Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 29
INr. 1
Heima er bezt
25
Úr gömlum blöðum:
Dysjarnar á Hafur-
bjarnarstöðum
SÍÐAN NARÐLENDINGAR tóku hefnd
fvrir biskup sinn, Jón Arason, á Kristjáni
eru 377 ár, og stendur í Arbókum Espólíns,
skrifara og fylgjurum hans, á Kirkjubóli,
að Jieir drepið hafi þar 7 til 8 menn aðra,
•og dysjað þá fyrir norðan garð (sjá Árb.
Espól. 1. d. 3. þ. bls. 76—77). Dysjar
þessar eru fyrir norðan garð á Hafurbjarn-
arstöðum (sem liggur fyrir norðan Kirkju-
þól hið forna), og hafa verið sandkafnar,
en stundum hafa sést fáein mannabein
blásin þar upp úr sandinum. Eftir út-
synningsveðrin í vetur, blésu upp þess-
ar dysjar, og fór þá búandinn á Hafur-
bjarnastöðum, eftir fyrirmælum mínum, að
gefa þeim nákvæman gaum. Hann hefur
sagt mér, að hann hafi fundið þessar dysj-
ar, 6 að tölu, í hverri þeirra ein manna-
hein, nema einni hafi verið af tveimur
mönnum, fullorðnum og unglingi — líka
■sé í hverri dys, hjá mannabeinunum, bein
af einum hesti. Utan um hverja dys hafi
verið hlaðið grjóti og hellublöð lögð ofan
á, muni svo hafa verið þakið sandi, eða
þakið grassverði. I einni dysinni fann hann
spjótsblað og beizlisjárnmél, í annarri odd
af spjóti, líka brot eða parta af ryðbrunn-
um járnkatli eða potti og höldu úr honum
brotna í tvennu lagi. Af því hann hefur
haldið þessum ryðbrunnu brotum til haga,
setla ég að senda þá gripasafninu í Reykja-
vfk; ég geng að því máli vísu, að herra
málari S. Guðmundsson, muni gefa lýsingu
á þeim á sínum tíma. Getgáta mín er sú,
að hestar þeir, sem fylgdarmenn Kristjáns
riðu suður, hafi verið drepnir og dysjaðir
með, líka að vopn hinna dönsku manna
hafi verið lögð hjá þeim; Iíklegt er, að
þegar þau hafi blásið upp seinna, hafi þau
verið hirt af þeim, sem fundið hafa.
Pottur sá, sem látinn hefur verið í dys-
ina, ímynda ég mér, að hafi verið mat-
reiðslupottur sá, sem einhver meðreiðar-
maður. Kristjáns hefur haft með, sér, til að
matreiða í handa honum og þeim Dönum,
því líklegt er, að sjálfur umboðsmaðurinn
Það birti yfir svip Nerós.
— Já, auðvitað, Arseníus. Enginn mað-
ur hefði þorað að storka mér á þennan
hátt. Hvílík fregn í Róm! Látið sendi-
mennina leggja af stað strax í kvöld til að
segja frá því, hversu keisari þeirra varði
heiður þeirra í Olympíu í dag!
hafi ekki í þá daga gjört sig ánægðan með
matreiðslu og mat hjá bændum.
Beinin, sem sýndust vera af unglingi,
getur skeð að sé Baldvins Kristjánssonar.
Ekki hygg ég, að Kristján sjálfur hafi
hér verið dysjaður, enda þótt Norðlend-
ingar í þá daga ekki hafi gefið um að gera
honum hærra undir höfði en fylgjurum
hans, en líklegt að lík hans hafi verið sótt
og flutt til Bessastaða. Það eru munnmæli,
en ekki áreiðanlegar sögur um, að Kristján
hafi ekki dáið þegar af laginu, sem hann
fékk, heldur hafi hann komizt á bák og
riðið með því heim, en ekki komizt lengra
en í svokallað Kapelluhraun, og þar hafi
hann hnigið dauður af hestinum, hafi þá
verið hlaðin kapella sú, sem kölluð er, og
hraunið tekur nafn af, til minningar þess
hvar hann varð til, líkt eins og víða hefur
venja verið, að hlaða þar upp vörðu, sem
menn hafa orðið bráðkvaddir, eða fundizt
dauðir. Fyrir mörgum árum sfðan vissi ég
tii, að á þessu svæði fannst handhringur
mjög forn, úr silfri og einhverntíma gyllt-
ur. Var á honum upphleypt krossmark, líkt
eins og hefur sézt á gömlum beltispörum.
I árbókum er þess getið, að norðanmenn
hafi farið um öll suðurnes og drepið alla
eftirlegumenn danska, er þeir fundu, 14 að
tölu. Er getgáta mín, að mannabein þau,
er fundust um árið grafin niður í hólinn á
Smiðshúsum í Hvalneshreppi, hafi verið
þeirra manna, sem þar voru þá dysjaðir.
Útskálum, 24. d. aprílm. 1868.
S. B. Sivertsen.
(Baldur 30. apríl 1868).
Barnsmorð á Axar-
fjarðarheiði
Á SUMARDAGINN FYRSTA kom
sendimaður til Akureyrar með barnslík á
bakinu til læknisins, til skoðunar og upp-
skurðar, norðan af Axarfjarðarheiði. Hafa
foreldrar barnsins búið í koti á heiðinni;
fæddist barn þetta í haust um veturnæt-
ur og vildi móðirin láta skíra það þegar, en
íaðirinn taldi það úr, og kvað það ekki
myndi gamalt verða; fór hún samt með
barnið við fyrsta færi til séra Vigfúsar á
Svalbarði, er skírði það. Leið svo og beið
þar til .um næstu skírdagshelgi, að faðirinn
kemur heim úr ferðalagi, kvaðst hann vera
lúinn, og bað hana að gefa kindum í kofa
hjá bænum; lagði hún barnið út af sofandi
og heilbrigt, og flýtti sér að þessu, þvf hún
hafði einhvern grun um manninn, en þá
er hún kom inn, var barnið í andarslitrun-
um, og annar vanginn blár; fór hún þá með
barnslíkið til sóknarprestsins, en hann
sendi með það til Jóns á Gautlöndum, er
nú er settur sýslumaður í Þingeyjarsýslu,
en hann sendi með það til læknisins, sem
fyrr segir, var það jarðað á mánudaginn
fyrstan í sumri á Akureyri. Faðirinn heit-
ir Bjarni Sigurðsson, og er hann hafður
grunaður um dauða barnsins, en móðirin
heitir Hólmfríður Jóhannesardóttir".
(Baldur 5. maí 1868.)
Hverjir eru stærstir
„raerkjasteinar”
20. aldarinnar?
Menn þurfa að lesa íslenzka bónd-
ann eftir Benedikt Gíslason frá Hof-
teigi til að fá svar við þeirri spurn-
ingu.
ÍSLENZKI BÓNDINN
er ein sérstæðasta og merk-
asta bók, sem gefin hefur
verið út hin síðari ár, „rök-
rétt og sterkt leiðarljós um
íslenzka bóndann, upphaf
hans, ævikjör hans, baráttu
og sigra," — öndvegisbók,
sem ekkert íslenzkt heimili
má án vera.
Bókin er 295 bls. í stóru broti, með
fjölmörgum teikningum eftir Halldór
Pétursson listmálara. Kr. 60.00 heft,
kr. 75.00 í rexinbandi, kr. 90.00 í
skinnbandi.
Sendum gegn póstkröíu.
BÓKAÚTGÁFAN N O R Ð R I,
Pósthólf 101 Reykjavik.