Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 33
Nr. 1 Heima er bezt 29 lcollunni úr kjaftinum. Hófst nú eitt grimmilegasta einvígi, sem ég hef séð. Þau ultu hvort um annað í urðinni, hundurinn •og tófan, og veitti ýmsum betur til að byrja með, en tófan 'Virtist þolmeiri, var fjaðurmagnaðri og grimmari, og um leið og mig bar að orrustuvellinum, tókst henni að koma Kol undir og virtist nú eiga alls kostar við hann. Mig tók það sárt að sjá hvernig hún reif hann og læsti í hann tönnunum, og mér sýndist helzt, að hún aetlaði að bíta hann á barkann. Eg steytti hnefann og ógnaði tófunni, en ekki hafði ég hug til þess að snerta við henni; hugsaði, að ef til vill mundi hún klóra mig og bíta og kannski leggja mig undir eins og hundinn. Ég var ekki sá bógur þá, að ég þyrði að leggja til orrustu við tófu. En sárt fannst mér að geta ekki orðið Kol litla að liði, svo illa, sem hann var leikinn í klóm tófunnar. Þá varð mér það að ráði að grípa upp hnullungsstein og reyna að grýta rebba. Ég miðaði á hausinn á hon- um og henti steininum, en svo óhöndug- lega tókst til, að steinninn lenti framan til í skrokknum á hundinum, og hann rak upp sárt vein. Við þetta sleppti tófan tökunum á Kol og rann á flótta austur fjöruna og virtist klemma fast að sér skottið, eins og hún hyggist þá og þegar við höggi eða grjót- kasti. Ég sparaði heldur ekki steinana, og grýtti á eftir henni í ofboði, en hitti aldrei, og loks gafst ég upp, er tófan stökk upp á móðinn og stefndi til fjalls. Ég fór nú að huga að hundinum. Hann var ailur rifinn og blóðugur eftir viður- eignina, og auk þess var hann draghaltur í vinstri framlöpp — tyllti bókstaflega ekki í fótinn. Hann staulaðist til min, og löppin dingl- aði undir honum. Þegar hann kom að mér horfði hann á mig gljáandi og sársauka- kenndu augnaráði og sleikti hönd mína. Það var engin ásökun eða reiði í augna- ráðinu, miklu fremur sneipa og afsökun- arbeiðni, rétt eins og hann vildi segja: Æ, ég var mesti amlóði, að láta tófu skramb- ann leggja mig — ég er þó hundur, og aetti að hafa í fullu tré við tófukvikindi! „Nei, Kolur minn, þetta er allt saman roér að kenna,“ sagði ég hálfkjökrandi. „Það var ég, sem sigaði þér á tófuna, og ég kastaði steininum.*1 Síðan gekk ég heim á leið, bæði hrygg- ur og reiður, og Kolur haltraði á eftir mér ■og ýlfraði í hverju spori. Þegar fullorðna fólkið sá hann, kom því saman um, að hann væri bógbrotinn. Kolur átti lengi í brotinu og leið miklar þrautir fyrstu dag- ana. Menn töldu réttast að lóga honum, en ég fékk því til leiðar komið, að það var ekki gert, og um síðir greri brotið, en aldrei varð Kolur jafngóður í fætinum. En ennþá kúra fuglarnir í víkum við ströndina á ísavetrum og frjósa niður í hjarnbreiðuna, þegar vakirnar leggur, og ennþá leitar hungraður fjallarefur ætis við sjóinn og hremmir sér bráð úr fuglahjörð- inni, því að aldrei lærist henni að varast þennan lágfætta óvin, sem skýst niður í fjöruna. Það breytir litlu um lífsháttu hinna villtu dýra, þótt mennirnir vilji blanda sér í þá og hafa áhrif á örlög þeirra. Og þótt okkur þyki þau grimmúð- leg í viðskiptum sínum hvert við annað, eru þau, þrátt fyrir allt, aldrei eins grimm og maðurinn sjálfur, því að þau drepa að- eins til að seðja hungur sitt. Hitt er afutr á móti erfiðara að skilja, að náttúran sjálf skuli á stundum geta verið vanmáttugum lífverum svo hörð og bitur, að stappi nærri grimmd, — sú sama náttúra, sem aðra tíma er svo blíð og gjöful á unaðssemdir, að allt, sem lífs- anda dregur, kemst ekki yfir að njóta allrar þeirrar dýrðar, sem hún hefur að bjóða. /. K. Endurminiiiiigar frá íslandi og Danmörku I bók þessari segir Valdimar Er- iendsson læknir í Friðrikshöfn frá því, sem á dagana hefir drifið á löngum lífsferli. Hann segir frá æskuárunum norður í Kelduhverfi, skólaárunum, læknisferðum á sjó og landi, sérstæð- um viðburðum o. fl. - 332 bls. í stóru broti. Kr. 60.00 heft, kr. 73.00 í vönd- uðu bandi. Skemmtileg bók, rituö af fjöri og snilld. Sendum gegn pósthröfu. BÓKAÚTGÁFAN N O R Ð R I, Pósthólf 101 Reykjavík Sagnfræði TURGENJEFF Á SÍÐARI HLUTA 19. aldar var París hæli og griðastaður margra landflótta andans manna af rússneskum og pólsk- um ættum. Menn, sem af póli- tískum ástæðum urðu að dvelj- ast langdvölum frá föðurlandi sínu. Þarna, í mestu háborg menningarinnar, gátu þeir lifað frjálsir og óhræddir um líf sitt og unnið að hugðarefnnm stn- um. Þeir, sem sóttu sérstakar listamannaknæpur í París á ár- unum 1870—1880, varð oft star- sýnt, á einn af þessum útlögum, sem talinn var tilheyra þeim fínustu og þeim frægustu af þeim öllum. Þessi maður var hár og þrekinn, með mikið og grátt skegg, blá, göfugmannleg augu, þýður í framkomu og mjög fá- skiptinn. Þegar hann sat að kaffidrykkju var það vani hans að tala lítið, en gefa öðrum orð- ið. Þessi maður var Ivan Tur- genjeff, sem þá var frægasta skáld Rússa. Turgenjeff var fæddur í Ori- jolfylki í Rússlandi og ólst þar upp á búgarði foreldra sinna. Ættin var gömul og auðug að- alsætt, sem átti víðar lendur. Turgenjeff fékk ágæta mennt- un í æsku og kynntist vel hinni rússnesku náttúru, sléttum, skógum og fljótum. Hann varð fyrir svo miklum áhrifum frá

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.