjálfsögðu greiðir ritið fyrir veitta aðstoð. — Þetta fyrsta hefti ber merki þess, hvernig ritinu er ætlað að vera í framtíðinni, en þróun þess mun þó leiða í ljós, hvernig til tekst. Ritstjórinn. á því nesi, ok af því hefr nesið nafn tekit ok er síðan kallat Herjólfsnes. Fór Bjarni nú til föður síns ok hættir nú siglingum ok er með föður sínum, meðan Herjólfr lifði, ok síðan bjó hann þar eftir föður sinn. IV. Hver var Freydís, og hvert var ódæðis- verk hennar? Sendið svörin við þessum spurningum og eins þeim, sem eru á bls. 31 í lokuðu umslagi til „HEIMA er bezt“, fyrir 1. apríl. Sá sem svarar öllum spurningum rétt, fær bækur frá Noðra eftir eigin vali fyrir 100 krónur. Ef mörg rétt svör berast, verður dregið um verðlaunin. ------------—•— -----------J MYNDIR d fyrstu síðu: ' 1. Uppskipun á vertíð í ! Sandgerði. ! 2. Innvigtun mjólkur hjá samlaginu á Húsavík. 3. Gert að netjum á ver- tíð í Vestmannaeyjum. 4. Snjórinn er kærkom- ! inn sumum í hlað- , varpann. L.— -------—--—■—---------4

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.