Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 26
22 Heima er bezt Nr. 1 Stigamanna- kvæði Bjarna Jónsson skálda (Bjarni Jónsson skáldi fæddist um 1575—1580 og dó um 1655. Kunnustu kvæði hans eru Aldasöngur og öfug- mælavísur, en hann mun fyrstur manna hafa ort öfugmælavísur hér á landi). Barn réð benda brynju hærðum þolli, honum réð venda hæran ein í kolli. Einn ránsmaður áður lá út á skógi þröngum, góssi rænti gumum frá, gjörði að hlífa engum, umferð mátti enginn ná, af honum stóð hið mesta kvein, honum réð venda hæran ein, ungmenni sér hafði hjá hrekkja vafinn solli, honum réð venda hæran ein í kolli. Eitt sinn hafði hann alla nótt aflað fjár með ráni, að morgni hafði hann svefninn sótt, svaraði víga fáni sig barnið vekja skyldi skjótt ef skatna liti ókennda, honum réð bamið benda, tgnn þá dúr á ránsmann fljótt, ræfrið dró yfir sjónar stein, honum réð venda hæran ein, ungmennið var heldur hljótt, hjá sat geira þolli, honum réð venda hæran ein í kolli. Horfir barnið höfuðið á, hæru lítur eina, hendi fitlar hans við strá hnúa lætur teina; stigamaðurinn stökk upp þá og strax til gatna venda, honum réð barnið benda, óvin sinn þar engan sá ógn svo stæði þar af nein, honum réð venda hæran ein, ungling spyr, þvf blundi brá, beint hvað slíku olli, honum réð venda hæran ein í kolli. „Þér í vanga hárið hér hvítt eitt gjörði’ eg eygja, þótti gaman þetta mér við það að rjála og teygja.“ „Hæran er komin,“ hinn þá tér. „Hvar mun hún ætla að lenda." (Honum réð barnið benda.) „Dapur á eftir dauðinn fer, ef dragast vill ei angurs mein“.' o— Sagt er... SAGT ER, að eitt sinn hafi tignir Danir komið í heimsókn að Bessastöðum meðan Grímur Thomsen bjó þar og hafi þeir ætlað að heimsækja skáldið, en Grímur gegndi um skeið, eins og kunnugt er, miklum tignarstöðum í Danmörku, en sagði af sér skyndilega, er hann fékk ekki embætti er hann girntist og flutti alfarinn heim. Er Danirnir komu að Bessastöðum, hittu þeir úti mann nokk- urn með beizli í hendi og var sá klæddur vinnufötum. Þeir ávörpuðu hann, en hann svaraði á latínu. Spurðu Danirnir þá, hvort það væri algengt á Islandi, að vinnumenn töluðu Iatínu. Kvað skáldið já við því, enginn gæti talizt hæfur vinnumaður, sem ekki skyldi það mál eða talaði. — Sagan bætir því við, að síðar hafi Danirnir ekki orðið lítið undrandi, er þeir hittu húsbóndann prúð- búinn á heimilinu og þekktu þar hinn vinnuklædda mann. ★ SAGT ER, að eitt sinn hafi Sveinbjörn Egilsson, á siglingaárum sínum, kom- ið í hafnarborg í Bandaríkjunum. Heimsótti hann þá matsöluhús eitt og naut þar veitinga. Við næsta borð sátu menn tveir, sem ræddu saman á ensku. SVein- björn mun hafa verið við skál og sletti sér fram í samræður þeirra. Er hann hafði gert þetta nokkrum sinnum, fór mönnunum að leiðast og fluttu sig að öðru borði. Sveinbjörn flutti sig þá nær þeim. Ræddu mennirnir nú saman á þýzku. Sveinbjörn sletti sér enn fram í mál þeirra á því tungumáli. Er það hafði gerzt nokkrum sinnum, fluttu mennirnir sig, en Sveinbjörn elti þá. Nú mæltu menn- irnir á frakknesku. Og Sveinbjörn var ekki af baki dottinn. Hann gaf orð í belg á þeirri tungu. Enn leiddist mönnunum slettirekuskapur þessa sjómanns og fluttu sig. Og enn fylgdi Sveinbjörn á hæla þeim. Nú mæltu þeir á Iatínu og enn gaf Sveinbjörn orð í belg á því máli. — Mennirnir fóru nú að undrast þennan mann og spurðu hver hann væri. — „Ég er íslenzkur sjómaður,“ svaraði Sveinbjörn. „Er það algengt á íslandi að sjómenn kunni ensku, þýzku, frönsku og latínu?“ spurðu þeir. „Já,“ svaraði Sveinbjörn ákveðinn. „Latínan er eitt af aðalfögum sjómannaskólans og fullnaðarpróf skilyrði fyrir því að menn geti fengið sktp- rúm. Ensku, þýzku og frönsku lærum við Islendingar í barnaskólunum.“ ★ SAGT ER, að eitt sinn hafi bóndi einn búið á Vesturlandi, sem aldrei vildi taka við öðru en silfri. Eitt sinn var honum þó greitt með „bankúseðli." Bóndi horfði lengi á blaðsnepilinn og las það sem á honum stóð. Að lokum sagði hann kæruleysislega: „Jæja, já. Þetta er svo sem fullgott í helvítis útsvarið.“ (Honum réð venda hæran ein.) „Mál er komið að sjá að sér, svo . svíki ei myrkra skolli.“ Honum réð venda hæran ein í kolli. Lagði af stuld og ránsmanns rót, rétta iðrun fangar á illu gjörði yfirbót, og til byggða sprangar, lýsti hátt við mannamót, hvað mikið illt nam henda, honum réð barnið benda, síðan bætti við segg og snót, sem hann gjörði nokkurt mein, honum réð venda hæran ein. Öllum sýndi hann æruhót, aldurdómurinn olli, honum réð venda hæran ein í kolli. : Heima er bezt kemur út mánaðarlega. Út-; !söluverð hvers blaðs er kr. 7.00. Þeir, sem gerast fastir ! ! áskrifendur, fá 20% afslátT frá útsöluverði blaðsins. — Þannig kostar árgangurinn (12 blöð, samtals 384 bls.) kr. 67,20. — Gjalddagi blaðsins er : 1. maí. \Heima er bezt pósthólf 101, Reylcjavík. ---— ------—.— ---—.—

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.