Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 22
18 Heima er bezt Nr. 1 SANNAR FRÁSAGNIR I: Fagurt mannlíf í undirheimum Eftir Trevar Allen MEGINÞORRI þeirra manna, sem lifa vafasömu lífi, finna, líkt og allir aðrir menn, nauð- syn þess að eiga maka, er tekið geti þátt í gleði þeirra og sorg- um. Ég hef varla kynnzt þeim vandræðamanni, sem ekki hef- ur borið mannlegar og viðkvæm- ar tilfinningar til eiginkonu sinnar eða hjákonu, og til barna sinna, — óskað eftir því að geta gert þeim til hæfis og veitt þeim menntun. Nú á dögum eru svo til jafn- margar vandræðakonur sem vandræðamenn, og sé nokkur munur á þeim, þá er hann sá, að konurnar eru reglusamari og hagsýnni í verkum sínum en mennirnir, auk þess sem þær eru gæddar mun gleggri mannþekk- ingu. Mikill fjöldi vandræða- manna velja sér maka úr hópi þessara kvenna; og sé ekki um Raftækjaverksmiðjan fékk á síðastliðnu ári 1.4 milljónir króna til kaupa á hráefnum. Nú eftir gengisfellinguna hefur hún sótt um leyfi upp á 3 milljónir króna. Því skal ekki haldið fram, að þær stofnanir, sem hafa með höndum hin erfiðu gjaldeyris- mál okkar, hafi ekki fullan skilning á nauðsyn mikillar raf- tækjaframleiðslu í landinu. En nauðsynlegt er, að allur almenn- ingur skilji það, hvar skórinn kreppir að — og hagi sér sam- kvæmt því. Það liggur í augum uppi, að raftækjaiðnaðurinn, sem hefur gefið svo góða raun, er nauð- synlegri en flestar aðrra iðn- greinir. Allt verður að stefna að því, að hann hafi bolmagn til að gera fólkinu í landinu kleyft að njóta raforkunnar. Það er ekki búið að raflýsa ís- land fyrr en heimilin hafa feng- ið tækin, sem nauðsynleg eru til þess, að hægt sé að njóta raf- orkunnar. giftingu að ræða, njóta menn- irnir einatt góðra ráða og skiln- ings þeirra, ef ekki beint sam- starf. í flestum slíkum samböndum ríkir jafnan fullkomið jafnrétti milli aðilanna; jafnrétti, sem ekki er ætíð að finna í hinu eðlilega þjóðfélagi. Konan er manninum til stuðnings á allan hátt, tekur á sig áhættu hans og reynist honum að jafnaði trú, þegar svo tekst til, að kemst upp um hann og hann lendir í fang- elsi. Til eru þó undantekningar. Eins og ég hef áður talað um, þá er hið holdlega samband kynjanna ekki talið mjög bind- andi í stétt glæpamanna; það er hinsvegar hið andlega samband og félagslyndi, sem telst mikils virði. Flestir glæpamenn eru það skilningsglöggir, a$ þeir vita, að kona er háð samskonar nauð- þurftum og þeir sjálfir, og sé hún skilin frá manni sínum um langt skeið, á meðan hann er í varðhaldi, getur maðurinn ekki verið þekktur fyrir að finna að því, þótt hún hafi samband við annan. Þegar slíkt kemur fyrir, snýr konan sér venjulega að manni sínum aftur strax og hann er laus. Hann spyr engra spurninga, og sambúð þeirra er jafn góð og heil eftir sem áður. Sambúð þeirra grundvallast á þögulum skilningi á því, að viss- ir hlutir geti verið óhjákvæmi- legir með tilliti til hins óvenju- lega lífs, er þau lifa. Það er um- burðarlyndi af beggja hálfu. Konur höfðu skipað mjög lít- ið rúm í mínum heimi allt til þeirrar stundar ,er ég kynntist D, þá tuttugu og sex ára gamall. Ég var enganveginn heimtu- frekari en gerist og gengur, en einhvernveginn hafði mér fund- izt það óheiðarlegt gagnvart einum kvenmanni að ætlast til þess, að hún færi að taka þátt í því lífi, sem ég lifði. Ég kaus heldur að vera einn, og forðað- ist því jöfnum höndum að hleypa nokkurri of nærri mér eða gefa villandi upplýsingar um mig. Ég geri ráð fyrir, að fólki hafi þótt ég vera fremur einmana, kynhungraðan og ó- kunnugan þeirri hlýju vináttu, er sameini flesta unga menn. Sannleikurinn er sá, að ég hugsaði varla um þessa hluti; ég var of önnum kafinn við að halda í mér líftórunni, gera á- ætlanir, ferðast stað úr stað. Frá barnæsku hafði ég verið heldur einmana — svo lengi sem ég mundi. Lifnaður minn jók svo á þessa einmanakennd; ég tók henni sem sjálfsögðum þætti míns óvenjulega lífshlaups, þar sem tilfinningavæmni fékk sjaldan tækifæri til að brjótast út. Eftir því sem árin liðu varð mannfælnin mitt annað eðli, og ég gat ekki hugsað mér að vera öðruvísi en ég var. Áður en ég varð á vegi D, hafði ég kynnzt stúlku, sem hét Violet, og héngum við saman að nafninu til í allt að því fimm ár. Ég geri ekki ráð fyrir, að það geti kallazt mikil vinátta. Hún var einþykk og óstöðuglynd að eðlisfari, eiginlega eins óáreið- anleg og ábyrgðarlaus og ung HEIMA er bezt mun birta í hverju hefti sannar frásagnir á borð við þá, sem hér birtist, en um hin óskyldustu efni. Fjalla þœr um merka atburði, cefintýri, afreksverk og hetjudáðir og eru teknar úr miklu ritverki, sem gefið var út í Englandi. — Elías Mar rithöfundur mun þýða allar greinarnar. —

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.