Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 8
4 Heima er bezt Nr. 1 drukkinn. Hann var víst ákaf- lega óánægður með sjálfan sig sá maður, og það kom niður á mér og skepnunum. Hann fór illa með skepnur. Eitt sinn drap hann tvo hesta á fólskulegan hátt. Hestar úr Þykkvabænum sóttu í heyin á bænum. Eitt kvöld, þegar svo var ástatt, að hestar voru komnir upp í hey- garðinn, ærðist ráðsmaðurinn og sagðist „binda helvítin á streng“. Hann var varaður við því og sagt, að hestarnir gætu farið sér að voða. En hann kvað það ekkert gera til. „Ég held þær megi drepast, helvítis trunturn- ar,“ sagði hann. Svo fór hann upp í heygarð. Um morguninn fundust báðir hestarnir dauðir. Þeir höfðu steypst niður úr garð- inum og kafnað samanbundnir. — Eigendur hestanna komu og settu allt á annan endann. En búið varð að láta af hendi tvo hesta í staðinn til bændanna. En ég fékk nóg að borða. Hins vegar var ég magaveik og þoldi matinn illa. Þetta var að vísu góð fæða, gamall matur eins og þá gerðist, en af því að ég hafði liðið hungur, þoldi ég hann ekki. Það var talin uppgerð í mér. Og stundum var ég alveg að ör- magnast. Ég man það eitt sinn, þegar ég var, að líkindum um 11 ára gömul, að bera á handbör- um hesthússhauginn á móti ráðsmanninum, að þá kvartaði ég sáran. En ráðsmaðurinn at- yrti mig og svaraði: „Þú hefur gott af því að leggja hart að þér. Það setur í þig seigluna.“ Húsmóðirin kenndi mér að lesa. En skrift fékk ég ekki að læra. Ég reyndi sjálf. Ég fékk lög úr litarpottinum, þegar litað var, og hafði fyrir blek, og svo fékk ég bréf utan af rótinni til að skrifa á. Og ég notaði allar stundir, sem að vísu voru ekki margar. Þó fékk ég stundir ein- staka sinnum til þess með dálítið sérstæðum hætti. Tjörn var við bæinn og þar léku börnin sér oft. Mig langaði að leika mér með þeim, en ráðsmaðurinn kom þá alltaf, rak hnefann í mig og skipaði mér burt. Þá settist ég oft afsíðis og reyndi að læra skriftina. Eitt sinn kom séra Matthías Jochumsson í húsvitj- un og lét mig lesa. Það gekk sæmilega. Svo kom ég með hálf- um huga með skriftina mína. Ég hafði skrifað upp kvæði Matt- híasar, „Þórsmerkurför“. Séra Matthías leit á blaðið og las, en ég stóð hjá skjálfandi. Að lestr- inum loknum strauk þjóðskáld- ið um kollinn á mér og sagði: „Þetta er vel skrifað, góða mín,“ og bætti síðan við: „og rétt.“ Það var eins og mér hefði ver- ið gefin stórgjöf. Sú gleði, sem þetta veitti mér, finnst mér, eins og hafi fylgt mér æ síðan. Þetta var uppreisn mín gagnvart öllu heimilinu. Dóttirin á bænum hafði fengið að ganga til kenn- ara, sem var á Bjólu, en mér var neitað, hversu innilega sem ég þráði að fá að læra eitthvað svo- lítið. — Ég kann enn þetta kvæði Matthíasar og þó hef ég aldrei lesið það síðan í bók. Hann orti það af tilefni drukknunar Bjarna Thorarensens frá Móeið- arhvoli, en hann fórst í Markar- fljóti 16. ágúst 1885. Þeir höfðu farið í Þórsmerkurför helztu menn þarna fyrir austan, og ég held, að það hafi verið fyrsta skemmtiförin, sem efnt var tii á Mörkina. Meðal annars stend- ur í kvæðinu: Og þessi fram að flj ótinu fremst- ur síðan reið. „Ó, farðu þar ei, maður! Þú sérð þér búinn deyð.“ Hann stilla vildi fák sinn við stórgrýtisflaum. Þá steyptist jór og maður í foss- andi straum. Séra Matthías var með í þess- ari för, en af kvæðinu sést, að fjórir bræður Bjarna heitins hafi einnig verið með í förinni og séð slysið. Já, þessi koma séra Matthí- asar hafði mikil áhrif á mig. Aldrei fyrr hafði ég heyrt við- urkenningarorð — og langt síð- an ég hafði fundið nokkra hlýju frá öðrum en gamla manninum í rúminu. Árið áður en ég fermdist flutt- ist fólkið búferlum á annan bæ, og var nú nokkuð breytt um, því að ráðsmaðurinn var nú orðinn enn valdameiri á heimilinu og ég meiri einstæðingur. Runólf- ur hreppstjóri á Rauðalæk, harður karrl, hvass í máli og ekki nærgætinn, en sterkur og fylginn sér, kom eitt sinn og hafði við orð að taka mig af fólk- inu, því að sögur gengju um það, að ekki færi vel um mig. En úr því varð þó ekki. Hins vegar gekk ég sjálf á fund Runólfs strax eftir að séra Ólafur Finnsson í Kálfholti hafði fermt mig, og krafðist þess, að hann réði mig annað. Og það gerði hann. Um líkt leyti var orðið svo gengið af heimilinu, sem ég hafði verið á, að er þrír skoðunarmenn komu til að athuga skepnuhöld, en það var gert í þá daga; sáu þeir ekki aðeins á skepnunum, heldur og á húsfreyjunni. Var þá ráðsmað- urinn búinn að sjúga allan merg úr þessu fyrrum svo vel stæða heimili. Og var heimilið þá leyst upp. Ég var nú í vinnumennsku á ýmsum heimilum og leið mis- jafnlega. Eitt sinn kom Runólf- ur á bæ, þar sem ég var. Ég las þá í Nýja testamentinu. Hann ýtti við mér og sagði: „Skárri er það guðræknin, lest í biblíunni.“ „Já,“ svaraði ég hvössum rómi. „Ef þú aðhefst ekki neitt synd- samlegra en ég nú, þá þarftu engu að kvíða.“ Hann þagði við, en spurði svo: „Er það satt, að þú ætlir til Reykjavíkur? Þú ætlar kannske að fara þangað til þess að sækja í þig krakka handa sveitinni?“ —- Mér hnykkti við, en svaraði svo: „Það er ekki rétt, að ég sé á förum til Reykjavík- ur, en ég fer þangað sem ég vil sjálf. Hinu skaltu ekki kvíða, að ég sæki suður krakka handa hreppnum.“ — Síðar á æfinni hefur mér dottið í hug, að sum- ir menn ættu að temja sér meiri hógværð við umkomuleysingja. Það var ekki ég, sem skapaði hreppstjóranum áhyggjur með barneignum. Já, ég var á ýmsum bæjum á Rangárvöllum og í Fljótshlíð- inni fögru. En svo kom að því, að ég fór til Reykjavíkur. Ég réðist til ekkju Sigmundar prentara, frú Guðbjargar Torfa- dóttur. Hún bjó þá á Skólavörðu- stíg 8 og hafði menn í fæði og þjónustu. Ég vann þar baki brotni, en við gott atlæti hjá Guðbjörgu. Ég ók handvagni fullum af þvotti inn allan Laugaveg og í Laugunum þvoði ég hann. Þar var mikill hama- gangur og mikið talað. Ég bar

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.