Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 13
Nr. 1
Heima er bezt
9
Dýrin og við:
SESAR — hundur Jóns á Þingeyrum
Eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp
MAÐUR er nefndur Bjarni
Björnsson. Hann bjó á Hvoli í
Vesturhópi og Neðra-Vatnshorni
í Línakradal um alllangt skeið
fyrir og eftir síðustu aldamót.
Bjarni var greindur maður,
skemmtinn og glaðlyndur, öl-
kær og skáldmæltur, hestamað-
ur og mikill dýravinur.
Bjarni var greiðvikinn, óspar
á fé og höfðingi heim að sækja,
og þá skemmtinn og glaðvær við
gesti sína. Hann var oft á ferða-
lagi. Hann lagði sérstaka rækt
við góðhesta og vitra hunda. Oft-
ast var hann vel ríðandi á ferð
og hafði vel vaninn og vitran
hund til fylgdar.
Þeir Bjarni og Jón Ásgeirsson
á Þingeyrum voru góðir vinir og
stöfnunum fram, en það er óvenjulegt fyrir-
bæri í húsagerðarlist á Islandi. Hvers vegna
fer ég ekki heldur að virða fyrir mér þessi
skemmtilegu hús en rifja upp leiðinlega
sögu?.... Austanvert við strætið er forn
grafreitur forfeðra okkar, sem nú byggjum
þennan höfuðstað. Grafreiturinn hefur ár-
um saman verið skrautgarður, opinn al-
menningi, og þár spretta hinar fegurstu rós-
ir á sumrin. En á vetrarnóttum hefði ég
hins vegar gert ráð fyrir, að enginn gisti
hann nema nakin tré og beinagrindurnar
djúpt í sverðinum, — ef ég hefði ekki rekið
augun í ungan mann, sem lá þar ofan á
hvítum snjó. Hann reis upp, þegar ég gekk
að honum, og minna mátti sjá en það, að
hann var drukkinn. En hvað sagði hann
svo? Sagði hann ekki eitthvað? Jú, hann
sagði, eins hátt og hann gat: „Mér leiðist!
Þejta er allt saman vitlaust!" Og fyrr en
ég veit, er ég aftur farinn að rifja upp hin
döpru örlög — ekki samt örlög misskilinna
listamanna (því þeir hafa margir hverjir
fengið sína viðurkenningu, þótt seint væri),
nei, heldur örlög ofur venjulegs ungs manns,
sem, þrátt fyrir allar framfarir og hug-
sjónir tuttugustu aldarinnar, hrópaði út í
nóttina: „Mér leiðist! Þetta er allt saman
vitlaust!" — án þess að gömul húsin við
Aðalstræti létu sér hið minnsta bregða við
þau orð.
Elías Mar
voru oft saman á ferðalagi, enda
gerðu þeir margar hliðstæðar
kröfur til lífsins.
Að vori til, laust fyrir 1880,
kom Bjarni sunnan af Vatns-
leysuströnd. Skammt sunnan við
Hafnarfjörð mætir hann manni,
og voru tveir hundar í fylgd með
honum. Annar þeirra var svört
tík, alútlend að kyni. Hún var
svo síór og falleg, viturleg og
mikil atgjörfisskepna, að Bjarna
varð mjög starsýnt á hana. Með
henni var hálfvaxinn sonur
hennar með sama lit og ein-
kennum. Bjarni varð mjög hrif-
inn af þessum mæðginum. Við
samtal Bjarna og manns þessa
vitnaðist, að svarta tíkin hafði
orðið eftir af útlenzku skipi í
Hafnarfirði haustið áður, og
kvaðst maðurinn hafa tekið tík-
ina heim með sér. Skömmu síð-
ar eignaðist hún fjóra hvolpa,
svarta að lit. Þeir voru þrír
hundar og ein tík. Þeir voru
snemma þroskamiklir og efni-
legir og mjög fallegir. Öllum
hvolpunum hafði maðurinn
fargað til kunningja sinna,
nema þeim svarta, sem enn
fylgdi móður sinni.
Maðurinn kvað tíkina stór-
vitra. Hún væri framúrskarandi
skothundur og virtist skilnings-
skörp á orð og bendingar, og
mundi talsvert farin að skilja
íslenzka tungu.
Við þessar upplýsingar afréð
Bjarni að reyna að eignast
svarta hvolpinn, ef þess væri
kostur. Ekki mun vera til kaup-
samningur frá þessum viðskipt-
Jón Asgeirsson.
um, en niðurstaðan varð sú, að
Bjarni fór með þann svarta.
Bjarni nefndi hann „SESAR“.
Hann varð snemma mikill vexti
og glæsilegur og vakti fljótt á
sér athygli fyrir vitsmuni. Hann
varð góður skothundur og lærði
ýmsar kúnstir, fór í smá sendi-
ferðir, leitaði uppi týnda muni
og fleira.
En þessi vitri fylginautur
Bjarna varð ekki langlífur.
Snemma vetrar 1883 dó hann af
slysi. Skömmu síðar skrifaði
Bjarni manni þeim, sem Sesar
var frá og óskaði eftir öðrum
hvolpi af sama kyni. En þá vildi
svo gæfusamlega til, að hálf-
vaxinn, svartur hvolpur var til
þar syðra, undan systur og jafn-
öldru Sesars. Þennan hvolp gat
Bjarni fengið og nálgaðist hann
skömmu síðar.
Þennan hvolp nefndi Bjarni
einnig Sesar. Hann var mjög
ÁSGEIR JÓNSSON frá Gottorp er fyrir l'öngu orðinn þjóð-
kunnur maður fyrir ritstörf sín um dýrin og mennina og þá
fyrst og fremst um hestana. Hér segir hann öráðskemmtilega
sögu af furðulegum hundi, og gœtir frásagnarsnilli Ásgeirs
! mjög einmitt í þessum þœtti. — HEIMA er bezt vill gjarna
fá til öirtingar greinar um dýrin og mennina.