Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 17
Nr. 1 Heima er bezt 13 Sagnfræði MAZEPPA TIL MUNU VERA menn hér á landi, sem kannast við kvæð- ið Mazeppa eftir Byron. Það er þó aðeins eitt af þeim mörgu listaverkum, sem sköpuð hafa verið kringum það nafn. Maz- eppa hefur orðið svo mörgum yrkisefni, að vert er að geta hans dálítið. Mazeppa var pólskur aðals- maður, fæddur í Kiev í Úkraínu, sem þá var pólskt skattland, all- löngu fyrir miðja 17. öld. Hann var kornungur að aldri sendur til Varsjá og fékk þar þá mennt- un og uppeldi, sem hæfa þótti ungum aðalsmanni. Dvaldist hann iengst af við hirð Jóhanns Kasimírs Pólverjakonungs og nam þar íþróttir og tungumál og að öllum líkindum herfræði. Virtist honum standa þar marg- ir vegir opnir fyrir atgervis sak- ir. Lifði hann þar farsælu lífi og hamingjusömu, fullu af þrám og vonum æskunnar. En unaðs- stundir hans í Varsjá fengu óhugnanlegan endir. Mazeppa varð fyrir því óhappi að fífla konu aðalsmanns nokkurs þar við hirðina. Komst hinn svikni eiginmaður að þessu og lét í hefndarskyni taka hann og binda hann nakinn á bak villi- hests frá Úkraínu. Var pilturinn reirður svo sterkum böndum, að hann mátti sig hvergi hræra og var látinn liggja á grúfu. Síðan var hesturinn leiddur út á slétt- una fyrir utan Varsjáborg, og var þar slegið í hann. Hann trylltist og hljóp í áttina til Úkraínu og létti eigi þeim óða- hlaupum, fyrr en hann kom að Dnjeprbökkum eftir tvo eða þrjá sólarhringa. Þar hneig hesturinn dauður niður, en hinn þjakaði unglingur var orðinn meðvit- undarlaus. Það vildi honum til lífs, að kósakkar nokkrir, er voru þar í grennd, sáu hrafna- ger mikið og tóku að grennslast eftir, hvað á seyði væri. Þeir urðu harla forviða, er þeir sáu hinn dauða hest, og nakinn mannslíkama á baki hans. Hugðu þeir fyrst, að maðurinn Sankti Pétur og sálin Ævintýri i ljóðum eftir Jón Ólafsson Þetta ljóð orti Jón Ólafsson, þegar hann var ritstjóri „Baldurs“, þá 19 ára gamall. Eg fer að kveða um þig brag, að eitt sinn, einn góðan veðurdag, (séð hef ég þetta sett í letur) að Sankti Pétur í Himnaríki sat á hlaðvarpanum úti og hallaði stúti á neftóbakspontu’ að nefi sér, (svo trúi’ ég ólýginn sagði mér). En hvað sem satt nú í þessu er, hann sat þar þó samt og ýsur dró. Margt m* samt finna honum til málsbóta, þó manninum hefði’ aldrei nema legið við að hnjóta. En ef um starf hans einhver spyr, þá átti hann að vakta Himna dyr, — — en þangað sóttu nú færri en fyr. En rétt sem hann sat þarna og kinkaði kolli karlinn — spratt hann upp og sagði: „hver skolli! “ Og sem hann kominn er á fætur á sig hann spangagleraugu lætur, en þurkar fyrst glerið þó hið bezta og því næst fer hann að horfa til gesta, því að eitthvað hann hafði þótzt heyra, en hann sá ei meira en ekki neitt, enda þótt það væri leitt. Tannbaks-baukinn hann tók þá sinn, tók í nefið, og fór svo inn; og rétt um leið (svo minnir mig) hann mælti þá við sjálfan sig: „Illa er ég svikinn, að ég held, ef enginn kemur hérna í kveld, því einhverrnveginn það í mig leggst, og ég er viss um, að það ei bregzt!“ Hurðin er opin, hann það sér, þá hann inn fer, og hann lokar því á eftir sér. Hann tryggir dyr með slagbröndum og slám, svo veitt hann geti viður-nám ef í hart fer; — já, hann má það þekkja, því hann er karl, sem lætur sig ei blekkja! Nú heyrir hann út, er hlust hann leggur viður, að heldur þungt er stigið niður, því hálsar bifðust og háfjöll bæði, en Himnaríki lék á þræði. Er helgi Pétur þau heyrir spor, hetjunni vex í brjósti þor, segir hann þá við sjálfan sig (signdi sig í kross og tók í nefið): „Faðir minn góður frelsi mig! fyr má nú vera trölla-skrefið, því engan heyrði eg firða á fold svo feykilega stíga á mold;

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.