Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 32
28 Heima er bezt Nr I Óblíð örlög á ísvori Viðureign hunds og tófu JÖRÐIN er hulin snjó og frera, en um hádaginn er þó eins og vorþeyr sé kominn í loftið, enda er iiðið fram á útmánuði. Biærinn er tekinn að hlýna meðan sólar nýtur við, og stöku sinnum klökkna svell- glottarnir við hót hennar. Aftur á móti leggur hrákaldan svala upp af jörðunni, jafnskjótt og sólin er gengin undir, — þá hrímar allt á ný og glott mánans speglast í gljánni. Þannig er endurminningin um kalda vor- ið, þegar fuglarnir frusu niður í ísinn á víkunum, og refirnir komu niður að sjón- um til fanga, og drápu fuglana í hrönnum sjálfum sér til framdráttar. Oblíð veðráttan hefur sett mark sitt á menn og dýr: Mennirnir eru óvenju vot- eygir og veðurbitnir, og sumir hafa jafn- vel fengið kuldapolla á hendur og fætur, en flestir hafa þeir nóg að bíta og brenna. Hins vegar skortir ekki svo lítið á það, að dýrin fái magafylli. Hestarnir eru hnútu- berir og úfnir, þótt víðast hvar njóti þeir húsaskjóls um nætur, og sauðféð er kvið- dregið og fjörlaust. Hve illa hljóta þá ekki þau dýrin að vera leikin, sem aldrei hafa í hús komið og ekkert þekkja til líknar eða umönnunar mannanna, verða algjörlega að treysta á mátt sinn og megin sér til bjarg- ar? Margan daginn hópa smáfuglarnir sig heima við bæinn í von um að fleygt kunni að verða út til þeirra brauðmolum, og krummi karlinn gerir sig óvenju heima- kominn — hoppar kringum auðan blett við kálgarðsvegginn, þar sem skójpinu er hellt, lyftir sér aðeins upp á staur á veggn- um, meðan húsfreyjan hellir úr fötunni, veltir þar vöngum og krunkar, þar til hún hverfur aftur inn í bæinn. Síðan byrjar hann að gogga í „krásirnar", sem úr föt- unni kunna að hafa komið. Ut með ströndinni halda sjófuglarnir sig í smávikum. Lengst af hefur fjörðurinn verið ein hjarnbreiða, og þegar síðustu vak- irnar lagði, frusu fuglamir niður í ísinn. En nú eru víkurnar orðnar auðar á ný. Þeir dansa, fara á veiðar og flakka um hina villtu víðáttu þangað til lífi þeirra lýkur. — Hvað af þeim verður þá er eins óvíst og hvaðan þeir eru upp- runnir. I stórstraumsflæðinni við komu sumar- tunglsins liðaðist ísinn sundur, og jakarn- ir bárust út á auðan sjó. Þar urðu þeir brátt að krapi, og nú hafa hræ fuglanna losnað úr þeim og eru farin að reka upp að ströndinni. Og mitt í þessum valköst kúra þær fleygu verur, sem enn eru á lífi, sitja í flæðarmálinu upp undir Iandísnum, sem sjórinn hefur smá molað framan af. Þarna hafa fuglarnir skjól fyrir norðan- gjólunni, og fram undan er auður sjór, þar sem þeir geta náð sér í æti. Margar fugla- tegundir hafast þarna við: æður, endur, tjaldar og margar fleiri. En þótt nú sé að verða bjargvænlegra fyrir fuglana, en áður, hrynja þeir þó niður úr kulda og harðrétti, og margt fleira ógnar lífi þeirra. Ennþá er harka í landi, og fjaliarefurinn er hungraður. Hann leitar tíðum til sjávar, því þar er helzt ætisvon í slíku árferði, sem nú er. Og oft hafa fuglarnir séð rebba hremma bráð sína í hópunum við víkurnar, — en. líklega eru fuglshöfuðin ákaflega gleymin — því að aldrei huga þeir að þessari hættu fyrr en um seinan — ekki fyrr en refurinn stekkur fram af móðnum og hefur hremmt einn úr hópnum. Daglega má sjá för tófunnar niður að ströndinni, og svo virðist, að þótt hart sé í ári, kæri hún sig ekkert um að leggja sér til munns fuglahræin, er rekið hafa á land og nóg er til af, heldur vill hún ná sér í lif- andi fugla, — vill finna blóðbragð og sjá rauða dropana skreyta snjóinn. Um þetta vitnar rauðdropótt slóðin upp frá víkunum. Morgun nokkurn seint á einmánuði varð ég sjónarvottur að því, er lágfóta var á fuglaveiðum í víkinni fyrir vestan túnið, og slíkur atburður var ellefu ára dreng- hnokka hreint ekki svo smár í augum. Það var heiðskýrt veður og enn ekkert tekið að slakna, þótt sólin væri komin upp. Háflæði var, en smækkandi straumur, svo að dálítið bil var milli flæðarmálsins og móðsins fyrir ofan. Þarna í stórgrýttri fjör- unni kúrðu nú fuglarnir. Þeir hnipruðu sig saman, stungu hausnum undir væng eða drógu hann fast að búknum, svo að líkast var, að þeir væru hálslausir, og brúnleitar endurnar og æðarkollurnar minntu á mó- rauða bandhnykla. Eg var að koma frá því að reka hesta í hagann, og kolóttur hundur tritlaði við hlið mína. Þegar við nálguðumst víkina, þar sem fuglarnir voru, sá ég hvar mórauð: tófa kom hlaupandi fram hjarnið og stefndi niður að sjónum. Hún var á harða spretti, en þegar hún nálgaðist móðinn, hægði hún á sér og læddist fram á brúnina. Þar nam hún staðar stundarkorn og virti fuglana fyrir sér, rétt eins og hún vildi sjá út, hver væri kroppmestur og gómsætastur. Og nú skipti það engum togum; tófan stökk létti- lega fram af, niður í fjöruna og hremmdi eina æðurkolluna. Allur fuglahópurinn spratt upp með gargi og írafári, sumir steyptust kollhnýs í ofboðinu, sem á þá kom, lömdu vængjun- um niður í grjótið og bröltu þannig til sjávar, því að fæstir náðu að hefja sig tií flugs — vegna óðagotsins. Og nú vantaði sannarlega ekki á þá hálsinn. Þeir teigðu fram álkuna hver í kapp við annan, eins og þeir teldu sér borgið, ef þeir kæmu hausnum sem lengst á undan búknum, og svo brátt varð þeim, að fjörusteinarnir urðu gráir af driti og fjöðrum, sem reytt- ust af fuglunum í uppnáminu. Þegar ég sá aðfarir tófunnar, fuðraði upp í mér hefndarþorstinn. — Þetta mundi svo sem ekki fyrsta ferðin hennar hingað- í víkina. Þær voru ekki fáar blóðrósirnar, sem ég hafði séð í snjónum að undan- förnu: — Sú skyldi nú fá fyrir ferðina! — Urd. I rdan! Ég tók sprettinn niður í víkina og sigaði Kol. Þetta var ungur og ötull hundur, kunni sitt verk í smalamennskum, en nú var eftir að sjá, hvernig hann stæði sig í viðureign við tófu. Fyrst vissi Kolur ekkert, hvaðan á sig stóð veðrið, hringsnerist kringum mig og gelti, — hefur víst ekki séð tófuna — og sízt skilið í því, að ég væri að siga sér á fuglana. En þegar ég sigaði aftur og benti honum, var sem ég hefði brugðið sjónauka fyrir augu hans og magnað skap hans. Hann urraði og eins og gildnaði allur, hárin risu, og hann fitjaði upp á trýnið, svo að skein í hvítar vígtennurnar. Síðan tók hann sprettinn í átt til tófunnar, en hún sá, hvað honum leið og tók einnig til fótanna, rann undan með æðurkolluna í kjaftinum — ekki átti að glata fengnum fyrr en í fi.lla hnefana —. Fyrst ætlaði tófan að stökkva beint upp á móðinn, en hann var þarna það hár, að hún hrapaði niður. Við þetta tafðist hún, og dróg Kolur nú á hana. Ég reyndi að fylgja þeim eftir og hljóp eins og ég gat, og loks sá ég að hundurinn náði að glefsa í skottið á tófunni, en hún snerist strax til varnar, og sleppti æður-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.