Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.03.1951, Blaðsíða 11
Nr. 1 Heima er bezt 7 ið brast ekki, fyrr en heljarmik- ill brotsjór reið yfir það. Það var því líkast, sem skipið hyrfi í haf- ið. Ég man, að ég sá sjóinn leika um mitt siglutré. Allt skolaðist fyrir borð, káetan fylltist og allt brotnaði þar. Tveir farþegar voru með, prestsdóttir og barna- kennari. Þegar við komum niður, lá prestsdóttirin í yfirliði og var í þann veginn að drukkna. Við bárum prestsdótturina upp og á betri stað og kennarinn fylgdi henni, en að því loknu brutum við þilið í káetunni, svo að sjór- inn gæti runnið niður í lestina. Þá reyndum við að koma í veg fyrir að sjórinn flæddi aftur nið- ur í káetuna, en það tókst ekki. Skipið hallaðist mikið og mér fannst eins og það sigi niður. Það var kominn leki að skipinu í afturlestinni og stýrið var bil- að. Hversu lengi mundi okkur nú takast að halda okkur ofansjáv- ar? Við urðum að reyna að leita lands eins fljótt og mögulegt væri, en það var hægara sagt en gert, því að við vissum ekkert hvar við vorum staddir. Áttavit- inn var, eins og áður er sagt, ó- nothæfur og við sáum hvorki stjörnur eða tungl. Við skutum á fundi. Ég sagði skipshöfninni mína skoðun á málinu. „Ef við liggjum um kyrrt, er dauðinn vís,“ sagði ég. „Ef okkur tekst á hinn bóginn að átta okkur, þá getum við kannske bjargað okk- ur í var.“ Skipstjórinn lítur um stund hugsandi út í gluggann og bros- ir. Svo segir hann: „Annars ger- ist ýmislegt broslegt, jafnvel á mestu hættustundum, og svo var einnig að þessu sinni.“ Stúlka starfaði á skipinu. Hún var sænsk. Eins og aðrir var ekki þurrþráður á henni. Þegar ég fór að hugsa um líðan hennar, kom mér í hug, að í klæðaskápn- um mínum héngu gamlar buxur. Móðir mín hafði einmitt fengið mér þessar buxur, þegar ég lagði af stað í ferðina, en ég hafði ekki notað þær. Faðir minn hafði verið í þessum buxum, þegar for- eldrar mínir vígðust í heilagt hjónaband. Einu sinni hafði faðir minn átt. þátt í björgun úr sjávarháska við Hallandsvederö, og voru nú mörg ár liðin síðan. Eftir að björguninni var lokið buðu eyjarskeggjar björgunar- sveitinni til hófs og voru bjúgu á borðum, en faðir minn gat aldrei étið bjúgu. Hann gat þó ekki neitað að bragða á réttin- um, en í ^stað þess að éta það stakk hann bjúganu í vasann á buxunum. Síðan hafði hann ekki komið í buxurnar og enginn hafði munað eftir bjúganu. Það er ekki of djúpt í árina tekið, þó að sagt sé, að stúlkan hafi verið í góðum holdum og buxurnar voru mjög þröngar á henni, sérstaklega um. lærin og nárana. — Allt í einu reið sjór á skipið og allt endasentist. Stúlkan stakt á höfuðið og rakst á káetustigann. Um leið og hún stóð upp kom í ljós, að rassinn var farinn úr buxunum' Hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð, er hún varð þess vör, og einnig að eitthvað bungaði mjög út við nárann. Hún stakk hendinni skyndilega í buxnavasann og þegar hún tók hana aftur úr vasanum, var hún svört á litinn og hélt á einhverju. Ég gat ekki varist hlátri, því að þarna stóð hún með bjúgað í hendinni, sem nú var orðið hart, enda komið til ára sinna. En þó að við gætum ekki ann- að en brosað að þessu, var út- litið ískyggilegt. Ég braut heil- ann um það, hvernig við gætum áttað okkur og beint skipinu 1 rétta átt. Það var ekki óhugsan- legt, að skipið ylti þá og þegar um koll. En okkur tókst að venda og svo héldum við nær landi. Allt í einu sáum við brjóta á skeri skammt frá okkur. Brimið á skerinu stóð hátt í loft upp. Samt sem áður sáum við ekki til lands. Við vissum, að þarna í grendinni áttu að vera tvö sker; auk þess vissum við, að um 120 sjómílur áttu að vera á milli þeirra. Við vissum því nokkurn- veginn, að okkur stafaði ekki bráð hætta af hinu skerinu. Enn fremur þóttumst við vita, hvar við værum, þó að við værum ekki hárvissir um það. Skerið hvarf okkur nú og aft- ur varð allt myrkt í kringum skipið. Við vissum, að Drangey var ekki allsfjarri og reyndum að koma auga á hana, til þess að átta okkur. Við tókum nú það til bragðs að bera dýnur og yfir- leitt allt lauslegt upp á þilfarið. Enn vorum við með 12 tunnur af steinolíu og við heltum úr þeim í köstinn og svo kveiktum við bál. Það var mikið og veg- legt bál að horfa á. Hitinn var það mikill, að hægt var að bræða af öðru akkerinu og einnig vind- unni. Svo létum við út um 30 faðma af festinni. Við héldum áfram upp að landinu og allt í einu nam akkerið við botn og við lögðumst kyrrir. Síðar kom í ljós, að við lágum fyrir utan Hofsós. Um morguninn kom bátur frá landi, en bátverjar gátu vitan- lega ekki veitt okkur neina hjálp. Borðstokkarnir voru hlaðnir ís, sem var að minnsta kosti meter á þykkt. Við fórum nú að höggva hann af og berja og það tókst eftir mikinn þræl- dóm. Við sigldum nú nær landi og fengum okkur vel í staupinu, en síðan fór skipshöfnin niður í vélarúmið til þess að hvíla sig og fá sér blund. Svo stefndum við til Sauðárkróks, en flest var eyðilagt innanborðs. Við vorum til dæmis með slaghörpu; en hún var víst alveg ónýt. Sauðárkrók- ur liggur í botni Skagafjarðar og innsiglingin var mjög hættu- leg. Einn af skipstjórum Sam- einaða, Aasberg gamli, stakk upp á því, að sett yrði upp luktar- bauja, en ekkert varð úr því að þessi ágæta hugmynd kæmist til framkvæmda, þar sem verzlan- irnar, sem háðu harða sam- keppni sín á milli, komust ekki að samkomulagi um það, hver ætti að skaffa olíu á lampann. Já, þannig var það í þá daga. Okkur varð ekki meint við þessa hrakninga og var kuldinn þó afskaplegur. Þegar við vorum úr allri hættu og sigldum um Húnaflóa, kom afturkastið, en allir náðu sér. — Frá íslandi fórum við til Miðjarðarhafs- landanna.“ ----;;----------------------------- Hafið þér lesið bók Þorleifs Jónsson- i ar, fyrrum alþingismanss, á Hólum í ' Hornafirði, um kaupstaðaferðir og > verzlunarhætti Austur-Skaftfellinga, 1 svaðilfarir þeirra í fangbrögðum við / stórvötn og eyðisanda? Bókin kostar , kr. 55.00 heft, en kr. 70.00 í bandi. | Sendum gegn póstkröfu. Bókaútgáf- an Norðri, pósthólf 101, Reykjavík. 1

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.