Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 34
30 Heima er bezt Nr. 1 hinni rússnesku náttúru, að hann var alltaf sveitamaður í hjrta sínu, enda þótt hann lifði glæsilegu lífi hámenntaðs borg- arbúa æ síðan, bæði sem stúdent í Moskvu og Leningrad og síðan sem heimsfrægur rithöfundur í París. Turgenjeff missti ungur föð- ur sinn, aðeins 16 ára. Var hann alla æfi upp frá því einstæðing- ur, því að móðir hans var harð- lynd og ágjörn og hafði skömm á hinum gáfaða en óhagsýna syni sínum. Las hún aldrei rit hans, og var hann þó orðinn frægur maður þegar hún dó. Við- kynningin við þessa hörðu og ágjörnu konu hefur líklega átt sinn þátt í því, að Turgenjeff var ætíð meistari í því að lýsa ágjörnum, kaldlyndum og harð- lyndum konum, bæði í bundnu máli og óbundnu. Fyrst framan af fékkst Tur- genjeff aðallega við Ijóðasmíð- ar, en brátt fór hann að semja skáldsögur. Þagar hann var lið- lega þrítugur gaf hann út Dag- bók veiðimannsins, sem á til- tölulega stuttum tíma skóp honum heimsfrægð. í bókinni lýsir hann því, sem bar fyrir augu og eyru veiðimanns nokk- urs í rússneskum sveitum,, en þar var margt ömurlegt að sjá og heyra. Rússneska keisara- stjórnin varð honum stórreið fyrir rit þetta, en gat í bili ekk- ert að gert. En svo þegar Tur- genjeff skrifaði stuttu síðar eft- irmæli um rússneska stórskáld- ið Gogol, sem þá var nýlátinn, þá notaði stjórnin tækifærið og lét varpa Turgenjeff í fangelsi. Kom það öllum á óvart, því enda þótt Gogol hefði á yngri árum dregið stjórnarfar Rússlands sundur og saman í háði, þá varð hann á efri árum stjórnarsinni svo mikill, að hann lofaði há- stöfum stjórnspeki keisarans. Turgenjeff var að vísu látinn laus eftir stuttan tíma, en bann- að að búa í höfuðborginni. Þetta varð til þess, að hann flutti al- farinn frá Rússlandi. Dvaldi hann síðan mest í París. Þar eignaðist hann ágætan vin, sem var franska hljómlistarkonan frú Viardot. Turgenjeff elskaði hana og dáði, lét hana stjórna sér og ráðfærði sig við hana um allt. Hún kom honum í kynni við marga af mestu andans mönnum Frakklands á sviði lista, vísinda og bókmennta. Turgenjeff skrifaði mikið í París. Rit hans náðu heims- frægð og voru þýdd smám sam- an á flest eða öll mál Evrópu. Turgenjeff lýsti hinu rússn- eska aðalsmannavaldi, rotnun þess og spillingu, eymd og áþján tugmilljóna í sveitum Rúss- lands. Hann lýsti líka fólki úr öllum stéttum þjóðfélagsins, sem í eðli sínu var gott og gáf- að, en sem allt fór í mola fyrir vegna ytri aðstæðna. Án þess að hann gerði sér fyllilega ljóst, lýsti hann þjóðfélagi, sem var í upplausn, vegna innri mein- semda og andstæðna. Hann sá enga leið út úr þeim ógöngum, sem hið heilaga Rússland var í. Hann hlaut því aldrei þær vin- sældir hjá rússneskum byltinga- mönnum og vinstrisinnum, sem hann raunverulega átti skilið. ------------------------------ KUNNINGI MINN heimsóti mig. Hann var eitt sinn fyrirmynd ungra manna; nú er hann orðinn gestur í hafnar- stræti borgarinnar og drukkinn á hverj- um degi. Allir draumar hans um frama eru farnir; sjálfur er hann illa til reika, óhreinn og kaldur. Hann sat hjá mér góða stund. „Já, vín er gott, —•“ sagði ég, „en ég skil ekki almennilega .... Af hverju drekka menn svona, eins og þú?“ Hann brosti. „Tja, ég veit það ekki eiginlega, en þetta kemur svona. Það er víst eitthvað, sem hefir brostið innra með manni; maður eyðir einum degi svona og svo öðrum og svo einum til og svo....“ „Er það skortur á viðfangsefnum, skort- ur á áhugamálum?" „0, nei, ekki held ég það, við höfum á- hugamál, við rífumst í Hafnarstræti, við deilum um stjórnmál og um trúmál og bókmenntir. Það eru margir gáfaðir menn meðal okkar.“ „Já, ég veit það. En metnaður? Er eng- inn metnaður fyrir hendi? Viljið þið ekki komast áfram, verða eitthvað?" „Njú,“ — sagði hann, ekki alveg hárviss, „en það er yndislegt að drekka, skal ég Hann dó árið 1883. Lík hans var flutt til Rússlands og jarðað þar í kyrþey við hliðina á vini hans, rússneska ritdómaranum Bje- linskí. Turgenjeff á enga afkomend- ur í Rússlandi svo vitað sé. Einkadóttir hans, sem fór með honum burtu úr Rússlandi, gift- ist frönskum manni. Turgenjeff er nú gleymdur víða um lönd, en þess verður að geta, að hann er talinn mesti formsnillingur allra rússneskra skálda. Hann er líka einn mesti sálfræðingur, sem skrifað hefur á rússneskri tungu. Lýsingar hans eru frábærar. Þegar hann skrifar um hina kaldlyndu, fögru og eigingjörnu hefðar- konu Írínu í skáldsögunni „Reykur“, voru allir, sem eitt- hvað þekktu til í höfuðborg Rússlands, sammála um, að þeir þekktu Írínu, en gat ekki kom- ið saman um, hver hún var. Slíka samnefnara fyrir heilar segja þér, með jafningjum sínum og sitja í sólinni undir bárujárninu á Arnarhólstúni og láta sig dreyma.“ „En um iuorguninn? Þegar ekkert vín er til?“ „Ja, ef til vill fer maður allt af að drekka aftur af vanlíðan vegna drykkju dagsins áður. Ég hef stundum hugsað um það, að þar væri skýringin.“ „Já, en sjálfur veiztu um voðann af þessu. Ég hef alveg gefist upp við að skilja þetta. Ég skil þá menn, sem eru orðnir krónískir, — menn, sem hafa fengið svo mikið af eitrinu í sig, að líkaminn heimtar allt af meira, — en ég skil ekki þá, sem ekki eru þannig á vegi staddir. Einu sinni smakkaðir þú ekki vín í þrjú ár. Hvernig stóð á því að þú byrjaðir aftur?" „Ja, það kom svona.“ „En nú veiztu að þú mátt ekki bragða vín, því að þá leggstu í drykkjuskap. Þú veizt, að þú ert ekki einn af þeim mönn- um, sem getur þegið eitt eða tvö glös.“ „Já.... Þetta eru ljótu umhleypingarn- ir.“ ,,Já,“ svaraði ég, „ég man ekki eftir svona umhleypingum hér í Reykjavík. V.S. V. AUGNABLIK!

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.